Fréttatíminn - 31.03.2017, Side 41

Fréttatíminn - 31.03.2017, Side 41
FRÉTTATÍMINN facebook.com/noisirius JAFNVEL BETRA EN lasagna! N Ó I SÍ RÍ U S med súkkuladiperlum © Paws. All Rights Reserved. Í bíó með börnin Þessa dagana stendur yfir svokölluð Barna kvik­ myndahátíð í Reykja vík og er hún haldin hátíðleg í kvik­ myndahúsinu Bíó Paradís við Hverfis götu. Þar eru sýndar fjölmargar skemmtilegar kvik­ myndir fyrir börn, sumar hverj­ ar jafnvel frítt. Fréttatíminn tók saman nokkrar kvikmyndir sem áhugavert væri að fara að sjá um helgina. | bsp Líf mitt sem Kúrbítur Þessi teiknimynd fjallar um ungan franskan pilt sem er kallaður Kúrbítur. Kúrbítur er sendur á munaðarleysingjahæli og er dvölin honum erfið í fyrstu en þegar líður á fer hann að bindast öðrum börn- um vináttuböndum. Huglúf og hjartnæm mynd sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna. Hentar: 7 ára og eldri. Regína Frábær íslensk kvikmynd sem ætti heldur betur að framkalla nostalg- íu hjá stórum hópi. Regína er ung stelpa sem áttar sig einn daginn á kraftinum sem hún hefur í söng sínum. Regína og Pétur vinur hennar áforma að koma foreldrum sínum saman. Hentar: Öllum. Snipp, Snapp og Snut og Hvad ske? Þeir félagar Snipp, Snapp og Snut búa í litríkum heimi þar sem allt er fullt af góðgæti og blöðrum. S-in þrjú fljúga um til þess að uppgötva alla króka og kima. Fallegir litir í sænskri teiknimynd um vináttuna. Hentar: Þeim allra yngstu (3+). Stelpan, mamman og djöflarnir Kvikmyndin fjallar um Siri sem býr með dóttur sinni í lítilli íbúð í fjölbýli. Djöflarnir ráða ríkjum í lífi móðurinnar en dóttirin upplifir veröldina á annan hátt. Dóttirin Ti elskar móður sína skilyrðislaust og sér ekki djöflana sem móðirin sér heldur notar sitt eigið ímyndunar- afl til að skreyta veröldina. Kvik- myndin er frumsýnd frítt í sam- starfi við Geðhjálp og er á sænsku með enskum texta. Hentar: Eldri börnum og fullorðnum.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.