Fréttatíminn - 31.03.2017, Qupperneq 46

Fréttatíminn - 31.03.2017, Qupperneq 46
Vinsælu íslensku hálstöflurnar SagaMedica er leiðandi í íslenskum náttúruvöruiðnaði. Fyrirtækið var stofnað árið 2000. Upphafið má rekja til rannsókna dr. Sigmundar Guðbjarnasonar, lífefnafræðings og fyrrum rektors Háskóla Íslands. Unnið í samstarfi við SagaMedica SagaMedica framleiðir nátt-úruvörur úr íslenskri hvönn en ætihvönn hefur um aldir verið talin afar mikilvirk lækningajurt. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir er sölu- og markaðsstjóri hjá Saga- Medica. Þegar hún er spurð um sérstöðu vara fyrirtækisins segir Ingibjörg: „Íslenska ætihvönnin er uppi- staðan í vörum SagaMedica en mismunandi hlutar plöntunnar innihalda efni með ólíka lífvirkni. Hvönnin hefur mikla sögulega þýð- ingu fyrir íslensku þjóðina enda hefur hún sem lækningajurt skipað stóran sess í samfélaginu allt frá landnámstíð. Íslenska ætihvönnin hefur ósjald- an verið nefnd græna gullið því hér áður fyrr notuðu Víkingar hana sem gjaldmiðil þegar þeir áttu í viðskiptum við Suður Evrópu. Framleiðsluaðferðir SagaMedica eru mjög náttúruvænar og höfuð- áhersla er lögð á hreinleika,“ segir Ingibjörg. SagaMedica hefur náð góðri fót- festu á innlendum markaði og hefur einnig haslað sér völl á erlend- um mörkuðum bæði í Evrópu og Ameríku. Hjá fyrirtækinu er unnin öflug vöruþróun. En hvað skyldi bera hæst þessa stundina í vöru- þróun fyrirtækisins? „Sérfræðingar fyrirtækisins eru stöðugt að rannsaka og þróa nýjar afurðir sem stuðla að bættum lífs- gæðum. Við höfum síðan í gegnum árin verið að útvíkka vörulínuna okkar og höfum nýlega tekið í gegn og sett nýjar umbúðir og tegundir fyrir Voxis hálstöflurnar. Þessar umbúðabreytingar eru í takt við þær breytingar sem gerðar voru á umbúðum annarra vörutegunda nú fyrir skömmu. Voxis verður nú jafnframt fáanlegur sykurlaus og sykurlaus með engifer. Voxis háls- töflurnar eru vinsælustu hálstöflur landsins, samkvæmt síðustu mæl- ingum (Nielsen tölur, september 2016, Gallup á Íslandi). Töflurnar gagnast vel við kvefi og særindum í hálsi og mýkja röddina. Fyrir utan það eru þær einstaklega bragðgóð- ir og henta öllum aldurshópum. Við fáum mikið af pöntunum erlendis frá en ferðamenn sem hafa kom- ið hingað til landsins hafa margir hverjir kolfallið fyrir Voxis. Eins og aðrar vörur SagaMedica eru Voxis framleiddar úr hvönn en auk þess innihalda þær mentól og eucalypt- us. Til gamans má geta að nafnið Voxis þýðir íslensk rödd en „vox“ þýðir rödd á latínu og „is“ er svo landskóði Íslands. Við vitum líka af því að söngvarar hafa notað Voxis hálstöflurnar mikið til þess að halda röddinni mjúkri,“ segir Ingibjörg. Hvað er svo vinsælast varan sem SagaMedica býður upp á? „SagaMedica býður upp á aðrar mjög áhugaverðar vörur úr hvönn og fer SagaPro við tíðum þvaglát- um þar fremst í flokki en SagaPro er unnin úr laufum hvannarinnar. Varan hentar vel konum og körlum með minnkaða blöðrurýmd og einkenni ofvirkrar blöðru sem er algengt vandamál. SagaPro bætir lífsgæði þeirra sem glíma við þetta vandamál. Það hefur sýnt sig að SagaPro fækkar mjög salernis- ferðum jafnt að degi sem nóttu og bætir svefninn,“ segir Ingibjörg. Hverjir eru það helst sem kaupa vöruna? „Varan hentar vel fyrrgreindum hópi en eining eru það ákveðnir lífsstílshópar sem sækja í auknum mæli í þessa vöru til að geta stund- að áhugamál sín án vandkvæða, þetta eru til að mynda golfarar, hlauparar, göngufólk og fólk sem stundar hjólreiðar,“ segir Ingibjörg. Vörur SagaMedica fást í apótekum, heilsubúðum og stærri matvöruverslunum um land allt. Það tók auðvitað smá tíma að átta sig á þessu en maður var fljótur að ná sér niður. Lífið heldur áfram,“ segir Viktor Örn Andrésson matreiðslumaður sem hlaut bronsverðlaun í hinni virtu keppni Bocuse d’Or í lok janúar. Árangur Viktors vakti að vonum mikla athygli enda ekki á hverj- um degi sem Íslendingur kemst á verðlaunapall í keppninni. Raunar þarf að fara 16 ár aftur í tímann til að finna viðlíka árangur. Þeir sem fylgjast með í veitingaheiminum á Íslandi vita vel að Viktor er hæfileik- aríkur og hefur hann margoft hlot- ið verðlaun fyrir störf sín, var með- al annars matreiðslumaður ársins 2013 og matreiðslumaður Norður- landanna 2014. Var boðið til Víetnam Viktor kveðst hafa tekið sér smá tíma til að ná áttum eftir keppnina en hef- ur síðan tekið að sér smá verkefni, „hingað og þangað“ eins og hann orðar það. Á miðvikudaginn sneri hann heim úr þriggja vikna reisu þar sem hann heimsótti Bandaríkin og Víetnam. Í Víetnam fór hann á matreiðsluhátíð en það bauðst eftir frábæran árang- ur á keppninni í Frakklandi. „Svo verð ég frílans fram á sum- arið en þá fer ég að kokka í veiði- húsi. Ég ætla að ferðast meira og verð gestakokkur úti. Til að mynda í Chicago í næsta mánuði en þá mun ég kynna íslenskan fisk og lamba- kjöt.“ Flókin eldamennska Fyrsta stopp er þó á Grillinu á Hótel Sögu á laugardagskvöld en þar mun Viktor elda á sérstöku Bocuse d’Or kvöldi. Viktor og Siggi Helga, Bocuse d’Or fari árið 2015 og þjálfari Vikt- ors í keppninni 2017, hafa útbúið sér- stakan matseðil úr hráefnum sem þeir unnu með í keppninni á sínum tíma. Matseðillinn verður einungis framreiddur þetta eina kvöld. Er ekki löngu orðið uppselt? „Jú, ég held að það séu hundrað manns bókaðir. Það er meira en við bjuggumst við. Við ráðum reyndar ekki við meira í einu, þetta er ótrú- lega flókinn matur,“ segir Viktor sem telur að gestir verði ekki svikn- ir af matseldinni. „Þetta verður alveg dúndur menjú.“ Margt spennandi framundan En aftur að framtíðinni. Hvað gerir maður eftir að hafa náð þriðja sæti í Bocuse d’Or? „Nú er ég bara að hugsa um að vera skynsamur og velja skemmti- leg verkefni. Ég hugsa bara um sjálf- an mig og nýt þess að fá verkefni sem ég hefði annars ekki fengið. Eins og þetta í Víetnam. Það er allt í lagi að bíða aðeins og sjá hvaða dyr opnast. Það er margt spennandi í boði og maður er að skoða margt.“ Bocuse d’Or veisla á Grillinu Viktor Örn Andrésson hlaut bronsverðlaun í Bocuse d’Or keppninni í Frakklandi á dögunum. Hann og Siggi Helga, þjálfari hans, sem sjálfur keppti árið 2015, hafa tekið höndum saman og bjóða til veislu á Grillinu á laugardagskvöld. Uppselt er á viðburðinn en gestir geta gætt sér á keppnisréttum þeirra félaga. Matseðillinn Villisveppa hraun. Reyktur þorskur & sýrð agúrka. Ísbúa flögur. Sjóurriði, ostrur, laukar & dill vinaigrette – 2015 Andalifur, grísaskankar, selju- rót & blaðlaukur – 2014 Bocuse bronze „vegan“, Jarð- skokkar, rauðrófur, epli & lauk gljái – 2017 Bocuse bronze „Bresse kjúklingur & humar“ Bresse kjúklingaleggir, andalifrar- og jarðsveppa kúla, gulbeður, kartöflur, kjúklinga- og humar- gljái – 2017 Skyr, aðalbláber & kryddjurtir Tenórinn Gissur Páll Gissurarson notar Voxis hálstöflurnar og þær hafa reynst honum mjög vel. Hvað er það við hálstöflunar sem Gissur er svona hrifinn af? „Margir atvinnusöngvarar eru með eitthvað svona við hendina og eiga alltaf einhverjar hálstöflur, þar sem röddin er okkar aðal vinnutæki. Ég hef verið mjög hrifinn af Voxis hálsbrjóstsykrinum því að hann er búinn til úr ætihvönn sem er handtínd í íslenskri náttúru. Þegar ég prófaði hann í fyrsta skipti þá fannst mér hann mjög góður strax og hentaði mér mjög vel. Auk þess að hugmyndafræðin í kringum hann fannst mér heillandi og af því er Voxis hálsbrjóstsykurinn mitt fyrsta val,“ segir Gissur Páll. Gissur Páll Gissurarson 2 | helgin. FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017helgin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.