Fréttatíminn - 31.03.2017, Síða 48

Fréttatíminn - 31.03.2017, Síða 48
4 | helgin. FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017helgin Snúran fagnar þriggja ára afmæli Verslunin Snúran er þriggja ára. Í tilefni af því verður boðið til afmælisveislu um helgina í húsakynnum Snúrunnar að Síðumúla 21, þar sem viðskiptavinum gefst kostur að kaupa fallega hönnun á góðum kjörum. Unnið í samstarfi við Snúruna Þessi tími er búinn að vera alveg ótrúlega skemmti-legur og fljótur að líða og magnað að sjá hvað verslun hérna á svæðinu er í mikilli sókn. Þegar við fluttum starfsemina hingað í Síðumúla 21, fyrir tveimur árum, stóðu nokkur búðarpláss auð en núna er ekkert laust og mikil traffík,“ segir Rakel Hlín Bergsdóttir, sem stóð fyrst um sinn ein á bak við búðarborðið en nú eru starfsmenn verslunar- innar orðnir níu. Þannig að viðtökurnar hafa verið góðar? „Já, og hafa farið langt fram úr væntingum,“ segir hún glöð. Snúran selur fallega hönnunarvöru, allt frá teppum og púðum yfir í húsgögn, og er skandinavísk hönnun, einkum frá Danmörku, áberandi. „Við höfum reyndar smám saman verið að fikra okkur yfir í fleiri vöruflokka og bjóðum nú upp á ýmislegt fleira tengt heimilinu,“ tekur Rakel fram. „Svo sem danskt sælgæti og olíur, krydd og sölt frá Frakk- landi þannig að við einskorðum okkur ekki við Norðurlönd.“ Hún segir gæði ráða mestu í vöruúrvalinu en þó spili fleira inn í. „Það skiptir auðvitað líka máli að varan sé spennandi og flott. Og það sama gildir um hönnuðina. Því eftir því sem ég starfa lengur við þetta og pæli meira í hönnun þá finnst mér ekki síður mikilvægt að fólkið á bak við hana sé áhugavert. Og í raun má segja að allar vörurnar hérna í búðinni séu vörur sem ég gæti hugsað mér að eiga sjálf.“ Það er greinilegt að þú hefur mikla ástríðu fyrir starfinu. „Já, og stundum líður mér bara hrein- lega eins og ég sé ekki að vinna, þetta er svo gaman,“ viður- kennir hún. „Þegar ég var lítil þá langaði mig alltaf til að verða búðarkona en svo fór ég að læra endurskoðun og vann um tíma á endunarskoðunarstofu. Það var ekki fyrr 2010 sem að ég ákvað að láta drauminn rætast og fara út í verslunarrekstur. En þá rak ég verslun til ársins 2011 og bauðst síðan að taka við Snúrunni snemma árs 2014. Þetta er búið að vera svo ótrúlega skemmtilegur og gefandi tími. Algjört drauma- starf.“ Rakel segist hafa farið svolítið rólega af stað með Snúruna og því haldið sig við netverslunarformið fyrsta árið. „Mig langaði til að gera eitthvað sem ég gat sinnt heiman frá og það gekk bara mjög vel,“ segir hún. „En þegar það var orðin full vinna og áhugi við- skiptavina jókst og jókst þá ákvað ég að opna verslun.“ Og nú er Snúran þriggja ára. Hvernig ætlið þið fagna því? „Við ætlum að halda upp á afmælið bæði í dag og á morgun með því að bjóða upp á léttar veitingar á staðnum. Salka Sól treður upp á laugardaginn klukkan 15. Svo verður tuttugu prósent afsláttur af öllum vörum og þeir sem versla yfir ákveðna upphæð fá eitthvað skemmtilegt í kaupbæti.“ Skandinavísk hönnun einkennir Snúruna. Þar er meðal annars að finna vörur frá danska merkinu Reflections sem er í miklu uppáhaldi hjá Rakel. „Við erum með mjög fallega spegla og kristal í alls konar litum frá Reflections. En vörurnar frá merkinu eiga það sameiginlegt að hafa yfir sér fallegt, gamaldags yfirbragð sem er búið að færa í nútímalegan búning.“ Mynd | Heiða Helgadóttir „Þetta er algjört draumastarf. Og þessi tími er búinn að vera ótrúlega skemmtilegur og fljótur að líða,“ segir Rakel Hlín Bergsdóttir um árin þrjú sem hún hefur rekið Snúruna. Mynd | Heiða Helgadóttir

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.