Fréttatíminn - 31.03.2017, Side 52

Fréttatíminn - 31.03.2017, Side 52
Þetta er náttúrlega bil-un,“ segir Stefán Gísla-son, umhverfisstjórn-unarfræðingur og hlaupari með meiru. Stefán varð sextugur á dögun- um og fagnaði afmælinu með óvenjulegum hætti. Þá kom út bókin Fjallvegahlaup sem er af- rakstur tíu ára vinnu Stefáns. Þegar hann varð fimmtugur hét hann sjálfum sér því að hlaupa fimmtíu fjallvegi áður en hann fagnaði sextugsafmælinu. Þetta stóð Stefán við og gott betur. „Eins og ég hef stundum sagt þá sá ég fram á tvo valkosti þegar ég varð fimmtugur. Annað hvort hægfara afturför eða markvissa líkamsrækt og hægfara afturför. Ég hef gaman af því að sporna heldur við en hitt, það hvetur mann áfram þegar maður nær einhverjum aldri,“ segir Stefán. Gerði hlaupin að lífsstíl Þú hefur nú væntanlega ekki verið að byrja að hlaupa þarna um fimm- tugt? „Nei nei, ég er búinn að hlaupa mér til skemmtunar síðan ég var krakki. Ætli ég hafi ekki byrjað sirka 1969 þegar ég var 12 ára og svo keppti ég fyrst árið 1972. Ég var mest í millivegalengdum, var efnilegur en ekki meira en það. Svo um 1985 fór ég að fara í eitt og eitt götuhlaup og 1996 hljóp ég fyrsta maraþonið. Þetta gekk í bylgjum þar til 2007 að ég ákvað að gera hlaupin að lífsstíl,“ segir hann. Stefán er, eins og áður segir, reyndur hlaupari en hann vildi worldclassiceland worldclassiceland worldclassice Nánar á worldclass.is VIÐ HLAUPUM Á ÞÍNUM HRAÐA LAUGASKOKK & MOSÓSKOKK VERTU MEÐ OKKUR www.likamioglifsstill.is Stefán Gíslason nýtur sín vel á fjöllum. Hann hljóp 50 hlaup um fjallvegi landsins og skrifaði bók upp uppátækið. Það færir manni frelsi að hlaupa um fjallvegi landsins Stefán Gíslason hét sjálfum sér því þegar hann varð fimmtugur að hlaupa fimmtíu fjallvegi áður en hann yrði sextugur. Þeim áfanga náði hann á dögunum og hefur gefið út bók um afrekið. Eins og ég hef stundum sagt þá sá ég fram á tvo valkosti þegar ég varð fimmtugur. Annað hvort hægfara afturför eða markvissa líkamsrækt og hægfara afturför. ÞJÓNUSTA Í ALMANNAÞÁGU 4 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017HLAUPOGCROSSFIT

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.