Fréttatíminn - 31.03.2017, Side 56

Fréttatíminn - 31.03.2017, Side 56
Ætli ég æfi ekki svona níu sinnum í viku. Ég hlusta á líkamann og tek hvíld þegar ég finn að ég þarf á því að halda,“ segir Inga Arna Aradóttir crossfitþjálfari. Inga Arna byrjaði að æfa crossfit í nóvember árið 2014 og féll fyrir sportinu strax í upphafi. „Já, nefni- lega. Ég mætti á grunnnámskeið og vissi strax að þetta langaði mig alltaf að gera. Ég hafði verið í allskonar íþróttum frá því ég var krakki en aldrei enst í neinu. Ég sagði vinkonu minni hvaða æfingar ég væri að gera í ræktinni og hún sagði mér að koma og prófa, ég væri í raun bara að gera crossfit-æfingar,“ segir Inga en fram að þessu hafði hún talið að crossfit væri of erfitt fyrir sig. „Ég vissi greinilega ekki alveg hvað þetta var og hélt að maður þyrfti að vera rosalegur íþróttamað- ur. Svo sá ég fljótt að crossfit er gert fyrir alla.“ Inga Arna hefur ekkert verið að hika við hlutina. Hún hóf strax að æfa af kappi og tæpum tveimur árum eftir að hún byrjaði var hún farin að kenna í Crossfit Reykja- vík. „Ég er náttúrlega næstum því alltaf þarna og langaði líka að geta kennt fólki,“ segir Inga sem sótti sér kennsluréttindi á námskeiði í Sví- þjóð. Slík námskeið eru þó einnig haldin hér á landi tvisvar á ári. Inga segir að það gefi sér mikið að fá að kenna öðrum crossfit. „Ég fann hvernig ég var alltaf að verða betri og betri og langaði að hjálpa fólki að ná því líka. Ég man vel eftir tilfinn- ingunni þegar kennari hjálpaði mér að ná réttum tökum á tækninni og mig langar að allir finni fyrir því að ná þessu svona vel.“ Er crossfitið alltaf að verða stærra og stærra sport? „Já, nefnilega. Það er gríðarleg aukn- ing í þessu, myndi ég halda. Ég var einmitt að tala við einhvern um daginn um Open-mótin sem eru fyrsta skrefið fyrir Evrópuleikana og það taka eiginlega allir þátt, þó ekki nema til að sjá bætingu frá ári til árs. Í fyrra voru 24 þúsund karl- menn sem tóku þátt í Evrópu en núna voru þeir 31 þúsund. Það er því mikil samkeppni í þessu sporti.“ Svo eigum við svo mikið af afreks- fólki hér á landi, sérstaklega kon- um... „Já, og það alltaf að bætast við þann hóp,“ segir Inga sem kveðst sjálf stefna á að keppa á stórum mót- um í framtíðinni. Hún er 22 ára og er að læra sjúkraþjálfun við Háskóla Ís- lands. Aðspurð segir hún það óneit- anlega flóknara að ætla að ná árangri í sportinu meðfram kröfuhörðu námi. „Ég held að maður komist lengst ef þetta er atvinna manns, ef þetta er það eina sem maður gerir. En það er á fimm ára planinu mínu að keppa á stóru mótunum og já, ég ætla að ná góðum árangri.“ Eins og áður segir þá æfir Inga Arna níu sinnum í viku og þegar þú bætir náminu ofan á það er ekki mik- ill tími eftir. Sérstaklega því fólk sem æfir mikið þarf líka að hvíla sig vel. „Nei, ég kannast alveg við það,“ segir hún og hlær. „Ef ég fæ að sofa út þá nýti ég það í botn.“ Inga Arna Aradóttir hefur náð langt í crossfit á tveimur og hálfu ári. Hún stefnir á að keppa á stór- um mótum í framtíðinni. Mynd | Heiða Helgadóttir MS Léttmál – bragðgott og fljótlegt millimál Gæddu þér á bragðgóðu Léttmáli þegar hungrið lætur á sér kræla og njóttu þess að borða með góðri samvisku. Unnið í samstarfi við MS MS Léttmál er ný kynslóð millimála og frábær kostur fyrir þá sem kjósa fljót- lega, bragðgóða og umfram allt holla millimáltíð í amstri dags- ins. Fyrstu tvær vörurnar sem komnar eru á markað eru annars vegar Grísk jógúrt með döðl- um, möndlum og fræjum og hins vegar Kotasæla með berjum og möndlum, en báðar vörurnar eru hreinar í grunninn án hvíts sykurs og sætuefna ásamt stökkum og hollum toppi. Léttmálin frá MS eru próteinrík, einstaklega handhæg og bragðgóð og auðvelt er að grípa þau með sér og neyta hvar sem er og hvenær sem er. Við erum sífellt að reyna að finna hinn gullna meðalveg í mataræðinu og reynum flest að gera okkar besta á degi hverj- um og vanda valið á því sem við neytum. Við viljum borða holla og fjölbreytta fæðu úr sem flestum fæðuflokkum og reynum hvað við getum að sneiða framhjá óholl- ustu þegar hungurtilfinningin lætur á sér kræla. Marga dreymir um að hafa nægan tíma til að út- búa millimál og nesti frá grunni en dagskrá hversdagsins er víða ansi þétt og því verður gjarnan lítið úr háleitum hugmyndum með tilheyrandi svekkelsi og skyndi- lausnum. MS Léttmál er frábær valkostur fyrir fólk sem vill velja hollt en hefur ekki tíma í að gera allt frá grunni. Við val á innihaldi í toppana, sem fylgja Léttmálunum, var vandað sérstaklega til verka. Topparnir eru sérvaldir og bland- aðir hjá vottuðum birgjum og þess gætt til hins ítrasta að tryggja besta mögulega hráefnið. Möndlur, ber, döðlur og fræ passa fullkomlega við hreina gríska jógúrt og hreina kotasælu og eru Léttmálin því handhægur og hollur kostur þegar þig langar í góða næringu í amstri dagsins. Á næstu misserum mun vörulín- an stækka en tvær spennandi vörunýjungar eru í kortunum sem verður spennandi að sjá hvernig neytendur taka. Fann strax að crossfit er mitt sport Inga Arna Aradóttir mætti fyrst á crossfitæfingu fyrir tveimur og hálfu ári og féll strax fyrir sportinu. Í dag er hún farin að kenna í Crossfit Reykjavík og stefnir á að keppa á stórum mótum á næstu árum. Grísk jógúrt Ofurfæða! Stútfull af góðri fitu og próteini Lífrænar mjólkurvörur www.biobu.is Morgunmatur: Grísk jógúrt, múslí, sletta af agave Eftirréttur: Grísk jógúrt, kakó, agave chia fræ Köld sósa: Grísk jógúrt, handfylli rifin gúrka, 2 hvítlauksrif, salt og pipar LÆKNA R MÆLA MEÐ HUSK! NÁTTÚRULYF Á SÉRLYFJASKRÁ Náttúrulegar trefjar sem halda meltingunni í góðu formi ehb@ebridde.is, www.ebridde.is HUSK fæst í apótekum, heilsubúðum og Fjarðarkaupum 8 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017HLAUPOGCROSSFIT

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.