Húnavaka - 01.05.2016, Blaðsíða 171
H Ú N A V A K A 169
Mannalát 2014-2015
Þórunn Stefánsdóttir
frá Bræðraborg á Skagaströnd
Fædd 15. ágúst 1926 – Dáin 31. ágúst 2014
Þórunn fæddist að Þverá í Hallárdal í Vindhælishreppi. Foreldrar hennar voru
hjónin Salóme Jósefsdóttir, f. 1887, d. 1978 og Stefán Stefánsson f. 1883,
d. 1945 sem lengst af bjuggu í Kambakoti. Hún var tíunda í röð tólf systkina
þar sem ellefu komust upp: Guðberg, f. 1909, d. 1991, Helga Halldóra,
f. 1912, d. 1989, Stefanía Valgerður, f. 1914, d. 1987, Sigurlaug, f. 1915,
d. 1987, Þor gerður Helga, f. 1918, d. 1995, Stefán Valdimar, f. 1921, d. 1988,
Jósef, f. 1922, d. 2001, Ingibjörg, f. 1924, d. 1999, Margrét, f. 1929, Jón,
f. 1931, d. 1991.
Hún ólst upp við almenn sveitastörf í Kamba-
koti í stórum, kraftmiklum og glaðværum hópi
systkina. Skólagangan var hinn stutti, hefðbundni
farskóli sveitarinnar en menntunin sótt í íslenska
sveitamenningu, bæði til munns og handa. Bú-
skapur og sveitamenning var henni því alla tíð
hugstæð. Hún var hæglát og frekar hlédræg við
fyrstu kynni en skrafhreifin og létt í máli við vini
og kunningja.
Þórunn var í sambúð með Kristni Guðmunds-
syni, f. 1903, d. 1986, fæddur í Krumshólum í
Borg arhreppi í Mýrasýslu. Þau eignuðust fjögur
börn: Sigurður f. 1951, kvæntur Hrafnhildi Bryn-
dísi Rafnsdóttur, þau eiga tvö börn. Guðmundur Reynir f. 1953, er ókvæntur
og barnlaus. Stefán f. 1958, d. 2011, ókvæntur og barnlaus. Lilja f. 1961, var
gift Guðmundi Eyþóri Guðmundssyni, þau skildu. Þau eiga þrjú börn.
Þórunn og Kristinn bjuggu alla sína búskapartíð í húsinu Bræðraborg á
Skagaströnd en það hús byggðu nokkur systkinanna þegar fjölskyldan flutti frá
Kambakoti. Lengst af bjuggu þau á efri hæðinni; Salóme móðir þeirra,
Stefán, Jón og Margrét en Þórunn og Kristinn á neðri hæðinni. Kristinn vann
í fiskvinnslu og stundaði sjómennsku og almenna verkamannavinnu. Þau
hjónin áttu kindur alla sína búskapartíð sem Þórunn hugsaði vel um.