Húnavaka - 01.05.2016, Blaðsíða 199
H Ú N A V A K A 197
unnandi, hafði gaman að garðrækt og elskaði blóm í öllum regnbogans litum.
Hún var mjög fróð um íslenskar plöntur og var á tímabili virkur félagi í
Skógræktarfélagi Íslands. Meðan heilsan leyfði ræktaði hún garðinn sinn. Hún
var mikil handavinnukona og saumaði mikið af fötum, útsaumi og gerði
allskonar föndur sem fjölskyldan og aðrir nutu góðs af.
Margrét eignaðist marga góða vini um ævina, bæði samferðafólk á
uppvaxtar- og skólaárum og fólk sem hún kynntist í gegnum það félagsstarf
sem hún tók þátt í á Blönduósi. Hún andaðist á Landspítalanum í Reykjavík
og var útför hennar gerð frá Blönduóskirkju 21. nóvember. Jarðsett var í
Blönduóskirkjugarði.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Erlingur Bjartmar Ingvarsson,
Hamri
Fæddur 13. apríl 1946 – Dáinn 3. desember 2015
Erlingur var fæddur á Blönduósi. Foreldrar hans voru Ingvar Ágústsson,
f. 1906, d. 1996 og Sigurlaug Jósefína Sigurvaldadóttir, f. 1914, d. 1986,
bændur á Ásum. Þau eignuðust ellefu börn sem eru í aldursröð: Sigurvaldi Óli,
f. 1935, d. 2012, Sigmar f. 1936, Guðlaug, f. 1938, Erla, f. 1938, Hreinn,
f. 1940, d. 2014, Hannes, f. 1945, þá Erlingur, Hörður Viðar, f. 1949,
Guðmundur, f. 1951, Sigurlaug, f. 1952 og yngst er Bára, f. 1954.
Erlingur ólst upp á Ásum og byrjaði ungur að
vinna fyrir sér og var m.a. á vertíð í Vestmannaeyj-
um og Grindavík. Hann vann sem verkamaður
þau störf sem til féllu, eins og í sláturhúsinu á
Blönduósi og í Trefjaplasti. Hann vann í leikskóla
í Kópavogi og í fiskvinnslu og í girðingavinnu. En
sveitin, sveitastörf og fjárbúskapur eða starf
bóndans var sú vinna sem höfðaði helst til hans
og sú vinna sem hann stundaði mest.
Erlingur kvæntist Guðrúnu Atladóttur, f. 1951
en þau skildu. Sonur þeirra er Bjartmar Freyr
f. 1980, maki hans er Nanna María Elfarsdóttir
f. 1979, börn þeirra eru tvö. Fyrir átti Guðrún
þrjú börn.
Jörðina Hamar keypti Erlingur árið 1970 en hana hafði hann leigt
undanfarin 5 ár. Hann hafði þá fé á Hamri en bjó ennþá á Ásum og fór á milli
til að sinna skepnunum. Árið 1976 byggði hann íbúðarhús að Hamri og þar
var heimili hans fyrir utan tvo vetur er hann og Bjartmar Freyr sonur hans
bjuggu í Reykjavík.
Hann hætti fjárbúskap árið 1989 og snéri sér að skógrækt á Hamri. Árið
1992 fékk hann úttekt á jörðinni til skógræktar og hóf síðan gróðursetningu á