Húnavaka - 01.05.2016, Blaðsíða 214
H Ú N A V A K A 212
Stóra-Búrfelli og fluttar á skotsvæðið
þar sem félagsmenn sáu um lagningu
þeirra í blíðskaparveðri í lok maí.
Einnig voru lagðar hellur við palla
á vellinum og milli félagshúss og
vallar. Sett var upp girðing til að af-
marka skotvöll frá áhorfendasvæði.
Grafnir voru niður staurar og sett
grind í hliðið inn á svæðið. Smíðaður
var skjólveggur við félagshús og borin
fúavörn á sólpall og annað timburverk
á svæðinu. Salernishús var klætt að
innan og málað, settur upp ofn og
keypt dæla á vatnslögn.
Ýmsir aðilar, fyrirtæki og sveit ar fé-
lög studdu við bakið á félaginu. Má
þar nefna N1 píparann, Líf land, KS,
Rarik, Skagabyggð og Blöndu ósbæ.
Verktakar sem komu að fram-
kvæmd um voru Stefán Pálsson, Rúnar
Jóhannsson og Ósverk ehf. Annað var
unnin af félags mönnum.
Æfingar.
Almennar æfingar voru á miðviku-
dags kvöldum og æfingar fyrir ung-
linga flokk og byrjendur
voru á þriðjudags kvöld-
um.
Keppnisfólk æfði svo
2-4 sinnum í viku, líkt og
verið hefur undanfarin
ár. Skotnar voru um
19.000 leirdúfur á vellin-
um á móti 13.000 dúfum
árið áður, þannig að
óhætt er að segja að upp-
gangur sé í iðkun skot-
íþrótt arinnar hér á svæð-
inu.
Mótahald.
Fyrsta mót ársins var
páskamótið sem haldið
var á skírdag. Landsmót
50+ var haldið á Blöndu-
ósi í júní og var að sjálfsögðu keppt í
skotfimi. Þar bar sigur úr býtum fyrr-
um formaður Markviss, Sighvatur S.
Steindórsson. Landsmót STÍ var
hald ið á Blönduósi dagana 18.-19. júlí
og tókst með ágætum, má nefna að
þar var sett nýtt Íslandsmet í kvenna-
flokki. Markviss hélt Norður lands-
meistaramótið NLM-OPEN í ágúst. Í
útbreiðsluskyni var mótið haldið á
skotsvæði Skotfélagsins Ósmanns í
Skagafirði. Norðurlandsmeistari karla
varð Grét ar M. Axelsson Skotfélagi
Akureyrar og í kvennaflokki Snjólaug.
M. Jónsdóttir Markviss. Kvennamótið
Skyttan var haldið þann 12. september
og mættu keppendur frá fjórum
félögum til keppni. Bjarnþóra M.
Pálsdóttir Markviss vann nýliða-
flokkinn og Snjólaug M. Jónsdóttir
Markviss vann í flokki lengra kominna.
Árangur.
Alls kepptu 9 félagsmenn á 15 mótum
Kvennamótið Skyttan, 12. september 2015. Hluti þeirra
verðlauna sem að við fengum. Gefendur: Vilkó, Ísgel,
Vesturröst, Ellingsen, Teni, Uno, American bar, Gunnar
Sigurðsson, Dominos, Skotfélag Akureyrar, Skotfélagið
Markviss, Tigi hárvörur, Olitalia, Ingimundur gamli og svo
gaf Bæjarblómið á Blönduósi blómvendi fyrir sigurvegara.