Húnavaka - 01.05.2016, Blaðsíða 183
H Ú N A V A K A 181
hún var í Svíþjóð. Þegar hún kom aftur heim hóf hún nám í hjúkrun og út-
skrifaðist frá Hjúkrunar skóla Íslands árið 1957. Með hjúkrunarnáminu vann
hún á Land spítalanum og sjúkrahúsinu á Ísafirði.
Guðfinna hóf sambúð með Þórhalli Blöndal, f. 1923, d. 2008 sem var fædd-
ur á Blönduósi. Þau gengu í hjónaband í Hólaneskirkju á Skagaströnd þann 1.
desember 1971. Þau bjuggu fyrst í Lárusarbænum er stóð við Brekkuna á
Blönduósi en síðan bjuggu um tíma í gamla sýslumannshúsinu að Brekkubyggð
2. Árið 1976 byggðu þau íbúðarhúsið að Brekkubyggð 8 og bjuggu þar síðan.
Þau eignuðust þrjú börn sem eru: Lúðvík Þór f. 1961, eiginkona hans er
Margrét Helga Þorsteinsdóttir, börn hennar eru fjögur. Auðunn Sigurbjörn
f. 1962. Yngst er Ingibjörg f. 1964, sambýlismaður hennar er Stefán Magnús
Skúlason, börn þeirra eru fjögur. Fyrir átti Guðfinna dóttur ina Sigríði Birnu
Björnsdóttur f. 1956, maður hennar er Gunnar Bjarnason, börn þeirra eru þrjú.
Guðfinna naut þess að vera innan um fólk og spjalla um heima og geima og
hafði oft auga fyrir hinu gamansama og spaugilega í tilverunni. Hún hafði
ánægju af garðrækt, blómum, plöntum og skógrækt. Hún safnaði steinum og
átti nokkurt safn fallegra, sérkennilegra steina. Hún var fróð um íslenskar
plöntur og íslenska náttúru. Handavinna, hekl og myndprjón voru einnig
áhugaefni hennar. Hún var vel lesin og þekkti íslenskar bókmenntir eins og
bækur Laxness og hún kunni vel ljóð Steins Steinars. Á yngri árum hafði hún
ánægju af gönguferðum og útiveru. Tjaldútilegur og sunnudagabíltúrar
fölskyldunnar eru líka meðal minningabrota barna hennar. Hún söng um
árabil í kirkjukór Blönduóskirkju. Hún hafði sínar skoðanir og fór sínar eigin
leiðir. Guðfinna var komin yfir fimmtugt þegar hún tók bílpróf og fullorðin fór
hún jafnframt á sundnámskeið sér til ánægju.
Starf hennar við hjúkrun var henni mikils virði og veitti henni mikla
ánægju. Hún hafði ánægju af samskiptum við samstarfsfólk og skjól stæð inga
og í gegnum starfið eignaðist hún marga góða vini. Fyrir utan námsárin vann
hún allan sinn starfsferil á sjúkrahúsinu á Blönduósi. Hún hætti störfum þegar
hún var orðin 72 ára gömul.
Guðfinna hafði dvalið á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunarinnar um árabil,
þar andaðist hún og var útför hennar gerð frá Blönduóskirkju þann 9. maí.
Jarðsett var í Blönduóskirkjugarði.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Signý Gunnlaugsdóttir
frá Balaskarði
Fædd 20. október 1967 – Dáin 4. maí 2015
Signý fæddist á Blönduósi. Foreldrar hennar voru Geirlaug (Gilla) Ingvarsdóttir,
f. 1932, bóndi á Balaskarði á Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu og Gunnlaug-
ur Þórarinsson, f. 1925, d. 2010, verkamaður og bóndi á Ríp í Skagafirði.
Systkin Signýjar samfeðra eru Halldór, f. 1969 og Þórunn, f. 1971.