Víkurfréttir - 27.05.2004, Side 32
Það skemmtilegasta viðstarfið er fjölbreytileikinn,hér er alltaf eitthvað nýtt
að gerast og hlutirnir fljótir að
breytast. Þú veist aldrei að
morgni þegar þú mætir í vinnu
hvernig dagurinn verður. Hér er
oft stutt á milli gleði og sorgar en
uppúr stendur að við erum alltaf
að fást við nýja hluti og læra eitt-
hvað nýtt,“ segir Bryndís Sævars-
dóttir deildarstjóri D-deildar Heil-
brigðisstofnunar Suðurnesja.
Bryndís er fædd og uppalin í Kefla-
vík. Hún varð stúdent frá Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja og útskrifaðist
sem hjúkrunarfræðingur frá Hjúkr-
unarskóla Íslands 1985. Hóf þá
strax störf við Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja og hefur starfað þar síð-
an.
Ný hefur staðið mikill styr um
hlutverk D-álmunnar í starfsemi
HSS. Hvernig finnst þér andrúms-
loftið núna?
Meðal starfsfólksins hér á deildinni
er andrúmsloftið mjög gott. Þessi
læti í kringum D-deildina hafa vissu-
lega haft áhrif á okkur og stundum
hefur okkur þótt nóg um hvað fólk
getur verið tilbúið að tala á neikvæð-
an hátt um heilbrigðisstofnunina
sína. Eðlilegra þætti okkur að bæj-
arbúar stæðu vörð um þessa stofn-
un og þá starfsemi sem þar er boðið
uppá. En mórallinn er góður og við
látum ekki bugast þó móti blási,
heldur höldum ótrauð áfram að
vinna að uppbyggingu starfsins.
Varðandi andrúmsloftið úti í bæ, þá
veit ég að flestir sem hafa þurft að
nýta sér þjónustuna hér eru ánægðir
og bera okkur vel söguna, neikvæðu
raddirnar koma helst frá einstak-
lingum sem ekki hafa kynnt sér
starfsemina hér nógu vel.
Hver er nákvæmlega starfsemin
á deildinni í dag?
Starfsemin á deildinni er mjög fjöl-
breytt. Þetta er hand- og lyflæknis-
deild. Við höfum sérfræðinga í al-
mennum lyflækningum, almennum
skurðlækningum, blóðmeinafræði,
bæklunarlækningum, háls-, nef- og
eyrnalækningum, hjartalækningum,
kvensjúkdómalækningum, krabba-
meinslækningum, lungnalækning-
um, lýtalækningum, ónæmisfræði
og þvagfæralækningum.Við erum að
sinna öllum þessum sérgreinum hér
á deildinni. Auk þess sinnum mikið
endurhæfingu, t.d. eftir beinbrot, lið-
skiptaaðgerðir, slys, og ýmsa sjúk-
dóma. Einnig eru hér aldraðir ein-
staklingar, bæði langtímavistaðir og í
hvíldarinnlögnum, ýmsum rann-
sóknum og endurhæfingu.
Við höfum aðgang að og vinnum
með sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfa, fé-
lagsráðgjafa, geðhjúkrunarfræðingi,
næringarfræðingi og prestum.Auk
þess fáum við þjónustu frá rann-
sókn, röntgen og eldhúsi.
Nýtingin á deildinni hefur verið yfir
100% frá því að hún opnaði í D-
álmunni. Þannig að við þurfum ekki
að kvarta yfir verkefnaleysi. Það
hefur sýnt sig að þörfin er mikil fyrir
þessa starfsemi sem allir Suður-
nesjamenn bæði ungir og aldnir
njóta góðs af. Það er þó þannig að
meðalaldur sjúklinganna á hverjum
tíma er yfirleitt yfir 60 ár.
Hvað eru margir starfsmenn á
deildinni?
Á deildinni starfa núna 14 hjúkrun-
arfræðingar í 8,2 stöðugildum og 23
sjúkraliðar í 15,4 stöðugildum. Að-
stoðarlæknir, ritari og starfsfólk í
býtibúri og ræstingu, auk þeirra
lækna og stoðdeilda sem á undan
eru nefndir. Hér er samtaka og gott
starfsfólk og mjög góður starfsandi.
Hér er tekist á við verkefni með já-
kvæðu hugarfari.
Ræða sjúklingarnir einhvern tíma
um hlutverk D-álmunnar?
Það kemur fyrir að sjúklingarnir ræði
um það, aðallega í tengslum við að
það kemur þeim og aðstandendum
á óvart hversu mikla þjónustu það
getur fengið hér þegar á reynir og
lýsa því yfir að þeir vildu ekki missa
þessa starfsemi eða skipta henni út
fyrir eitthvað annað. Það eru flestir
sammála um að það vanti hjúkrun-
arheimili í Keflavík, en þeir sem hafa
kynnt sér málið eru líka flestir sam-
mála um að D-deildin hentar ekki
vel sem hjúkrunarheimili miðað við
þær kröfur sem gerðar eru í dag.
Hvað er það skemmtilegasta við
starfið?
Skemmtilegast við starfið er fjöl-
breytileikinn, hér er alltaf eitthvað
nýtt að gerast og hlutirnir fljótir að
breytast. Þú veist aldrei að morgni
þegar þú mætir í vinnu hvernig dag-
urinn verður. Hér er oft stutt á milli
gleði og sorgar en uppúr stendur að
við erum alltaf að fást við nýja hluti
og læra eitthvað nýtt.
Kanntu einhverja skemmtilega
sögu af deildinni?
Hér gerast oft skemmtilegir hlutir, en
eðli málsins samkvæmt eru það oft
hlutir sem ekki er hægt að ræða á
opinberum vettvangi.
Oft koma sjúklingar og aðstandend-
ur hingað hlaðnir sínum persónu-
legu vandamálum og láta allt bitna á
okkur. Þetta hljómar kannski ekki
skemmtilega, en við reynum að líta
á björtu hliðarnar hér, hlæjum mikið
og gerum í því að sjá „skondnu“
hliðarnar á hlutunum.
En auðvitað skiptast hér á skin og
skúrir og bil milli lífs og dauða er oft
ekki breytt. Til dæmis gerðist það
hér ekki alls fyrir löngu á næturvakt
að hjúkrunarfræðingurinn á vaktinni
þurfti að hringja í aðstandendur
sjúklings og boða þau hingað um
miðja nótt. Þau komu að vörmu
spori því að þau höfðu í raun búist
við þessari hringingu og vissu að
kveðjustundin var að renna upp.
Þarna var mikil sorg og hlutverk
hjúkrunarfræðingsins að standa við
hlið þeirra og reyna að styðja þau í
þessu eins og hægt var. Þegar þetta
fólk var búið að vera hér á deildinni í
nokkrar mínútur var hringt frá fæð-
ingardeildinni, en þar var ljósmóðirin
ein á vaktinni og vantaði aðstoð við
fæðingu. Hjúkrunarfræðingurinn
hljóp yfir á fæðingardeild og eftir
skamma stund fæddist þar undur-
fagur lítill einstaklingur. Þarna ríkti
mikil hamingja og gleði hjá nýbök-
uðum foreldrum. Hjúkrunarfræðing-
urinn okkar af D-deildinni gat þó
ekki staldrað lengi við því að hún
vissi að hennar biðu mörg og ólík
verkefni á deildinni. Hún flýtti sér
því aftur yfir á D-deild og skömmu
seinna kvaddi þreyttur einstaklingur
þetta líf í faðmi fjölskyldu sinnar.
Þetta dæmi sýnir að mikið reynir á
starfsfólkið hér, sem er oft að vinna
undir miklu álagi.
16
VISSIR ÞÚ...
Á árinu 2003 voru um 3000 nýkomur á slysamóttöku.
Sama ár innrituðust 2199 sjúklingar á sjúkrahúsið.
Komur á heilsugæslu til lækna og
hjúkrunarfræðinga (2002) voru um 40.000.
Skurðaðgerðir voru um 1.400 (2002 og 2003)
Á stofnuninni starfa um 280 starfsmenn.
HSS hefur sjö starfsstöðvar.
Á stofnuninni eru um 100 tölvur.
Á hverju ári eru þvegin um 50-60 tonn af þvotti.
Á síðasta ári fæddust 225 börn í 223 fæðingum, 100
stelpur og 125 strákar, gerðir voru 32 keisaraskurðir
og 23 börn fæddust í vatni.
Á síðasta ári fluttu 5 hjúkrunarfræðingar í Reykjanes-
bæ og von er á 2 í viðbót í haust.
Um 5% fastráðinna starfsmanna HSS búa utan Suður-
nesja. Á Landspítala Háskólasjúkrahúsi búa um 7,6%
starfsmanna utan höfuðborgarsvæðisins.
Bryndís Sævarsdóttir deildarstjóri D-deildar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Það reynir mikið á starfsfólkið hér
Bryndís Sævarsdóttir deildarstjóri D-deildar að sinna hjúkrun á deildinni.
HSS posturinn PDF 25.5.2004 23:11 Page 16