Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2018, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 07.02.2018, Qupperneq 8
Maldíveyar Hermenn á Maldíveyj­ um handtóku í gær Abdulla Saeed, forseta hæstaréttar, og Ali Hameed hæstaréttardómara skömmu eftir að ríkisstjórn landsins lýsti yfir neyðarástandi í landinu. Þegar Fréttablaðið fór í prentun höfðu yfirvöld ekki greint frá því hvað dómararnir væru sakaðir um en handtökurnar voru heimil­ aðar með samþykkt neyðarlaga í gær. Lögin heimila hermönnum að handtaka fólk án heimildar og banna jafnframt fjöldasamkomur, til að mynda mótmæli. Talið er víst að handtökurnar tengist úrskurði hæstaréttar frá því í síðustu viku um að Abdulla Yameen forseta beri að sleppa stjórnar­ andstæðingum úr haldi. Þá komst hæstiréttur einnig að þeirri niður­ stöðu að réttarhöld ársins 2015 yfir Mohamed Nasheed, fyrrverandi for­ seta, hefðu verið ólögleg. Þau réttarhöld höfðu Amnesty International og bandaríska utan­ ríkisráðuneytið áður fordæmt. Sögðu samtökin meðal annars að réttarhöldin hefðu verið pólitísk en Nasheed var sakfelldur fyrir að hafa fyrirskipað handtöku Abdulla Mohamed dómara. Ríkislögreglustjóri Maldíveyja sagði í síðustu viku að hann ætlaði að framfylgja dómi hæstaréttar um að frelsa stjórnarandstæðinga. Ekki gafst þó tækifæri til þess þar sem rík­ isstjórn Yameen rak hann sama dag. Hefur maldíveyska hernum nú verið gert að berjast á móti hvers kyns til­ raun til að steypa Yameen af stóli. Fyrrnefndur Nasheed sagði við BBC í gær að aðgerðir ríkisstjórnar­ innar, meðal annars handtakan á fyrrverandi forsetanum Maumoon Abdul Gayoom, væru með öllu ólög­ legar. Um valdarán væri að ræða. „Maldíveyingar hafa fengið nóg af þessari glæpsamlegu ógnarstjórn. Yameen forseti ætti að segja af sér.“ Árið 2016 sagði Nasheed að hann ætlaði að snúa aftur heim frá Bret­ landi, þar sem hann er nú með pólitískt hæli, og bjóða sig fram til forseta. Þær kosningar munu fara fram síðar á árinu en óljóst er hvort nokkrir stjórnarandstæðingar muni geta boðið sig fram. Í gær óskaði hann eftir því á Twitt er að Indverjar gripu inn í og sendu sendiboða í fylgd hermanna til eyjaklasans. Fyrir því er fordæmi en indverski herinn greip inn í árið 1988 og kom í veg fyrir valdaránstil­ raun. Frá því Yameen komst til valda árið 2013 hefur ríkisstjórn hans verið harðlega gagnrýnd fyrir tak­ mörkun tjáningarfrelsis, handtökur stjórnarandstæðinga og afskipti af dómsvaldinu. Utanríkisráðuneyti Bandaríkj­ anna sagði í tilkynningu í gær að Bandaríkin stæðu með maldíveysku þjóðinni. Sagði ráðuneytið enn fremur að lögregla hefði brugðist dómstólum og að Yameen forseti hefði „fangelsað eða sent hvern einasta áberandi stjórnarandstæð­ ing í útlegð“. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var stuttorðara. Benti það á í tísti að heimurinn fylgdist nú með Maldív­ eyjum. Ríkisstjórnin og herinn yrðu að fylgja lögum og reglum og að ekki mætti skerða tjáningarfrelsi ríkis­ borgara. – þea Neyðarlög sett og dómarar handteknir Hermenn handtóku forseta hæstaréttar á Maldíveyjum. Hæstiréttur hafði skipað forseta ríkisins að leysa stjórnarandstæðinga úr haldi. Því hugðist lögregla framfylgja en ríkislögreglustjóri var rekinn. Ný neyðarlög gera her landsins kleift að handtaka fólk án heimildar. SviSS Það er einungis mánaða­ spurs mál hvenær Norður­Kórea getur skotið kjarnorkusprengjum á Bandaríkin. Koma þarf í veg fyrir að það verði mögulegt og afvopna þarf ríkið. Þetta sagði Robert Wood, full­ trúi Bandaríkjanna, á fundi á vegum Sameinuðu þjóðanna um kjarnorku­ vopn í svissnesku borginni Genf í gær. Norður­Kóreumenn kenndu Bandaríkjamönnum hins vegar um að auka spennuna á Kóreuskaga. Þeir hafi staðsett flugmóður­ skip sín nærri skaganum og íhugi nú að ráðast á höfuð­ borgina Pjongjang. „Norður­Kórea hefur gefið verulega í í kjarnorkuáætlun sinni og ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna gegn Bandaríkj­ unum sem og banda­ mönnum þeirra í þess­ um heimshluta,“ sagði Wood og bætti við: „Norðurkóreskir embættismenn fullyrða að þeir muni ekki láta af áformum sínum og afkjarnorku­ vopnavæðast. Nú eru líklega einung­ is mánuðir þar til ríkið getur skotið kjarnorkuvopnum á Bandaríkin.“ Wood gagnrýndi einnig harðlega vinskapinn sem einræðisstjórnin hefur sýnt nágrönnunum í suðri nýverið. Hafa Norður­Kóreumenn til að mynda mætt til við­ ræðna. Jafnframt mun ríkið senda lið á Vetrarólympíu­ leikana í Pyeongchang, Suður­Kóreu. „Þetta, sem ég myndi kalla sjarmaher­ ferð, er ekki að plata n e i n n , “ s a g ð i Wood. – þea Norður-Kórea plati engan Suður-afríka Ríkisstjórn Suður­Afr­ íku ákvað í gær að fresta stefnuræðu forseta. Þetta tilkynnti Baleka Mbete, forseti þingsins, en sagði ekki hvenær ræðan yrði haldin í staðinn. Stjórnarandstaðan fór fram á þenn­ an frest vegna þess að greidd verða atkvæði um vantraust á Jacob Zuma forseta þann 22. febrúar næstkom­ andi. Þótti þeim ótækt að Zuma flytti ræðu sína, sem samkvæmt áætlun átti að vera á fimmtudaginn, þegar óljóst er hvort hann verði yfir höfuð forseti í mánaðarlok. Mikill þrýstingur er á Zuma að segja af sér vegna spillingarmála sem hann hefur verið sakaður um. Hefur hann nú þegar misst formannssætið í Afr­ íska þjóðarráðinu til Cyril Ramaph­ osa. Í yfirlýsingu frá stofnun Nelsons Mandela í gær sagði að stjórnvöld hefðu stolið með kerfisbundnum hætti af suðurafrísku þjóðinni. Zuma þurfi að víkja fyrr eða síðar. Þá dró einnig til tíðinda í gær þegar Jessie Duarte, varaformaður Afríska þjóðarráðsins sagði á blaðamanna­ fundi að leiðtogar flokksins myndu taka stóra ákvörðun um „alvarlegt mál“ í dag. „Við höfum rætt framtíð Jacobs Zuma og þetta mál fer fyrir yfirstjórn flokksins á miðvikudaginn [í dag],“ sagði Duarte sem vildi ekki greina frekar frá málinu og sagði einungis að það væri mikilvægt almannahagsmunum. – þea Fresta stefnuræðu Zuma Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Nordicphotos/AFp Abdulla Yameen, forseti Maldíveyja, er umdeildur. Nordicphotos/AFp Maldíveyingar hafa fengið nóg af þessari glæpsamlegu ógnarstjórn. Yameen forseti ætti að segja af sér. Mohamed Nasheed, fyrrverandi for- seti Maldíveyja Íbúafundur um borgarmál Miðvikudaginn 7. feb klukkan 20:00 í Golfskálanum Grafarholti Kaffi og kleinur í boði Allir velkomnir. Hvert stefnir Reykjavík? Jacob Zuma 7 . f e b r ú a r 2 0 1 8 M i ð v i k u d a G u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 7 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 9 -1 F F 8 1 E E 9 -1 E B C 1 E E 9 -1 D 8 0 1 E E 9 -1 C 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.