Fréttablaðið - 07.02.2018, Síða 24

Fréttablaðið - 07.02.2018, Síða 24
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 512 5439 ÞG Verk hefur á síðustu árum byggt hundruð íbúða fyrir almennan íbúðamarkað og er einn stærsti byggingaraðili íbúðarhúsnæðis á landinu. MYNDIR/ANTON BRINK ÞG Verk er í samstarfi við íslenskar arki- tektastofur en lögð er áhersla á smekklega og hagkvæma hönnun. ÞG Verk er í startholunum með að hefja uppbyggingu í Vogahverfi en það er ekki aðeins frábær staðsetning heldur er útsýnið þaðan ægifagurt. Á þessu ári mun ÞG Verk ljúka byggingu alls 363 íbúða sem verða þá tilbúnar til afhendingar til væntanlegra kaupenda. ÞG Verk hefur á síðustu árum byggt hundruð íbúða fyrir almennan íbúðamarkað og er einn stærsti byggingaraðili íbúðarhúsnæðis á landinu. „Okkar meginstarfsemi er að byggja íbúðar- húsnæði og einnig atvinnuhúsnæði til sölu eða leigu. Við erum með um 170 manns á launaskrá og á hverjum tíma milli þrjú og fjögur hundruð starfsmenn undirverk- taka sem starfa við okkar verkefni. Árlega skilum við af okkur 250- 300 fullbúnum, nýjum íbúðum til ánægðra viðskiptavina. Þar fyrir utan erum við virkir á útboðsmark- aði og erum yfirleitt með eitt til þrjú stór útboðsverk samhliða öðrum verkefnum,“ segir Örn Tryggvi Johnsen, rekstrarstjóri ÞG Verks. Fullbúnar íbúðir „ÞG Verk er tuttugu ára gamalt fyrirtæki og hefur verið rekið á sömu kennitölu allan þann tíma. Við höfum byggt gríðarlega margar íbúðir í gegnum tíðina á höfuð- borgarsvæðinu. Áhersla okkar hefur verið lögð á að byggja hagkvæmar íbúðir sem henta hinum almenna kaupanda, þar sem kaupandinn fær mikil gæði fyrir peninginn. Okkur er umhugað um að fram- leiða vandað húsnæði, hvort sem um er að ræða frágang innan- eða utanhúss. Við höfum t.d. lagt á það áherslu að einangra og klæða okkar byggingar að utan sem við teljum vera bestu og varanlegustu lausnina fyrir íslenskar aðstæður. Við skilum okkar íbúðum fullbúnum með öllum gólfefnum, innréttingum og tækjum sem hefur mælst afar vel fyrir meðal okkar kaupenda og við teljum okkur hafa verið ákveðna forgöngumenn í að bjóða slíkar íbúðir til sölu. Við leggjum okkur fram um að hafa íbúðirnar smekk- legar og vel hannaðar,“ segir Örn Tryggvi. Öll hönnun er í höndum íslenskra arkitekta. „Við erum í sam- starfi við allnokkrar arkitektastofur og höfum einnig unnið mikið með Birni Ólafs arkitekt sem er búsettur í París og er vel kunnur fyrir störf sín,“ segir Örn Tryggvi. Gæðamál – kynntu þér bygg- ingaraðilann „Okkur hjá ÞG Verki er hugleikið að íbúðakaup eru oft stærsta fjárfesting fólks á lífsleiðinni. Því teljum við mjög mikilvægt að fólk kynni sér vel hver byggði íbúðina sem það ætlar að kaupa. Við höfum frá upp- hafi lagt áherslu á að standa með okkar verkefnum og eignum, enda lykilatriði að fólk geti treyst okkur. Áreiðanleiki, gæði og notagildi eru okkar einkunnarorð og fyrirtækið kappkostar að eiga gott samstarf við viðskiptavini sína,“ segir Örn Tryggvi. Afhenda 363 íbúðir 2018 Á þessu ári mun ÞG Verk ljúka bygg- ingu alls 363 íbúða sem verða þá tilbúnar til afhendingar til væntan- legra kaupenda. „Við munum afhenda 103 íbúðir í Bryggjuhverf- inu í Reykjavík, 56 íbúðir á Selfossi, 52 íbúðir í Urriðaholti í Garðabæ, 76 íbúðir á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur og 76 íbúðir til aldraðra í Mörkinni. Þessar íbúðir eru frá 40 m2 að stærð og upp í 260 m2 svo um er að ræða breitt úrval af húsnæði,“ greinir Örn Tryggvi frá en ÞG Verk býður markvisst upp á minni íbúðir þar sem hagkvæmnin er í fyrirrúmi og hver fermetri vel nýttur. „Á Selfossi er ÞG Verk t.d. með vandað og hagkvæmt húsnæði í byggingu. Baðherbergin eru for- framleidd, sem er nýjung. Þau eru framleidd erlendis og sett inn í íbúðirnar í heilu lagi. Þetta er jafn- framt fyrsta verkefnið þar sem við bjóðum upp á rafhleðslulausnir fyrir rafmagnsbíla á lóðinni sjálfri til að auðvelda íbúum að reka slíka bíla,“ segir hann. Vogabyggð í startholunum Þá hefst senn bygging 88 íbúða í Urriðaholti og 370 íbúða í Voga- byggð, sem er eitt stærsta verkefni ÞG Verks til þessa. „Við erum einnig að byggja íbúðir fyrir eigendur IKEA í Urriðaholti en það er skemmtileg áskorun að taka þátt í að byggja fyrsta svansvottaða fjölbýlishúsið á Íslandi. Svo er stutt þar til fram- kvæmdir í Vogabyggð byrja en þar er verið að þróa iðnaðarhverfi yfir í íbúðahverfi. Þetta er frábær staður með stórbrotnu útsýni yfir Grafar- voginn og Esjuna og veðursældin er mikil,“ segir Örn Tryggvi. Atvinnuhúsnæði tilbúið á árinu Á árinu mun ÞG Verk einnig ljúka við byggingu glæsilegs atvinnu- Framhald af forsíðu ➛ húsnæðis. Um er að ræða 9.000 m2 verslunarhúsnæði við Hafnartorg og 7.600 m2 skrifstofuhúsnæði, auk fyrsta áfanga að 10.000 m2 húsnæði við Dalveg í Kópavogi. Segir Örn Tryggvi það liggja frábærlega við öllum flutningsleiðum á höfuð- borgarsvæðinu og henta því mjög vel fyrirtækjum sem eru með ein- hvers konar dreifingu á vörum. Virkir á útboðsmarkaðnum „Við hjá ÞG Verki erum einnig virkir þátttakendur á útboðsmarkaðnum og erum í raun afkastamiklir á þeim markaði, þrátt fyrir umsvif í eigin verkefnum. Við erum t.d. með verk- efni fyrir íbúðir aldraðra í Mörkinni, alls um 76 íbúðir og sjáum um frá- gang á verslunarhúsnæði fyrir Regin á Hafnartorgi. Það er margt í píp- unum og við sjáum fram á spenn- andi ár á byggingarmarkaðnum,“ segir Örn Tryggvi að lokum. Okkur hjá ÞG Verki er hugleikið að íbúðakaup eru oft stærsta fjárfesting fólks á lífs- leiðinni. Því teljum við mikilvægt að fólk kynni sér vel hver byggði íbúð- ina sem það ætlar að kaupa. Við höfum frá upphafi lagt áherslu á að standa með okkar verk- efnum og eignum, enda lykilatriði að fólk geti treyst okkur. 2 KYNNINGARBLAÐ 7 . F e B R ÚA R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RBYGGINGARIÐNAÐuRINN 0 7 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 9 -2 4 E 8 1 E E 9 -2 3 A C 1 E E 9 -2 2 7 0 1 E E 9 -2 1 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.