Fréttablaðið - 07.02.2018, Síða 27
Húsasmiðjan er rótgróið fyrirtæki en hún var stofnuð árið 1956. Fyrst í stað voru
helstu viðfangsefni fyrirtækisins
framleiðsla einingahúsa og timbur
vinnsla en fljótlega hóf Húsasmiðjan
einnig að flytja inn og selja timbur.
Allar götur síðan hefur Húsasmiðjan
þjónustað byggingariðnaðinn og
fólk í framkvæmdum og hefur verið
leiðandi í sölu í fjölda vöruflokka til
byggingariðnaðarins.
Árið 2017 var þjónusta við bygg
ingariðnaðinn aukin til muna en
síðastliðið sumar var Fagmanna
verslun Húsasmiðjunnar opnuð í
Kjalarvogi ásamt timbursölu sem er
sérsniðin að þörfum fagmannsins
og fólks í stærri framkvæmdum. Í
Fagmannaverslun Húsasmiðjunnar
eru sölumenn og ráðgjafar fyrir
timbur, glugga, útihurðir, málningu,
múrvörur og allar helstu þunga
vörur sem byggingariðnaðurinn
þarfnast. Þar fá fagmenn og fólk í
framkvæmdum ráðgjöf sérfræðinga,
tilboð í stærri verk og vöruúrval sem
er sérsniðið að þörfum byggingar
iðnaðarins.
Fagmannaverslunin býður einnig
upp á mikið úrval af verkfærum en
mikið af nýjum og spennandi vörum
er á boðstólum í þessari verslun.
„Í Fagmannaversluninni má
líklega finna fjölbreyttasta úrval
landsins af verkfærum á einum
stað. Öll vinsælustu vörumerkin
eru þar samankomin á einn stað t.d.
Hitachi, Dewalt, Makita, Festool og
Fein svo einhver séu nefnd. Þarna
geta iðnaðarmenn skoðað ólík
merki, gert samanburð á verði og
gæðum vörunnar og tekið upplýsta
ákvörðun með aðstoð söluráðgjafa.
Þetta er því sannkölluð „dóta
búð“ fagmannsins,“ segir Magnús
Magnússon, markaðsstjóri Húsa
smiðjunnar.
„Við leggjum einnig mikla áherslu
á að þjónusta málara og pípara í Fag
mannaversluninni. Hér finna mál
arar gæðamálninguna frá Jotun sem
við erum þekkt fyrir og auðvitað allt
efni og verkfæri sem þeir þarfnast.
Við erum svo með glæsilega lagna
deild fyrir pípara og sérfræðinga til
aðstoðar svo hér finnur iðnaðar
maðurinn nánast allt fyrir verkið
undir einu þaki,“ bætir hann við
og heldur áfram: „Ein nýjung sem
hefur vakið mikla ánægju viðskipta
vina okkar er að við bjóðum upp á
ókeypis merkingar á vinnufatnaði.
Iðnaðarmenn sem kaupa vinnu
fatnaðinn í Fagmannaversluninni
geta fengið hann merktan sínu
fyrirtæki. Við merkjum allt hér á
staðnum svo þetta gengur hratt og
örugglega fyrir sig.“
Vefverslun fyrir fagmenn
og fyrirtæki
Í lok síðasta árs var opnaður nýr
þjónustuvefur og vefverslun fyrir
fagmenn og fyrirtæki. „Við höfum
nú opnað fyrir reikningsviðskipti í
vefverslun fyrir fyrirtæki, iðnaðar
menn og einstaklinga í stærri fram
kvæmdum.“
Magnús segir vefverslunina fara
vel af stað og að nýr þjónustuvefur
hafi vakið mikla athygli enda auð
velt að nálgast allar upplýsingar um
viðskipti sín við Húsasmiðjuna á
einum stað. Þar geta iðnaðarmenn
og fyrirtæki nálgast allar upplýs
ingar, úttektaraðila, reikningsyfirlit
og margt fleira sem nýtist þeim í
sínum rekstri.
Magnús Magnússon markaðsstjóri segir að vefverslun Húsasmiðjunnar fari vel af stað. MYND/ANtoN BriNk
Fagmenn og fyrirtæki nýta sér í auknum mæli þá þjónustu að versla á sínum
afsláttarkjörum í vefverslun Húsasmiðjunnar. MYND/ANtoN BriNk
Í Fagmannaversluninni má skoða ólík vörumerki, gera samanburð á verði og
gæðum og taka upplýsta ákvörðun með aðstoð söluráðgjafa. MYND/SpeSSi
Sérfræðingar
Húsasmiðjunnar
í gluggum og
útihurðum
taka vel á móti
viðskiptavinum
í Fagmanna-
versluninni.
MYND/SpeSSi
Ný verslun sannkölluð
„dótabúð“ fagmannsins!
Húsasmiðjan opnaði nýja Fagmannaverslun og timbursölu í Kjalarvogi á síðasta ári og nú geta
fagmenn og fyrirtæki einnig verslað í reikning á sínum kjörum í vefverslun Húsasmiðjunnar.
Mesta byltingin í vefversluninni
er hins vegar sú að nú geta fyrirtæki
og iðnaðarmenn verslað á sínum
kjörum í reikning. „Fagmenn og
fyrirtæki eru í auknum mæli að nýta
sér þá þjónustu að versla á sínum
afsláttarkjörum í vefverslun því nú
hefur verið opnað fyrir reiknings
viðskipti og viðskiptavinur sækir
eða fær vöruna senda. Í þessu
felst talsverður tímasparnaður og
þægindi. Þó ekki sé enn hægt að
kaupa timbur og þungavörur í vef
verslun verður það hægt von bráðar
og vonum við að iðnaðarmenn,
verktakafyrirtæki og auðvitað
einstaklingar geti þá nýtt sér þessa
þjónustu til fulls,“ segir Magnús.
„Við hvetjum alla iðnaðarmenn
til að kynna sér vel vefverslun Húsa
smiðjunnar á husa.is, þar sem við
bætum nokkur hundruð vörum
í hverri viku við vöruúrvalið. Nú
þegar eru á milli 1520 þúsund vörur
fáanlegar í vefverslun á hverjum
tíma sem þó er innan við helmingur
af vöruúrvali fyrirtækisins. Ekki
verður langt í að nánast allur
vörukostur Húsasmiðjunnar verði
fáanlegur í vefverslun og verður
hún þá ein langstærsta vefverslun
landsins og þó víðar væri leitað,“
segir Magnús.
Vefverslun Húsasmiðjunnar,
husa.is, hefur fengið frábærar
viðtökur og meðal annars verið
tilnefnd vefverslun ársins tvö ár í
röð árið 2016 og 2017 af Samtökum
vefiðnaðarins sem eru fagsamtök
þeirra er starfa að vefmálum á
Íslandi.
„Vefverslun Húsasmiðjunnar
hefur notið mikilla vinsælda hjá
hinum almenna viðskiptavini en
byggingariðnaðurinn hefur ekki
verið að nýta sér þessa þjónustu
nægilega mikið hingað til. Við
sjáum hins vegar teikn á lofti og við
skipti iðnaðarmanna og verktaka
fyrirtækja fara vaxandi í vefverslun
og mun verða stór þáttur í að auka
þjónustu okkar enn frekar við bygg
ingariðnaðinn á komandi miss
erum,“ segir Magnús að lokum.
kYNNiNGArBLAÐ 5 M i ÐV i kU DAG U r 7 . F e b r úa r 2 0 1 8 BYGGiNGAriÐNAÐUriNN
0
7
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:2
7
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
E
9
-0
2
5
8
1
E
E
9
-0
1
1
C
1
E
E
8
-F
F
E
0
1
E
E
8
-F
E
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
6
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K