Fréttablaðið - 07.02.2018, Page 30
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@365.is
Vélmenni verða líklega nýtt í auknum mæli í byggingariðnaði á næstu árum.
Samt ekki þetta ferlíki. MYNDIR/NORDICPHOTOS/GETTY
Myndataka með drónum gæti sums staðar auðveldað undirbúningsvinnu fyrir byggingaframkvæmdir verulega.
Alls kyns
stafræn tól geta
auðveldað sam-
starf og upp-
lýsingaflæði.
Í grein sem birtist á vef Forbes í vikunni lýsir Nikhil Choudary, forstjóri Zenith Engineers, sem
er byggingarfyrirtæki sem starfar
í Kaliforníu í Bandaríkjunum,
þremur nýjum tækniframförum
sem hann telur að verði mjög
áhrifamiklar á allra næstu árum.
Choudary er með meistaragráðu
í byggingarverkfræði frá Mich i
gan Stateháskóla, nokkurra ára
reynslu af verktakavinnu og fylgist
vel með nýjungum í geiranum.
Choudary segir að tæknin móti
allt í veröldinni, en að byggingar
iðnaður hafi ekki fengið að njóta
mikils góðs af öllum þessum fram
förum. Hann segir að iðnaðurinn
verði að tileinka sér nýja tækni
til að auka sjálfvirkni og minnka
þörfina fyrir vinnuafl. Choudary
segir að á síðustu fimm árum hafi
komið fram byltingarkennd ný
tækni sem geti aukið skilvirkni
verulega í byggingariðnaði og
hún eigi eftir að hafa mikil áhrif á
næstu árum.
Vélmenni til að auka afköst
Byggingariðnaður kostar sérlega
mikið vinnuafl og þar sem bygg
ingarsvæði eru opin og síbreytileg
hefur reynst erfiðara að innleiða
vélmenni þar en við færibönd í
lokuðum verksmiðjum.
En sum störf í byggingargeir
anum, eins og að leggja múrsteina,
snúast að miklu leyti um endur
tekningar og kosta mikið vinnuafl.
Þar geta vélmenni komið að gagni.
Ekki til að koma í staðinn fyrir
múrara, heldur til að auka afköst
þeirra. Nýting vélmenna gæti
lækkað kostnað og tryggt bæði
gæði og nákvæmni.
Fyrirtækið Construction
Robotics hannaði nýlega hálf
sjálfvirkt múraravélmenni sem
kallast SAM100 og er á almennum
markaði. Vélmennið vinnur með
múrara og getur margfaldað afköst
hans.
Vélmenni sem geta unnið með
okkur mannfólkinu gætu bætt
vinnuumhverfið, fækkað slysum og
flýtt fyrir framkvæmdum.
Myndataka með drónum
Choudary segir að góð greining
á vinnusvæði sé nauðsyn
legur grundvöllur byggingarfram
kvæmda. En sums staðar, sérstak
lega í þróunarlöndum, er skortur
á góðum gervihnattamyndum
og meiri þörf fyrir vinnuafl til að
safna upplýsingum um svæði.
Breytingar í byggingariðnaði
Þrátt fyrir hraðar tækniframfarir í heiminum undanfarin ár hefur byggingariðnaður breyst lítið. En
það eru að minnsta kosti þrjár nýlegar tækninýjungar sem gætu haft mikil áhrif á næstu árum.
Hafðu samband í síma 412 5040 eða á sala@bmvalla.is
Fagmenn okkar
ráðleggja þér með val
á réttu efnunum.
Hægt að fylla á flotsíló á meðan dæling fer fram og tryggir það góð afköst.
Nú getur þú fengið flot í bestu
gæðum hjá BM Vallá auk fyrsta
flokks þjónustu við verkið.
Mikil afköst og hagkvæmur kostur
í stórar og litlar framkvæmdir.
Nýtt gæðaflot
frá BM Vallá
Góð myndataka með dróna
gæti því sparað mikinn tíma við
mælingar og undirbúningsvinnu.
Með dróna væri hægt að taka
tví og þrívíðar myndir og safna
miklu magni af upplýsingum á
skömmum tíma. Með því að nýta
hnitakerfi dróna er líka hægt að
ná mikilli, jafnvel fullkominni,
nákvæmni í mælingum. Choudary
spáir því að á allra næstum árum
aukist nákvæmnin í myndatöku
með drónum og hún verði notuð í
auknum mæli í byggingariðnaði.
Stafræn verkfæri auðvelda
samstarf
Choudary segir að stór hluti af
byggingargeiranum noti enn þá
skjalamöppur, Excelskjöl, faxvélar
og síma til að skiptast á upplýs
ingum. En það eru ýmis stafræn
verkfæri til staðar sem auðvelda
samstarfsverkefni, sérstaklega þar
sem margir ólíkar aðilar vinna
saman að einu verkefni. Sum
þeirra bjóða líka upp á að öll gögn
sem tengjast sama verkefninu séu
geymd á miðlægum grunni sem
allir geta nálgast.
Choudary segir að það segi sig
sjálft að byggingargeirinn verði að
nýta byltinguna sem hefur orðið
í stafrænni upplýsingamiðlun til
að þróast áfram. Hann segir að
iðnaðurinn sé að tileinka sér þessa
tækni hratt og að þau fyrirtæki sem
aðlagist ekki þessum breytingum
hætti fljótt að vera samkeppnis
hæf.
8 KYNNINGARBLAÐ 7 . f E B R úA R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RBYGGINGARIÐNAÐuRINN
0
7
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:2
7
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
E
9
-0
2
5
8
1
E
E
9
-0
1
1
C
1
E
E
8
-F
F
E
0
1
E
E
8
-F
E
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
6
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K