Fréttablaðið - 07.02.2018, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 07.02.2018, Blaðsíða 42
Nýr seðlabankastjóri segir efnahaginn traustan Jerome Powell sór á mánudag embættiseið sem nýr bankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna. Miklar lækkanir á hlutabréfamarkaði vestanhafs vörp- uðu nokkrum skugga á athöfnina en Powell sagðist myndu fylgjast gaumgæfilega með öllum hættumerkjum á mörkuðum. Engu að síður sagði hann bandarískan efnahag standa traustum fótum. Atvinnuleysi mældist lítið, hagkerfið yxi hratt og verðbólgan væri sögulega lág. NORDICPHOTOS/GETTY Það hefur ekki farið fram hjá neinum að í heiminum hefur orðið bylting – þar sem alda- löng þöggun um kynbundna kúgun og ofbeldi hefur loks verið rofin. Byltingin MeToo hefur haft víðtæk áhrif og gerðist m.a.s. svo fræg að vera kosin „Maður ársins“ á dög- unum. Byltingin hefur fengið konur í nær öllum atvinnugreinum og þjóðfélagshópum til að opna sig og deila með okkur sínum sögum. Við lesturinn hefur maður áttað sig á því hvað kúgunin og ofbeldið hefur lengi viðgengist og verið seigt mein í menningunni. Risastórt graftarkýli sem við áttum alveg eftir að sprengja. Engin kaffistofa hefur farið var- hluta af umræðunni og vonandi ekk- ert stjórnarherbergi. Ég hef átt mörg lærdómsrík samtöl en þó hef ég líka orðið fyrir stórkostlegum von- brigðum með hóp fólks sem gerir lítið úr byltingunni og vægi hennar. Talar um að nú sé daðrið dautt og það „megi ekkert lengur“. Það er nákvæmlega viðhorfið sem fékk mann til að bíta á jaxlinn í öll þessi ár í stundum fáránlegum aðstæðum. Hvort sem það var þegar klipið var í brjóst manns og rass á gengil- beinuárunum, óþægilegu klám- brandararnir sem voru látnir fjúka á viðskiptafundum eða þegar maður var króaður af til að láta þefa af sér í lyftu (já, ég veit), eða þegar maður var orðinn framkvæmdastjóri bygg- ingafyrirtækis á stórum fögnuði með öðrum (karl)stjórnendum í brans- anum. Mín viðbrögð? Engin. Beit bara á jaxlinn og hef forðast slíkar samkomur síðan. En hvaða áhrif hefur þetta í raun haft á mig sem stjórnanda í karllæg- um bransa? Og öllu heldur, hvaða áhrif hefur þetta haft á mínum og þínum vinnustað? Hefur vinnu- staðurinn þinn og bransinn farið í naflaskoðun? Hvernig getum við nýtt þessa byltingu til þroska og lærdóms? Hvaða ætla stjórnendur að gera til að tryggja breytingar? Um þetta fjallar FKA-ráðstefnan í dag. Þar koma saman konur og menn til að skera á þetta graftar- kýli og vinna að úrbótum. Þar stíga fram ábyrgir menn eins og Guðni Th. Jóhannesson forseti og Gestur Pálmason, sem fer fyrir hreyfingu karlmanna sem kalla sig #egertil og vilja axla ábyrgð gegn kynbundnu ofbeldi. Svo ekki sé minnst á flottu kvenstjórnendurna sem stíga fram og kynna fyrir okkur hvernig þær ætla að tryggja að byltingin skili raunverulegum árangri á sínum vinnustað. Það er nefnilega hárrétt. Það má ekkert ofbeldi lengur. Sorrí með okkur. Byltingin lifi. Má ekkert lengur!? Brynhildur S. Björnsdóttir framkvæmda- stjóri GG Verks, og FKA-félags- kona Nú liggur fyrir Alþingi f j á r m á l a s t e f n a nýrrar ríkisstjórn-ar. Lykilforsenda hennar er áfram-haldandi óslitinn hagvöxtur fram til ársins 2022 og að núverandi hagvaxtarskeið nái hið minnsta ellefta aldursári. Að meðaltali hafa hagvaxtarskeið á Íslandi enst í sex til sjö ár. Þrátt fyrir þessa bjartsýnu forsendu er gert ráð fyrir því að afgangur af rekstri hins opinbera verði að jafnaði rétt ríflega 1% af landsframleiðslu á tímabilinu, sem seint telst ábyrg stefna. Uppsveiflur taka nefnilega enda. Endir þeirra er sjaldnast fyrirséður og því er ábyrgðarleysi að sýna ekki aga á uppgangstímum vitandi að slíkt margborgar sig þegar harðnar á dalnum. Fjármálastefnan er nú sett fram í kjölfar mikils uppgangs, tekjustofnarnir eru þandir og hafa aldrei verið meiri. Fyrirhugaður afgangur er aftur á móti agnarsmár, 1% af landsframleiðslu er aðeins um 26 milljarðar en til samanburðar hafa fjárheimildir ríkissjóðs fyrir árið 2017 þegar vaxið um svipaða upphæð frá upphaflegum áætl- unum. Enn eigum við þó eftir að sjá endanlegan ríkisreikning fyrir 2017 en þar má gera ráð fyrir nokk- urri aukningu útgjalda til viðbótar. Í aðdraganda bankahrunsins 2008, árin 2004-2007, nam afgangur hins opinbera 5% af landsframleiðslu og varð það ein af lífsbjörgum okkar Íslendinga hversu lítið skuldsettur ríkissjóður var. Þrátt fyrir áform um niðurgreiðslu skulda verða skuldir enn talsvert meiri 2022 en þær voru við lok síðustu uppsveiflu. Það er óábyrg stefna að búa ekki betur í haginn. Stöðva ekki umframkeyrslu Vonir hafa verið bundnar við að ný lög um opinber fjármál, sem setja hallarekstur og skuldsetningu hins opinbera ákveðnar skorður, muni stuðla að auknum aga í fjármála- stefnu hins opinbera. Með lögunum er lögð áhersla á langtímahugsun og bætt vinnubrögð. Slík lagasetning er skref í rétta átt og skynsamleg nálg- un en því miður eru lögin ekki nægi- lega vel útfærð. Þau ná hvorki að hemja útgjaldavöxt á góðæristímum né kerfislega aukningu fjárheimilda frá framlagningu frumvarps til end- anlegs ríkisreiknings. Ekki er komin endanleg niðurstaða fyrir útgjöld ársins 2017 en þó er ljóst að þau verða umfram fjárheimildir á sama tíma og fjármálastefnan er þenslu- hvetjandi. Flest þróuð ríki sem styðjast við afkomureglu leiðrétta fyrir hagsveiflunni, enda er auð- veldara að fylgja einfaldri afkomu- reglu þegar tekjustofnar þenjast út. Þannig er tryggt að aðhalds sé gætt á uppgangstímum en að slakinn sé meiri í niðursveiflu. Á meðan lítil áhersla hefur verið á aðhald eða mikilvægi þess að draga úr opinberum umsvifum, sem eru ein þau mestu meðal OECD-ríkja, skapast ekki rými til skattalækk- ana. Það er einnig óábyrg stefna að festa Ísland í sessi sem háskattaríki. Eftir 2008 voru skattar hækkaðir, þær skattahækkanir standa flestar óhreyfðar nú næstum áratug síðar. Í fjárlagafrumvarpi 2018 eru frekari skattahækkanir boðaðar en engar skattalækkanir, sem er miður. Síðustu ár hefur verið forgangs- raðað til heilbrigðis- og mennta- mála og hafa útgjöld til mála- flokkanna aukist verulega umfram önnur útgjöld ríkisins. Enn er þó krafist aukinna framlaga til þess- ara málaflokka og er það skiljan- legt enda viljum við öll hafa slíka grunnþjónustu sem besta. Það blasir þó við að vandamálið er ekki skortur á fjármagni. Tækifærin hljóta að vera fólgin í því að auka skilvirkni og forgangsraða betur innan núverandi útgjalda ramma. Slíkt myndi um leið skila betri nýt- ingu á skattfé landsmanna. Standi vilji stjórnvalda til að minnka álögur á almenning þarf að halda aftur af útgjöldum en lítið fer fyrir slíkum sjónarmiðum. Það virðist hins vegar vera samstaða um það á Alþingi að halda skattprósentum í botni í gegnum alla uppsveifluna. Einhverjir stjórnmálamenn ætla síðan að lækka skatta í næstu nið- ursveiflu. Af fenginni reynslu vitum við að það er útópísk hugmynd. Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnu- lífsins Enginn fyrirvari Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi for- sætisráðherra, fór um víðan völl þegar Kristján Kristjánsson ræddi við hann á Bylgjunni síðasta sunnudagsmorgun. Þegar talið barst að yfirstandandi söluferli Arion banka og möguleikanum á því að lífeyrissjóðir kaupi hlut í bank- anum sagði Þorsteinn varla hægt að hugsa sér betri fjárfesta en sjóðina. Þeir væru afar traustir og ábyggilegir. Það væri „mikils virði“ fyrir banka að hafa slíka fjárfesta. Kristján hefði mátt taka það fram – svo ekki færi á milli mála – að Þorsteinn er stjórnar- formaður Kviku banka, sem er ein- mitt ráðgjafi Kaupþings í söluferlinu. Forstjórinn mætir Fulltrúar og ráð- gjafar bandaríska fjárfestingar- félagsins Yucaipa, stærsta hluthafa Eimskips, hafa að undanförnu fundað með fjárfestum og kannað áhuga þeirra á kaupum á allt að fjórðungshlut sínum í skipafélag- inu. Nokkra athygli hefur vakið að sjálfur forstjóri Eimskips, Gylfi Sigfús- son, hefur látið sjá sig á umræddum fjárfestakynningum. Það hefur vakið spurningar um hvort mögulega aðrir hluthafar, sem skoða sölu, geti einnig fengið forstjórann á sína fjárfesta- fundi. Endurskoðar fjármálakerfið Á meðal þeirra sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað í starfshóp sem á að vinna hvítbók um framtíðarsýn fjármálakerfisins er hagfræðingurinn Kristrún Tinna Gunnarsdóttir. Krist- rún starfar hjá ráðgjafarfyrirtækinu Oliver Wyman í Svíþjóð en fáir muna eflaust eftir því að umrætt fyrirtæki vann árið 2014 skýrslu um íslenska bankakerfið að beiðni Samtaka fjármálafyrirtækja. Var það mat fyrir- tækisins að bankakerfið væri mun dýrara í rekstri en bankar annarra nor- rænna landa og að nauðsynlegt væri að ráðast í „róttæka“ uppstokkun á fjármálakerfinu. Starfshópurinn mætti kannski dusta rykið af um- ræddri skýrslu. Skotsilfur 7 . f e b r ú a r 2 0 1 8 M I Ð V I K U D a G U r10 markaðurinn 0 7 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E E 8 -E 9 A 8 1 E E 8 -E 8 6 C 1 E E 8 -E 7 3 0 1 E E 8 -E 5 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.