Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Side 4

Víkurfréttir - 30.08.2017, Side 4
4 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222 Netverslun – lyfja.isLyfja Reykjanesbæ – opið fimmtudaginn 31. ágúst til kl. 22 Meikar þú lægra verð á snyrtivörum? Dagana 31. ágúst til 3. september bjóðum við til snyrti- vöruveislu þar sem þú færð ilmi og allt sem vantar í snyrtiveskið með 25% afslætti. Líttu inn til okkar og finndu uppáhaldsmerkin þín á frábæru verði. 25% afsláttur AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM 20% LJÓSA- NÆTUR- TILBOÐ TÍSKUSÝNING LAUGARDAGINN KL. 16:00. OPNUNARTÍMI : MIÐVIKUDAG TIL LAUGADAGS FRÁ KL. 10:00 - 22:00. SUNNUDAG FRÁ KL.13:00 - 18:00. Kóda 3*12 Ljósanæturtilboð 20% AFSLÁTTUR Opið Miðvikudag til Laugardag 10 til 10 Sunnudag 13 til 18 ■ Sigga Dögg kynfræðingur heldur í gamlar hefðir þegar kemur að Ljósanótt og væri til í að sjá pop- up markaði sem íbúar myndu sjá um ásamt hverfishátíðum til þess að dreifa traffíkinni í bænum betur. Við spurðum Siggu aðeins út í hvað hún ætlar að gera á Ljósanótt. „Ég verð með fjölskyldunni minni á röltinu og við munum fara á Litlu ljósmyndasýninguna á Soho sem maðurinn minn er með. Svo munum við auðvitað kíkja í kjötsúpu, kandíf- loss og hoppukastala niðri í bæ og gott ef við reynum ekki að ná Emmsjé Gauta líka. Annars ráða börnin því oftast hvað við náum að komast yfir en við reynum líka alltaf að kíkja á það nýjasta hjá Línu Rut og Sossu.“ Er eitthvað sem þú gerir á hátíðinni á hverju ári? „Ég fer alltaf til Særúnar frænku í gamla bænum í kvöldverð og fjöl- skylduhitting á laugardeginum, svo röltum við á tónleikana. Síðan er það alltaf markmið að ná flugeldasýning- unni en ég og börnin erum einstaklega kvöldsvæf svo það gengur stundum og stundum ekki.“ Hvað finnst þér vanta á Ljósanótt? „Ég myndi vilja sjá hverfin taka sig saman með hverfishátíðir þannig að traffíkin myndi dreifast meira um bæinn. Þá fyndist mér skemmtilegt að hafa þar t.d. pop-up markað íbúa þar sem gæti blandast saman bílskúrssala, bakstursbazar og jafnvel list, en mér finnst tónleikarnir í gamla bænum frábær hugmynd og gott framtak. Ég myndi jafnvel líka vilja sjá „Litlu Ljósanótt“ fyrir yngri börn með inni viðburðum og vinnusmiðjum. Fyrir tveimur árum var alls konar matur í boði niður í bæ sem ég hef ekki séð áður og mér fannst það snilld. Það væri frábært ef Ljósanótt væri einn- ig hátíð matarbílanna og jafnvel væri hægt að gera veitingastaðamarkað líkt og Krás var í Fógetagarðinum í Reykjavík.“ Kjötsúpa, kandífloss og hoppukastali ●● Sigga●Dögg●kynfræðingur●heldur●í●gamlar●hefðir●á●Ljósanótt●og● sleppir●helst●ekki●flugeldasýningu LJÓSANÓTT 2017 Siggu „selfí“ frá strand- leiðinni í Keflavík. Sigga Dögg fer til Særúnar frænku sinnar sem fékk Jón Jónsson í heimsókn í fyrra.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.