Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Qupperneq 18

Víkurfréttir - 30.08.2017, Qupperneq 18
18 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222 ■ Hjómsveitin Pandóra kemur fram á tónleikunum „Heima í gamla bænum“ á Ljósanótt. Tón- leikar Pandóru fara fram í Rokk- safni Rúnars Júlíussonar. Pandóra var stofnuð árið 1988 og voru allir meðlimir í Fjölbrautaskóla Suður- nesja á þeim tíma. Í upprunalegu hljómsveitinni voru þeir Björn Árnason, bassa- og hljómborðs- leikari, söngvarinn Sigurður Eyberg Jóhannesson, gítarleikarinn Þór Sigurðsson og Júlíus Guðmundsson, trommuleikari. Hljómsveitin var áberandi í tónlistarlífi Suðurnesja um 1990 og ól af sér hljómsveitina Deep Jimi and the Zep Creams, sem reyndi fyrir sér á erlendum markaði. „Björn Árnason kemur ekki fram með okkur á þessum tónleikum en Magnús Þór Einarsson spilar með okkur. Hann kom síðar inn í hljómsveitina í staðinn fyrir Björn á bassann,“ segir Sigurður Eyberg, söngvari Pandóru. „Við höfum hist af og til. Magga hef ég ekki hitt í um 25 ár. Hann býr í Banda- ríkjunum og kemur einnig fram með Ofris svo það verður nóg að gera hjá honum. „Þetta eru svolítið fyndnar og blendnar tilfinningar. Þetta er eins og að hitta sjálfan sig fyrir 30 árum. Það er búið að vera mjög gaman hjá okkur að hittast og fara yfir þetta.“ Er ekkert mál að taka þessi lög aftur? „Nei það eiginlega bara svolítið fyndið. Maður fer að skilja þegar gamla fólkið er búið að gleyma öllu sem gerist í dag en man það sem gerðist þegar Eins og að hitta sjálfan sig fyrir 30 árum ●● Röddin●er●í●toppformi,●eins●og●eðalvín●sem●verður●betra●með●árunum,“●segir●Sigurður●Eyberg,●söngvari●Pandóru●sem● kemur●fram●á●tónleikunum●„Heima●í●gamla●bænum“●á●Ljósanótt Hljómsveitin Pandóra árið 1990 Magnús Einarsson bassaleikari og Þór Sigurðsson gítarleikari Sigurður Eyberg söngvari og Júlíus Guðmundsson trommari í húsnæði Geimsteins. það var 15 ára. Þetta virðist vera svipað, sumt virðist vera límt þarna en þetta rifjast mjög auðveldlega upp.“ Eru einhver áform að koma eitthvað meira fram eða verður þetta bara einstakur viðburður? „Ég held að þetta verði bara ein- stakur viðburður. Magnús er í Bandaríkjunum og því ekki oft á landinu. Þetta á að vera eins konar „walk down memory lane“. Við komum svo einu sinni fram í Rokksafni Rúnars Júlíussonar, þannig þetta verður lítið og skemmtilegt. Þór sagði að þetta verði eins eins konar Cavern stemming eins og Bítlarnir voru í gamla daga. Það er ekki komin hugmynd um að koma fram aftur.“ Sigurður er aðal söngvarinn en hinir ætla að vera duglegir að syngja líka. „Röddin er alveg í toppformi. Hún er bara eins og eðalvín, verður bara betri með árunum,“ segir Sigurður. „Maður fer að skilja þegar gamla fólkið er búið að gleyma öllu sem gerist í dag en man það sem gerðist þegar það var 15 ára“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.