Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Blaðsíða 64

Víkurfréttir - 30.08.2017, Blaðsíða 64
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001 S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir Vonandi verður enginn í fýlu á Ljósanótt. Mundi GLEÐILEGA LJÓSANÓTT FÁÐU MEIRA MEÐ NÝJUM NISSAN QASHQAI • Nýtt útlit • Ný tækni • Ný innrétting Nú er Nissan Qashqai, einn vinsælasti sportjeppi landsins til margra ára, kominn í nýrri og breyttri útgáfu. Nýtt útlit, ný innrétting og nýjar skemmtilegar tæknilausnir sem auka ánægju og akstursöryggi. VERÐ FRÁ: 3.550.000 KR. E N N E M M / S ÍA / N M 8 3 7 2 7 N is s a n Q a s h q a i 2 0 3 x 3 4 5 V F l jo s a n o o o *M ið að v ið u pp ge fn ar tö lu r f ra m le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tr i. GE bílar - Umboðsaðili BL Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 WWW.GEBILAR.IS SÍMI 4200400 LOKAORÐ Örvars Kristjánssonar Ljósanótt í fýlu Það líður senn að stórglæsilegu há- tíð okkar bæjarbúa Ljósanótt og það verður að viðurkennast að oft hefur tilhlökkunin verið mun meiri. A.m.k. hjá undirrituðum. Þrátt fyrir mikinn uppgang í bænum okkar og jákvæð teikn á mörgum sviðum þá svífur hér yfir dökkt og mengandi ský sem heitir United Silicon. Verksmiðjan stór-gall- aða hefur verið mikið á milli tann- anna á fólki síðan hún tók til „starfa“ og sá fnykur/mengun sem berst frá henni hefur reitt flesta (ef ekki alla) íbúa bæjarfélagsins til mikillar reiði. Íbúar troðfylltu Stapann í síðustu viku og mótmæltu verksmiðjunni hástöfum og það virðist vera þver- pólitísk samstaða meðal bæjarbúa að vilja þessa verksmiðju burt. Það má heldur ekki gleyma því að flestir þeir sem sóttu hvað harðast í að reisa þessa verksmiðju eru eflaust jafn vonsviknir og aðrir íbúar yfir öllu þessu „klúðri“ og viðvaningshætti sem hefur ein- kennt rekstur verksmiðjunnar frá upphafi. Mörgum finnst nú vera alveg nóg komið og hafin er fjársöfnun til þess að standa straum af málsóknum gegn fyrirtækinu. Reiðin í bæjarfélag- inu hefur stigmagnast og er að ná há- marki, nú þegar tekið er að hausta og Ljósanótt er að ganga í garð. Það ætti frekar að vera gleði og eftirvænting hjá bæjarbúum en svo er nú aldeilis ekki hjá mörgum. Stóra spurningin er hvaða vindáttir verða um helgina þegar Ljósanótt gengur í garð, verðum við heppin eða óheppin? Það eina já- kvæða sem ég sé við það að stækjan verði hér ríkjandi um helgina er sú að þá getur utanbæjarfólk fundið lyktina/ mengunina uppá eigin spýtur. Margir nefnilega sem telja þetta helvítis væl í okkur fyrir sunnan. Viðurkenni það fúslega að í upphafi taldi ég persónu- lega fólk vera að „ýkja“ þessa upplifun sína stórlega af þessari mengun (enda bý ég í Mekka bæjarins, I-Njarðvík þar sem lyktin er alltaf góð) en góður félagi minn bauð mér í heimsókn fyrir einhverjum vikum síðan út í ákveðið hverfi Keflavíkurmegin, lyktin og stækjan fóru fram úr mínum viltustu draumum í ógeðisstuðlum. Fékk í rauninni smá sjokk, þetta var alls ekki boðlegt og mun verra en grunur lék á. Það er samt til slatti af fólki sem hefur ekki fundið þessa lykt, það vekur undrun mína en ég ætla samt alls ekki að rengja það. En lyktin er ekki það versta svo sem heldur öll þau heilsu- spillandi áhrif sem verksmiðjan hefur á fólk og skepnur. Baráttan gegn Uni- ted Silicon og óánægjan mun eflaust halda áfram enda sér maður ekki fram á að United Silicon sé unnt að koma með viðunandi úrbætur úr þessu. En við ætlum samt ekki að láta þetta á okkur fá um helgina og Ljósanótt mun ganga sinn vanagang, dagskráin í ár er glæsileg og bæjarbúar geta verið stoltir af þessari hátíð. Munum bara að koma með góða skapið – vel klædd og með klemmu fyrir nefinu ef þann- ig vindátt er í kortunum. Spái því að við verðum heppin, veðrið leiki við okkur og hátíðin fari að vanda vel fram. Gleðilega hátíð kæru bæjarbúar, gangið hægt um gleðinnar dyr!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.