Víkurfréttir - 30.08.2017, Qupperneq 26
26 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR
FRÉTTAVAKT ALLAN
SÓLARHRINGINN
Í SÍMA 898 2222
Hvað heitir háskólinn sem þú stundar
nám við og hvað heitir liðið ykkar?
„Skólinn heitir Nicholls State Univer-
sity og liðið heitir Colonels.“
Hvernig hefur liðinu ykkar gengið?
„Liðið hefur alltaf verið um miðja eða
neðri hluta deildarinnar en í fyrra
vorum við bara einu marki frá því
að komast í úrslitin. Liðið er búið að
styrkjast mjög mikið á undanförnum
árum og er bara á uppleið.“
Er undirbúningstímabilið ykkar öðru-
vísi en hér á Íslandi?
„Já, það er allt öðruvísi. Hérna úti er
það einungis í þrjár vikur en á Íslandi
er undirbúningstímabilið nánast allan
veturinn. Við æfum tvisvar til þrisvar
sinnum á dag og hver æfing er aldrei
undir tveimur tímum og svo bætast
æfingaleikir og fitness próf inn líka.
Það er mikið lagt upp með liðsheild-
ina og því nýta þjálfararnir tímann
utan æfinga í að þjappa liðinu saman,
þannig að það er stíft prógramm alla
daga á undirbúningstímabilinu. Æf-
ingarnar eru mjög krefjandi, sérstak-
Elísabet er
þriðja frá
vinstri ásamt
liðsfélögum
sínum.
Erfitt að fara úr mömmu og pabba koti
■Henni fannst örlítið erfitt að fara úr mömmu og pabba koti í nýtt land en mælir hiklaust með því að fara
erlendis í nám. Töluverður munur er á undirbúningstímabilinu í Bandaríkjunum og hérlendis, tveggja
til þriggja tíma æfingar á hverjum degi ásamt æfingjaleikjum og þolprófum. Elísabet svaraði nokkrum
spurningum um námið og lífið í Bandaríkjunum.
lega þegar hitinn og rakinn bætist inn
í. Maður þarf að vera extra duglegur
að drekka vatn og huga að hvíldinni.“
Hver er munurinn á fótboltanum í
Bandaríkjunum og á Íslandi?
„Það fer mikið eftir því hvar þú spilar
en í mínu tilviki erum við sjö stelpur
sem komum frá mismunandi löndum,
t.d. Noregi, Ástralíu og Finnlandi og
hjálpar það mikið þegar kemur að
skilningi og reynslu. Það er mjög stórt
stökk fyrir margar að koma í háskóla-
boltann hérna úti og tekur oft smá
tíma að aðlagast hraðanum. Flestir
leikmenn í minni deild eru mjög
hraðir en þá vantar tækni og skiln-
ing. Báðir þjálfararnir okkar koma frá
Englandi og hafa þeir verið að vinna
mikið með tækni og leikskilning sem
hefur hjálpað liðinu til muna.“
Við hvað stundar þú nám og er það
krefjandi?
„Ég byrjaði nám í viðskiptafræði
stjórnun en er búin að skipta yfir í
tölvunarvísindi með stærðfræði sem
er í raun með sama grunn. Það er
rosalega mikið um verkefnaskil og
ritgerðir í þeim áföngum sem ég hef
tekið og það hjálpar mér persónulega
mikið þar sem ég er með mikinn próf-
kvíða. Það er auðvitað munur að þurfa
að læra allt á ensku en það hjálpar
gífurlega hvað allir eru hjálpsamir og
skilningsríkir hérna úti, bæði kenn-
arar, þjálfarar og nemendur. Námið
sjálft er mjög krefjandi en ég sá strax
að maður þarf að vera rosalega skipu-
lagður til að geta sinnt náminu og fót-
boltanum 150%. Við ferðumst mikið
svo við missum mikið úr skóla og það
getur stundum verið mjög strembið.“
Er hópurinn sem þú spilar með sam-
rýmdur?
„Mjög svo. Ég fann um leið og ég kom
hingað hvað allir eru opnir og tilbúnir
að hjálpa öllum. Við eyðum svo ótrú-
lega miklum tíma saman að það er
mjög mikilvægt að vera með góða
liðsheild. Við erum allar mjög góðar
vinkonur sem er auðvitað bara plús í
þessu öllu.“
Mælir þú með því að fara út til Banda-
ríkjanna og spila fótbolta?
„Alveg klárlega. Ég var svo heppin að
fá skólastyrk sem gefur mér það tæki-
færi að stunda háskólanám og spila
fótbolta. Fyrir utan námið þá er þetta
góð reynsla og ævintýri. Það var erfið
breyting fyrir mig að fara úr mömmu
og pabba koti yfir í land sem ég vissi
ekkert um og þurfa að sjá um mig sjálf
en það var einnig þroskandi og eitt-
hvað sem ég þurfti alveg á að halda.
Þetta er líka bara svo ógeðslega gaman
í þokkabót.“
●● Grindvíkingurinn●Elísabet●Ósk●Gunnþórsdóttir●spilar●knattspyrnu●í●Bandaríkj-
unum●og●stundar●nám●við●Nicholls●State●háskólann
Elísabet
er önnur
til vinstri
ásamt líð-
félögum
sínum eftir
sigurleik.
Til vinstri
má sjá hana
í leik með
Grindavík.
Hvað ætlarðu að gera á Ljósanótt?
„Ég ætla að kíkja niður í bæ á stemninguna með fjöl-
skyldu og vinum og ætli maður láti ekki sjá sig á Ljósa-
næturballinu um kvöldið.“
Er eitthvað sem þú gerir á hátíðinni á hverju ári?
„Vaninn er að fara niður í bæ og skella sér í eina eða
tvær ferðir í fallturninum, svo borðar maður með fjöl-
skyldunni, horfir á flugeldasýninguna og gerir eitthvað
skemmtilegt eftir það.“
Hvað finnst þér vanta á Ljósanótt?
„Stóru amerísku tívolítækin sem voru fyrir nokkrum
árum. Ég mun seint gleyma þeirri Ljósanótt.“
Hvaða viðburði ætlarðu að kíkja á?
„Ég ætla að kíkja í Gallerí, uppáhalds búðina mína, en
þar er alltaf stemning á Ljósanótt, afslættir og léttar
veitingar í boði. Ég ætla líka á listasýningar. Svo kíkir
maður kannski á Valdimar á Paddys á föstudeginum og
mögulega á Ljósanæturballið á laugardeginum.“
Vill amerísku tívolítækin aftur
●● Hjúkrunarfræðineminn●Hildigunnur●Gísladóttir●skellir●sér●á●
listasýningar●og●léttar●veitingar●í●Gallerí●á●Ljósanótt
LJÓSANÓTT 2017