Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Qupperneq 54

Víkurfréttir - 30.08.2017, Qupperneq 54
54 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222 Loddugangan bönnuð innan 18! Regnblaut bæjarhátíð Loddugangan nýtur ávallt vinsælda á Sandgerðis- dögum en þar fara bæjarbúar og gestir, sem náð hafa 18 ára aldri, í fróðlegan göngutúr um Sand- gerði. Stoppað er víða á leiðinni þar sem sagðar eru sögur frá fyrri tímum úr Sandgerði og boðið upp á veitingar fyrir fullorðna. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Loddugöngunni sl. föstudag. Þar sagði m.a. Axel Jónsson frá Nonna og Bubba í Sandgerði og Hafdís Garðarsdóttir sagði frá Rauða kross húsinu í Sandgerði. Fleiri tóku til máls, enda frá mörgu að segja. Sandgerðisdagar fóru fram í síðustu viku en hátíðin náði hámarki sl. laugardag. Veðurguðirnir þurftu einnig að ná ákveðnu hámarki þann dag og skvettu talsverðri vætu og vindi úr suð-austri og svo suð-vestri. Bæjarbúar og gestir létu það ekki á sig fá og klæddu sig eftir veðri og nutu skemmtilegrar dagskrár. Myndirnar tók Hilmar Bragi á hátíðarsvæðinu á laugar- daginn þegar hinn hafnfirski Jón Jónsson tróð upp. Hann sagði Sand- gerðinga vera hreystimenni og átti von á að aðeins væru þrír á hátíð- arsvæðinu, því veðrið var svo blautt og leiðinlegt. Norðurbær - Suðurbær Lið Norðurbæjar sigraði lið Suðurbæjar eftir bráðabana í vítakeppni. Liðin höfðu endað jöfn að stigum, hvort lið vann einn leik og sá þriðji endaði með jafntefli. Margir veltu því fyrir sér á meðan keppninni stóð hvort leikmenn beggja liða hafi fitnað svona mikið frá því á sama tíma fyrir ári. Því er til að svara að liðin fengu víst búninga í minni númerum er í fyrra og það skýrir bumburnar sem voru meira áberandi í ár en oft áður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.