Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Síða 42

Víkurfréttir - 30.08.2017, Síða 42
42 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222 Söngvaskáld á Suðurnesjum höfðu veg og vanda af dagskránni en þau hafa kynnt tónlistararf Suðurnesja- manna fyrir fullu húsi undanfarin ár. Dagný Gísladóttir sagði frá tónlist og lögum þeirra systkina en tónlistar- flutningur var í höndum Arnórs B. Vilbergssonar og Elmar Þórs Hauks- sonar. Að sögn Dagnýjar kom þessi góða þátttaka þeim í opna skjöldu en ekki komust allir inn í Kirkjuvogskirkju þar sem dagskráin hófst. „Því miður komust ekki allir inn í kirkjuna og þó var hún svo þétt setin að setið var við grátur og á gólfi,“ sagði Dagný en hún sagði frá uppvexti og tónlistarferli systkinanna sem verður að teljast einstakur. „Það var gaman að segja frá því að tónlistin var rík í fjölskyldu þeirra systkina en Fríða móðir Vilhjálms söng með kirkju- kór Kotvogskirkju um árabil og Vil- hjálmur faðir þeirra spilaði á nikku. Móðir þeirra rak jafnframt bókasafnið á staðnum og þegar Vilhjálmur var 10 ára hafði hann lesið allan bókakostinn og flokkað hann.Það er vel við hæfi enda var hann alltaf mikið textaskáld og má þar nefna textann við lagið skýið sem Björgvin Gíslason samdi svo fallegt lag við eftir hans dag.“ Ellý var byrjuð að syngja opinber- lega þegar Vilhjálmur var aðeins 8 ára gamall en þau sungu inn á nokkrar plötur saman sem í dag eru orðnar sígildar. Að sögn Dagnýjar var Ellý uppátækjasöm. „Hún átti til að mynda apann Bongo sem hún flutti inn ólöglega en sá api vann sér það seinna til frægðar að vera apinn í Hveragerði sem margir gerðu sér ferð til að sjá. Apinn var stundum í pössun á Merkinesi, á æskuheim- ili þeirra systkina og þar þótti hann skemmtilega uppátækjasamur, en hann lyktaði víst illa.“ Gengið var úr kirkjunni í átt að Merki- nesi, æskuheimili þeirra systkina og var lagið tekið á leiðinni. Á Merkinesi tók núverandi ábúandi, Bjarni Mar- teinsson, á móti göngufólki. Bjarni ólst upp á Merkinesi og gat því sagt sögur frá æsku þeirra Vilhjálms. „Það var ekki erfiðleikum bundið að finna Vilhjálm því hann var alltaf gól- andi,“ sagði hann. Þá hefði ég nú aldrei trúað því að hann yrði seinna þekktur söngvari enda fannst mér hljóðin í honum ekki svo falleg,“ sagði Bjarni og uppskar mikil hlátrasköll göngu- gesta. Bjarni sagðist heldur ekki hafa trúað því að áratugum seinna væru 200 manns mættir á hlaðið á Merki- nesi til að minnast þeirra systkina. Dagný sagði að lokum að saga Vil- hjálms og Ellýjar væri einnig saga Suðurnesjamanna og það væri mikil- vægt að hlúa að þeirri sögu og vera stolt af henni. Vilhjálmur var alltaf gólandi ●● Gengið●um●æskuslóðir●Vilhjálms●og●Ellýjar●frá●Merkinesi Metþátttaka var í söngvaskáldagöngu Útivistar Geopark en alls mættu 200 manns til þess að hlýða á sögur og söng þeirra systkina Vilhjálms og Ellýjar í Merkinesi.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.