Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Blaðsíða 58

Víkurfréttir - 30.08.2017, Blaðsíða 58
58 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222 Erum orðin langþreytt á orgelleysi í Keflavíkurkirkju Orgel Keflavíkurkirkju er orðið slappt að sögn Arnórs B. Vilbergssonar organista. „Nú er svo komið að aðeins vantar herslumun upp á svo hægt sé að hefja viðgerðir á hljóðfærinu en við erum orðin langþreytt á orgelleysi í Keflvíkurkirkju og nú þurfum við öll að leggjast á eitt en það vantar aðeins fjórar milljónir upp á.“ Arnór átti hugmyndina að kóngareið- inni en hann hjólar allra sinna ferða og á ekki bíl. „Við bara áttuðum okkur á því þegar við vorum bíllaus um tíma að við þyrftum ekki bíl og það hefur bara gengið ágætlega hjá okkur hjónum að komast okkar leiða,“ segir organistinn sem á það til að hjóla í útfarir, jafnvel út í Útskálakirkju. Að öðrum kosti getur hann fengið far hjá útfarastjóranum nú eða einhverjum í Kóngunum. ●● Kóngareið●um●kirkjur●á●Suðurnesjum Kóngar, brúðkaup og hjól Karlakvartettinn Kóngar, sem stundum breytist í kvintett, tók sig til í sumar og hjólaði í allar kirkjur á Suðurnesjum en um leið var safnað áheitum í orgelsjóð Keflavíkurkirkju. Hjólaleiðin var alls 113 km og tóku Kóngar lagið í hverri kirkju. Þeir sem treystu sér ekki að hjóla með gátu fengið far með strætó og amerískur hertrukkur geymdi lúin hjól á milli kirkna. Kvartettinn skipa þeir Elmar Þór Hauksson, Kristján Jóhannsson, Sólmundur Friðriksson og Sveinn Sveinsson en stjórnandi er organisti Keflavíkurkirkju, Arnór B. Vilbergsson. Kóngar syngja í útförum og við önnur tækifæri og því var gert grín að því á leiðinni að flest lögin væru útfararsálmar en því neituðu þeir félagar og sögðu lögin eiga við á öllum stundum. Tveir kóngar tóku að sér annað hlut- verk á leiðinni og má þar nefna Elmar Þór Hauksson sem mætti með for- láta hertrukk í sinni eigu en þar gátu hjólreiðamenn hvílt hjólin sín á milli kirkna ef þeir óskuðu þess. Þá ók Kristján Jóhannsson strætó fyrir þá sem kusu að sleppa hjólinu alfarið. Óvæntur söngur í brúðkaupi Kóngareiðin hófst í Útskálakirkju í Garði en þaðan var haldið sem leið lá í Hvalsneskirkju þar sem góðir gestir tóku á móti Kóngunum og gestum þeirra. Eftir það lá leiðin í Kirkju- vogsskirkju í Höfnum, Grindavíkur- kirkju og því næst Kálfatjarnakirkju í Vogum. Þegar hópurinn kom að Kálfatjarnakirkju kom hinsvegar í ljós að kirkjan var upptekin því þar stóð yfir brúðkaup. Fannst því með- hjálparanum alveg tilvalið að Kóng- arnir myndu koma brúðhjónunum á óvart og syngja fyrir þau þegar þau kæmu út í kirkjunni. Það var auð- sótt mál og gaman að sjá undrunar- svipinn á brúðhjónunum þegar þeim mætti fimm herramenn í hjólabuxum syngjandi lagið `Heyr mína bæn` í kappi við Tjaldinn sem taldi sig eiga kirkjulóðina. Eftir það var lagið að sjálfsögðu tekið í kirkjunni og þá tóku við kirkjurnar í Njarðvík, fyrst Innri- og síðan Njarðvíkurkirkja en kóngareiðinni lauk í Keflavíkurkirkju eftir um tíu klukkustunda reið. Voru hjólreiðamenn þá orðnir nokkuð þreyttir en sáttir við daginn enda söfnuðust um 300.000 í orgel- sjóðinn. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning 0121-15- 350005 kt. 680169-5789. Arnór hjólagarpur Vilbergsson fór fyrir hópnum. Hér er hann auðvitað á hjólinu. Kóngarnir við söng inni í kirkju. All nokkrir fylgdu hópnum. Hópurinn fyrir framan Keflavíkurkirkju. Alls söfnuðust um 300 þús. kr. Stuð í rútunni. STÆ RST A ÍSBÚ Ð Á SUÐ UR- NES JUM Eitthvað fyrir alla fjöl-skylduna FJÖLBREYTT TILBOÐ Á GRILLINU! KÓK MEÐ ÖLLUM TILBOÐUM Verið velkomin í glæsilegu ísbúðina okkar að Iðavöllum 14 20% LJÓS ANÆ TUR- AFSL ÁTTU R AF K RAPI 5 tegundir af krapi Vanilluís Jarðaberjaís Vanillu-jarðaberjaís Gamaldags ís Yfir 50 tegundir af kurli Karamelluís Gamaldags-karamelluís Súkkulaði-bananaís Bananaís Súkkulaðiís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.