Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Blaðsíða 46

Víkurfréttir - 30.08.2017, Blaðsíða 46
46 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222 Apótekarinn Keflavík Apótekarinn Fitjum - lægra verð afsláttur gildir 31. ágúst – 3. september Ljósanæturtilboð 20% afsláttur af öllum vörum20% 10% afsláttur af lausasölulyfjum10% í Apótekaranum Keflavík og Fitjum „Þetta hefur gengið vonum framar,“ segir Jóhann Issi Hallgrímsson, en það er nóg að gera hjá honum alla daga. Reksturinn gengur mjög vel og fastakúnnar hafa þegar mynd- ast hjá honum. „Ég er farinn að sjá sömu andlitin aftur og aftur.“ Erlendir ferðamenn eru farnir að hringja á öllum tímum til þess að fá upplýsingar um hvar vagninn hans sé staðsettur eftir að hafa lesið um hann á netinu. Issi eldar úr úrvals hráefni en fiskur- inn er sjófrystur frá Þorbirni og segir hann að það sé besti fiskurinn til að elda úr fyrir þennan rekstur því hann stjórnar magninu sem hann notar daglega enda er mismikil traffík dag frá degi. Ekki skemmir að gæðin eru líka mjög góð. „Kart- öflurnar eru sérvaldar af mér. Ég vildi fá almennilegar kartöflur með fisknum. Það þýðir ekkert að vera með einhver strá með honum, fólk þarf að hafa eitthvað til að bíta í.“ Annar vagn var staðsettur í Grinda- vík en hann er nú hættur með hann vegna þess að erfiðlega gekk að ráða fólk í vinnu. „Það er gott að vera með annan vagn á lausu ef það koma upp einhver önnur verkefni.“ En þegar blaðamann bara að garði þá var verið að spyrja hann hvort hann gæti komið með hinn vagninn sinn á Sandgerðisdaga. Þegar Issi er spurður að því hversu lengi vagninn muni standa á Fitjum þá segist hann ætla vera með hann þangað til hann fjúki í burtu og hlær svo, það er reyndar ekki ætlunin og leitar hann að lausn til að festa hann betur niður áður en haustlægðirnar koma suður með sjó. „The batter was great“, segir ferða- maður þegar hann er að ganga í bílinn sinn og hrósar kokknum eftir að hann var búinn að borða fisk og franskar úr vagninum. Sósan sem fylgir með fisknum og frönskunum er margrómuð og hafa margir sóst eftir því að fá að vita hvað hún inni- heldur, „Ég get ekki sagt þér frá því hvað er í sósunni, hún er algjört hernaðarleyndamál,“ sagði Issi sposkur á svip. „Ákvað að láta draum- inn rætast“ ●● Grindvíkingurinn●Issi●gekk●með●hugmyndina● um●„fish●and●chips“●í●maganum●í●nokkur●ár Grindvíkingurinn Issi opnaði Fish and chips vagn í júlí á Fitjum. Staðurinn hefur notið mikilla vinsælda þar en samkvæmt ummælum á Facebook síðu Fish and Chips fær hann fullt hús stiga í stjörnugjöf. Issi hefur verið með þessa hugmynd í maganum í nokkur ár og sér ekki eftir því að hafa látið drauminn rætast. Starfsfólk Issa á fullu í vagninum. Góðgætið á mynd hér til hliðar, alvöru franskar, „spriklandi“ fiskur og sósa. Jóhann Issi Hall- grímsson fyrir framan vagninn á Fitjum í Njarðvík. VF-mynd/rannveig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.