Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 30.08.2017, Blaðsíða 22
22 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222 Við hvað starfar þú? „Ég vinn í farþegaþjónustu IGS en byrja bráðum aftur í háskólanum.“ Hvað ætlarðu að gera á Ljósanótt? „Ætli ég verði ekki bara um- kringdur fjölskyldu og vinum, horfi á flugeldasýninguna og skelli mér svo á Ljósanæturballið á laugardeg- inum. Verð að sjálfsögðu edrú, enda íþróttamaður.“ Er eitthvað sem þú gerir á hátíðinni á hverju ári? „Ég hef sjaldan misst af flugelda- sýningunni.“ Hvað finnst þér vanta á Ljósanótt? „Hátíðin hefur að mínu mati heppnast mjög vel síðustu árin. Það eina sem vantar þetta árið er fornbílaaksturinn niður Hafnar- götuna. Mér finnst mega endur- skoða það að hætta við hann.“ Söngkonan og Keflvíkingurinn Marína Ósk Þórólfs- dóttir hefur síðustu ár lært jazz í söngskóla í Amster- dam en hljómsveitin hennar, Marína & Mikael, gaf á dögunum út hennar fyrstu plötu sem ber heitið „Beint heim“. Marína & Mikael hafa komið víða við en dúettinn varð til árið 2014 í skólanum í Amsterdam. „Það eru ekki margir Íslendingar sem stunda nám við skólann svo það var ein- staklega skemmtilegt að rekast á íslenskan gítarleikara,“ segir Marína, en í dag hafa þau Mikael spilað á um hundrað viðburðum saman. „Það er rosalega gott að spila með Mikael og einstaklega gefandi.“ Mikael á heiðurinn af út- setningunum á plötunni en Marína semur textana. Viðbrögðin við plötunni hafa verið góð en Marína segir þau hafa komið skemmtilega á óvart. „Við lögðum hjarta og sál í þetta verkefni og okkur þykir rosalega vænt um „af- kvæmið“ okkar. Við erum alveg hrærð yfir því hversu vel okkur hefur verið tekið.“ Efniviður plötunnar er gamaldags sveiflu- og söngleikjalög. Í haust mun Marína starfa sem söngkennari í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. „Það var ótrúleg tilviljun að kennslustaða í mínum heimabæ hafi losnað. Ég ólst sjálf upp í Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar. Ég kláraði burtfararpróf þaðan og kenndi í nokkur ár svo þetta er svolítið eins og að koma heim. Þar að auki er aðstaðan í Hljómahöll alveg til fyrir- myndar og metnaðurinn mikill sem gerir þetta enn meira spennandi.“ Plata Marínu & Mikaels er hlý og sumarleg en dúettinn hélt tvenna útgáfutónleika. Plötuna sjálfa er hægt að nálgast í ýmsum verslunum, til dæmis í Smekkleysu á Laugarvegi og hjá þeim persónulega í gegnum Facebook. Ragnar Jónasson, fyrrverandi slökkvi- liðsmaður á Keflavíkurflugvelli, verður 90 ára 5. sept. nk. Synir Ragn- ars og fjölskyldur þeirra ætla að halda afmælisveislu sunnudaginn 3. sept- ember nk. og verða með opið hús kl. 16 í Garðaholti í Garðbæ, þar sem allir eru velkomnir. Ragnar er fæddur og uppalinn á Suðureyri við Súgandafjörð en flutti ungur að árum til Keflavíkur þar sem hann hitti lífsförunaut sinn, hana Bjarnheiði Hannesdóttur sem nú er látin. Þau hjón áttu miklu barna- láni að fagna og eignuðust níu syni. Marína & Mikael gefa út sína fyrstu plötu Ragnar vill góða veislu á 90 ára afmælinu Ragnar hefur undanfarin 17 ár dvalið á Hrafnistu í Hafnarfirði og líkar afar vel. Hann vonast til að sjá sem flesta í af- mælisveislunni. „Ég vil halda góða veislu sem ég get verið í sjálfur, ekki verð ég til viðtals í erfidrykkjunni,“ sagði þessi síungi strákur og hló. Ragnar afþakkar blóm og aðrar gjafir í tilefni dagsins en þætti vænt um ef þeir sem vilja gleðja hann létu MND félagið á Íslandi njóta þess. Bankaupp- lýsingar félagsins eru: 0516 05 410900, kennitala: 630293-3089. Íþróttamaðurinn verður edrú ●● Kristófer●Sigurðsson●sundkappi●verður● með●fjölskyldu●og●vinum●á●Ljósanótt Hvað ætlarðu að gera á Ljósanótt? „Ég er að vinna á ljósanótt en ég ætla með fjölskyldunni á laugar- dagskvöldinu niður í bæ að sjá tón- leikana og flugeldasýninguna. Ég er líka spennt að sjá Valdimar spila.“ Er eitthvað sem þú gerir á hátíðinni á hverju ári? „Ég hef alltaf verið að vinna þessa helgi þannig ég hef ekki almenni- lega náð að njóta hátíðarinnar.“ Hvað finnst þér vanta á Ljósanótt? „Í raun og veru ekkert. Ég held að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Hvaða viðburði ætlarðu að kíkja á? „Ég ætla allavega að sjá flugelda- sýninguna. Svo ætla ég að reyna að sjá Valdimar og kíkja á sýningar með mömmu og ömmu.“ SPENNT AÐ SJÁ VALDIMAR ●● Þórdís●Halla●Gunnarsdóttir●ætlar●að● fylgjast●með●flugeldunum●á●Ljósanótt LJÓSANÓTT 2017 Hringbraut 99 - 577 1150 FAGLEG, TRAUST OG PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA VIÐ BJÓÐUM MEDISMART RUBY BLÓÐSYKUR- MÆLA, STRIMLA, BLÓÐHNÍFA OG NÁLAR FRÍTT FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ SKÍRTEINI FRÁ TR. Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00. MJÖG EINFALDUR Í NOTKUN, STÓR SKJÁR, LÉTTUR OG HANDHÆGUR - „No coding“ þarf ekki að núllstilla - Þarf mjög lítið magn til mælinga, aðeins 0,6µl - Mælir blóðsykur á bilinu 1.1 - 35 mmol/L - Mæling tekur aðeins 5 sek. - Geymir 480 mælingar í minni - Hægt að tengja við tölvu Apótek Suðurnesja leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf á lágmarks- verði, þar sem fagmennska, heiðarleiki og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi. Hvaða viðburði ætlarðu að kíkja á? „Ég mun að öllum líkindum fara niður í bæ og bara rölta um. Ekk- ert sérstakt í huga fyrir utan Ljósa- næturballið.“ LJÓSANÓTT 2017 Við hvað starfar þú? „Ég vinn í gæslu hjá Bláa Lóninu en við notumst yfirleytt við „life-guard“ sem starfsheiti.“ Hvað ætlarðu að gera á Ljósanótt? „Á Ljósanótt verð ég í verkefnum með björgunarsveitinni Suðurnes, sem sér um lokanir, sjúkra- og öryggisgæslu og flugeldasýninguna. Hjá okkur rauðstökkum byrjar undirbúningur- inn mánuðum fyrir sjálfa Ljósanótt en gæslan byrjar snemma á föstu- deginum þegar við fylgjum sunddeild ÍRB í sjósundi frá Víkingaheimum til Keflavíkurhafnar.“ Er eitthvað sem þú gerir á hátíðinni á hverju ári? „Ég hef verið í gæslu á Ljósanótt í fimm ár en ég reyni alltaf að komast heim í kvöldmat með fjölskyldunni. Kjúklingasúpan hennar mömmu er yfirleitt í matinn.“ Hvað finnst þér vanta á Ljósanótt? „Tillitssemi og samhug. Þótt lokanir á og í kringum Hafnargötuna geti valdið óþægindum þá eru þær til þess að tryggja öryggi gesta á hátíðinni og við verðum bara öll að hjálpast að til þess að helgin gangi sem best.“ Hvaða viðburði ætlarðu að kíkja á? „Ég næ að fylgjast vel með allri úti- dagsskrá á Ljósanótt í gæslunni en ég hef sérstaklega gaman af handverks- básunum og flugeldasýningunni.“ Gætir gestanna á landi og sjó ●● Stefán●Örn●Ólafsson●vill●að●bæjarbúar● hjálpist●að●svo●helgin●gangi●sem●best●fyrir●sig LJÓSANÓTT 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.