Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Blaðsíða 38

Víkurfréttir - 30.08.2017, Blaðsíða 38
38 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222 ■ Á Ljósanótt fer fram sýningin Blossi í Bíósal Duus Safnahúsa. Sýningin er samvinna myndlistakonunnar Sossu og ljóðskáldsins Antons Helga Jónssonar. Sossa er ein af okkar fremstu myndlistarmönnum og hefur verið með sýningar um allan heim. Anton Helgi Jónson hefur gefið út fjöldann allan af ljóðabókum ásamt sviðsleik- verkum og þýðingum á leikverkum. Á sýningunni eru málverk eftir Sossu og innrömmuð ljóð eftir Anton Helga Jónsson sem snúast um ástar- og hlutver- kaleiki kynjanna. Ljóðin verða ekki við myndirnar þannig að gestir geta upplifað ljóðin og myndirnar í sitt hvoru lagi en gestir geta tengt ljóðin og myndirnar saman. Sossa og Anton Helgi eiga það sameiginlegt að hafa bæði velt fyrir sér margbreytileika mannlífsins, hún í málverkum og hann í ljóðum. Með bros á vör og lífsgleðina að leiðarljósi hafa þau dregið upp myndir af alls konar fólki í verkum sínum. „Við ákváðum að vinna saman að sýningu með erótískum undirtón, það er mikill leikur og gleði í sýningunni. Það er hugmynd að gestir finni blossann í ljóðunum og mynd- unum. Við vitum ekki til þess að þetta hafi verið gert á þennan hátt áður,“ segir Anton Helgi. „Efniviðinn sæki ég í ljóðin frá Antoni sem ég túlkaði með því að mála mynd eftir því sem ég sé út úr þeim. Málverkin eru ekki hugsuð sem myndskreyting við ljóðin heldur verk sem sprottin eru af sama eða svipuðum blossa. Við höfum bæði velt fyrir okkur margbreytileika mannlífsins á sitt hvorn hátt,“ segir Sossa. Listamennirnir vilja láta reyna á það hvernig málverk og ljóð geta hvort á sinn hátt miðlað heitum tilfinningum; ástarblossa milli karls og konu, karls og karls, konu og konu. Hverju miðlar málverkið? Hverju miðlar ljóðið? Hvað er mynd í ljóði? Hvað er ljóð í mynd? Sýningin opnar fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18 og er opið til 20. Á Ljósanótt verður opið frá 12 til 18 alla dagana. Sýningin stendur í sex vikur eða til 15. október. BLOSSI Á LJÓSANÓTT Sossa og Anton Helgi fyrir framan hluta verkanna ●● Sossa●og●ljóðskáldið●Anton●Helgi●Jónsson●saman●með●sýningu.●Ljóð●og●myndlist●samtvinnuð Björgvin Halldórsson tekur á móti gestum og gangandi á Ljósanótt á sýn- ingunni „Þó líði ár og öld“ sem opnuð var í lok árs 2016 á Rokksafni Íslands í Hljómahöll. Sýningin hefur slegið í gegn hjá landsmönnum. „Þarna er alveg glæsileg sýning og ég er svakalega sáttur með hana. Bærinn á þakkir skildar fyrir að halda úti svona glæsilegu safni. Þarna getur fólk fengið að sjá stóran hluta af gítarsafninu mínu, viðtöl og persónulegar eigur,“ segir Björgvin í samtali við Víkurfréttir, en hann verður á Rokksafninu á laugar- daginn næstkomandi klukkan 15 og 18. „Ég verð bara svona safnvörður,“ bætir hann við kátur. Eins og flestum er kunnugt hefur Björg- vin verið einn vinsælasti söngvari lands- ins um árabil en hann hefur sungið með fjölda hljómsveita í gegnum tíðina. Að- gangseyrir á safnið er 1.500 krónur en frítt er fyrir börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Bærinn á þakkir skildar fyrir glæsilegt safn ●● Björgvin●Halldórsson●tekur●á●móti●gestum●í● Hljómahöll●á●laugardag●á●Ljósanótt Björgvin með þeim Inga Þór Ingibergssyni og Tómasi Young, starfsmönnum Hljómahallarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.