Víkurfréttir - 30.08.2017, Blaðsíða 14
14 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR
FRÉTTAVAKT ALLAN
SÓLARHRINGINN
Í SÍMA 898 2222
■Hvert verk er stækkaður
rammi af óléttuprófi og stendur
fyrir einn mánuð í því 57 mánaða
ferli sem það tók mig að verða
ófrísk,“ segir söngkonan Fríða
Dís Guðmundsdóttir, en hún
verður með myndlistarsýningu
í Stofunni í Duus Safnahúsum á
Ljósanótt.
„Ég vissi ekki hvort ég myndi ein-
hvern tímann fá að loka þessari
sýningu með tveimur strikum.
Myndirnar áttu aldrei að verða svona
margar, en hugmyndin að sýningunni
kom þegar við hjónin vorum búin að
reyna í ár,“ segir Fríða Dís en henni
finnst mikilvægt að opna umræðuna
um þessi mál. „Þegar maður lítur til
baka hefði verið auðveldara að geta
talað um þetta. Þetta er svo tabú. Ég
lærði snemma að láta það ekki fara
í taugarnar á mér þegar fólk spurði
okkur hjónin hvort við ætluðum ekki
að fara að eignast barn. Þá var maður
kannski í miðri meðferð, við fórum
sex sinnum í glasafrjóvgun. En fólk
er bara forvitið og ekkert að reyna að
vera leiðinlegt, en það er gott að opna
umræðuna um þetta,“ segir hún.
Aðspurð hvernig maður haldi ennþá í
vonina eftir að hafa fengið 56 neikvæð
próf segir Fríða þau ekkert alltaf hafa
verið bjartsýn. „Ég veit ekki hvaðan
öll þessi von kom. Þegar við vorum
búin að reyna í ár kom í ljós að ég var
með endómetríósu, sem er legslímu-
flakk. Það var svolítill skellur því þá
var þetta orðið eitthvað vandamál.
Glasafrjóvgun hefur reynst konum
með endómetríósu vel, en það að fara
fimm sinnum í meðferð og fá nei-
kvætt tekur tíma að jafna sig á. Maður
er líka í þessu harki bara sjálfur, af því
það talar enginn um þetta.“
Dagur Þorsteinsson kom svo í heim-
inn fyrir þremur mánuðum síðan og
dafnar vel. „Það eru ekkert allir jafn
heppnir og ég að fá að enda á tveimur
strikum. Ég áttaði mig ekki á því hvað
þessi sýning yrði mikil losun. Þegar
ég kláraði síðustu myndina í síðustu
viku brotnaði ég bara niður og fór að
hágráta. Þetta var gleði og sorg í sama
pakkanum.“
Fríða segir sýninguna snúast um
þá sem geta tengt við sögu þeirra
hjóna, en hún mun opna á fimmtu-
degi á Ljósanótt, í Duus Safnahúsum.
Gleði og sorg í sama pakkanum
●● Listasýning●Fríðu●Dísar●
verður●í●Stofunni●í●Duus●
Safnahúsum●á●Ljósanótt
„Það eru ekkert allir jafn heppnir og ég að fá að enda
á tveimur strikum. Ég áttaði mig ekki á því hvað þessi
sýning yrði mikil losun. Þegar ég kláraði síðustu myndina
í síðustu viku brotnaði ég bara niður og fór að hágráta.
Þetta var gleði og sorg í sama pakkanum.“
Myndir: Þorsteinn
Surmeli og Sólborg
Guðbrandsdóttir.