Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 30.08.2017, Blaðsíða 16
16 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222 Á LJÓSANÓTT ER OPIÐ FIMMTUDAG TIL LAUGARDAGS FRÁ KL. 11:00 – 21:00 MATSEÐILINN ER Á WWW.SOHO.IS TILVALIÐ FYRIR VINNUSTAÐI AÐ PANTA OG SÆKJA FISKRÉTTIR // STEIKUR // SALÖT // KAFFI // KÖKUR Soho Catering – Veisluþjónusta // Hrannargata 6 // Sími: 421 7646 // Gsm 692 0200 // www.soho.is Valgerður Guðmundsdóttir, menn- ingarfulltrúi Reykjanesbæjar segir að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á Ljósanótt í ár. Dagskráin er fjölbreytt og mikið af viðburðum á sviði lista og menninga og margir nýir listamenn koma fram í ár. „Þetta gengur alltaf betur og betur hjá okkur með hverju árinu sem líður en við erum með mikið af föstum við- burðum sem við vitum af og eru á hverju ári þannig að við getum byrjað að skipuleggja strax næstu Ljósanótt þegar einni er lokið. Síðan koma inn fleiri ný og flott atriði og svo koma jafnvel inn gömul atriði eða viðburðir í nýjum búning, svo að átjánda Ljósa- nóttin verður alveg dúndur. „Árgangagangan er alltaf fremst í mínu hjarta og eflaust líka í hjörtum margra gamalla íbúa sem hitta gamla félaga sem þeir hafa ekki séð lengi. Nettó ætlar að vera með nýjung í tenglsum við gönguna, svokallaða matarsóunarsúpu sem verður í boði áður en gangan hefst. Síðan eru það þrír hópar fólksins í bænum, þeir sem standa að heima- tónleikunum, að- standendur Með blik í auga sem verða með sýning- una Með SOUL í auga og svo er það menningar- hópurinn í Höfnum sem er rosalega skemmtilegt framtak“. Valgerður segir einnig að þó svo að það séu skipulagðir heimatónleikar á föstudagskvöldinu þá séu líka komnir inn margir við- burðir á heimasíðu Ljósanætur, sem sé alveg frábært. „Sýningarnar okkar í DUUS eru alltaf skemmtilegar því þar erum við með heimafólk í fyrir- rúmi. Aðalsýningin okkar er í raun og veru tímabær en þar er Helgi Hjal- talín Eyjólfsson listamaður sem býr í Höfnunum, hann hefur sýnt mjög víða og er gríðarlega flottur, hann er að velta fyrir sér hverjar horfurnar séu í þessum heimi sem við búum í. Sýningin hans heitir Horfur og hann veltir því fyrir sér hver staða hans sem fjölskylduföður er í öllum breyting- unum sem eiga sér stað. Ég hvet alla til þess að koma og kíkja á þessa sýningu. Svo er það hún Fríða Dís sem er með sýningu sem heitir próf/tests og ég vil ekki segja of mikið frá þeirri sýningu en hún er afar áhugaverð. Svo er Sam- starf Sossu og skáldsins Antons Helga, þar verður mikið dularfullt að gerast og er varla að ég geti sagt frá henni, hún gæti verið bönnuð innan sextán. Svo er Elísabet Ásberg með silfur- sýningu. Á laugardeginum verða allir kórarnir með tónleika, Skessan býður upp á lummur og það er í raun og veru endalaust af viðburðum hjá okkur“. Öflug menningar og skemmtiveisla „Ljósanótt er sér á parti með bæjar- hátíðir því það hefur verið mikil áhersla á menningu á okkar hátíð, fólk dregur fram myndir til að sýna, kemur fram og syngur eða spilar tón- list, það að fólk skuli vera að gera þetta í auknum mæli er náttúrulega alveg stórkostlegt. Auðvitað erum við líka með góða gesti, frægustu stjörnur landsins eru meðal annars að koma fram hjá okkur, við bjóðum flottum gestum heim. Á laugardaginn er Emmsjé Gauti, Jana María Guð- mundsdóttir heimakona er að gefa út nýjan disk, KK og Maggi Eiríks koma fram og Valdimar ásamt hljómsveit spilar sína tónlist. Jón Jónsson mun síðan spila fyrir okkur eftir flugeda- sýninguna“. Nú er hætt að sleppa blöðrum við setningu Ljósanætur og fornbílar hættir að aka niður Hafnargötuna, ýmsu hefur verið breytt í gegnum árin og margir ósáttir við bann aksturs fornbílanna, hvernig bregðist þið við því? „Við lifum í breyttum heimi og ef lögreglustjórinn leggur það til við öryggisnefnd að við leggjum niður akstur fornbíla niður Hafnargötuna þá hættum við því. Ljósanæturnefnd tekur ekki á sig þá ábyrgð og eflaust má ræða það fram og til baka hvort þetta sé tímabært eða ekki en við gerum þetta í samráði við öryggisaðilana og við erum að halda þessa hátíð í sam- ráði við lögreglu, björgunarsveitir og brunavarnir og aðra aðila. Við förum eftir því og tökum tillit til þess sem okkur er sagt. Það er eitthvað fyrir alla á hátíðinni og ég vona að eigendur gamalla bíla geti komið án þess að keyra niður Hafnargötuna en þeir eru með stað fyrir bílana sína við DUUS hús og ég veit að það myndu margir sakna þeirra því þetta hefur alltaf set góðan svip á hátíðina.“ Veðurguðirnir vonandi hliðhollir Hvernig verður veðrið, eruð þið búin að ræða við veðurguðina? Það hefur einn aðili tekið það að sér að sjá um veðurmálin fyrir okkur og hefur það gengið vel hingað til, Ás- björn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslu- sviðs stóð sig glimrandi vel á síðasta ári og ég treysti því að hann standi sig núna eins og þá,“ segir Valgerður kát. Það er eitthvað fyrir alla á 18. Ljósanótt ●● Þetta●gengur●alltaf●betur●og●betur●hjá●okkur●með●hverju●árinu●sem●líður●-●segir●Valgerður●Guðmundsdóttir●framkvæmdastjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.