Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 30.08.2017, Blaðsíða 30
30 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222 ■ Phantom F4 herþota sem á tímum Varnarliðsins stóð við höfuðstöðvar þess á Keflavíkurflugvelli hefur fengið hlutverk að nýju. Þotan er núna komin á stall á lóð Keilis við fjölförnustu gatnamót Ásbrúar. Þar verður þotan til frambúðar í umsjón Keilis en nemendur í flugvirkjanámi við flugakademíu Keilis munu sjá um viðhald vélarinnar. Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, segir að stað- setning vélarinnar við húsnæði Keilis eigi sér langan að- draganda og að Keilir sé að endurvekja söguna með því að koma þotunni aftur á stall. Frá því Varnarliðið fór hefur þotan verið í geymslu í óupp- hituðu og köldu húsnæði á vegum Landhelgisgæslunnar. Hjálmar segir í samtali við Víkurfréttir að þotan fari ekki vel við slíkar aðstæður og því sé tilvalið að draga vélina fram og koma henni undir bert loft aftur undir vökulum augum flugvirkjanema og sérfræðinga í flugvirkjanámi Keilis. „Það verður herskari flugvirkja og flugvirkjanema sem mun sjá um vélina til framtíðar,“ segir Hjálmar. Sögu- og flugminjasafn Suðurnesja beitti sér á sínum tíma fyrir því að vélin yrði eftir hér á landi og nú mun þotan verða minnismerki um sögu Varnarliðsins sem var hér í 60 ár og líka tákn um þá starfsemi sem fer fram við flug- völlinn, bæði hjá Keili og mörgum öðrum fyrirtækjum á svæðinu. „Það er gaman að sjá hversu margir hafa stoppað hérna til að skoða vélina og taka af sér myndir við hana,“ segir Hjálmar. Bandaríska sendiráðið ætlar að sjá til þess að upplýsingaskilti verði sett upp við þotuna og þá hafa mörg fyrirtæki á Ásbrú komið að verkefninu með Keili. Eigandi þotunnar er safn bandaríska hersins og safnið gaf fúslegt leyfi fyrir því að vélin yrði sett á stall þar sem hún er nú. Hjálmar segir að það sé eðlilegt að menn vilji fara varlega og vilji ekki sjá vélina drabbast niður. „Hún var að gera það þar sem hún var í geymslu í saggafylltu húsnæði. Við vonum svo sannarlega að okkur takist að varðveita vélina,“ segir Hjálmar Árnason hjá Keili. HÖLLIN VIÐ SUNNUBRAUT LAUGARDAGINN 2. SEPTEMBER FRÁ KL. 10:00 TIL 13:00. KÖRFUKNA TTLEIKSDEIL DAR KEFLAVÍKUR Phantom F4 þotan á gatnamótum Breiðbrautar og Grænásbrautar á Ásbrú. Það er ekki algeng sjón að sjá herþotur af stærstu gerð í umferðinni. Á myndinni hér að neðan má svo sjá hvar þotunni er komið fyrir á stalli framan við skólahús Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þotunni komið fyrir á stalli við fjölfarin gatnamót á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þarna verður þotan til fram- tíðar en nemendur og kennarar í flugvirkjun við flugakademíu Keilis munu sjá um að viðhalda vélinni, skola af henni salt og sjá til þess að hún sómi sér vel á þessum stalli. VF-mynd: Hilmar Bragi Herstöðvarandstæðingar framan við Phantom F4 þotuna þegar hún stöð við gömlu höfuðstöðvar Varnarliðsins. Myndin er tekin skömmu eftir að Varnarliðið fór og herstöðvaandstæðingar komu í skoðunarferð um svæðið. VF-mynd: Hilmar Bragi. Listaverk sem minnir á 60 ára sögu Varnarliðsins ●● Phantom●F4●herþota●Varnarliðsins●hefur●fengið●hlutverk●að●nýju●og●er●komin●á●stall●við●fjölfarin●gatnamót TIL SÖLU Baldursgarður 3, Keflavík Opið hús kl. 17.30–18.00 mánudaginn 4. september 2017. Um er að ræða fallegt einbýlishús við Baldursgarð í Keflavík. Fjögur góð svefnherbergi, stór stofa, gott eldhús og borðstofa og stór bílskúr. Húsið er almennt í góðu viðhaldi og fallegur garður og verönd með heitum potti við húsið. Allar nánari upplýsingar veitir Baldvin Ómar í síma 898-1177 eða á skrifstofu Húseignar í síma 585-0100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.