Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Qupperneq 24

Víkurfréttir - 30.08.2017, Qupperneq 24
24 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222 Lokahnykkurinn „Þetta er síðasti hnykkurinn á þremur sýningum en ég er mikið búinn að spekúlera í því hvernig við skiptum okkur í hópa. Til dæmis þegar við fæðumst þá fáum við ákveðinn stimpil á okkur, hvítur, Íslendingur, karlkyn/ kvenkyn og síðan förum við að trúa á eitthvað og svo framvegis. Ég hef velt þessum svokölluðu stimplum fyrir mér lengi og tengingu þeirra við of- beldi. Verkin eru í raun og veru opin, ég set undirtóninn og svo getur hver og einn túlkað þetta á sinn hátt.“ Margir miðlar Nokkrir miðlar myndlistarinnar eru á sýningunni, vatnslitamyndir, skúlp- túrar og þrykkmyndir eru meðal þess sem verður til sýnis og hefur töluverð vinna farið í verkin. Á sýningunni eru meðal annars hús máluð úr vatns- litum og hefur Helgi gerst svo frægur að búa í sumum þeirra. „Eins og þú sérð þá eru þau öll alveg lokuð og svo er stöng fyrir utan öll húsin, bæði vatnslitamyndirnar og skúlptúruna.“ „Á sýningunni eru „skúlptúrar“ og eru þeir gerðir eftir vatnslitamynd- unum. Fyrir framan myndirnar og skúlptúruna er stöng sem á meðal annars að tákna „flokkinn“ okkar eða þá flokka sem við skiptum okkur í. Húsin tákna okkar daglega líf, þar sem við festum okkur inn í húsunum í okkar eigin heimi, höldum alltaf að það sé allt í lagi inni hjá okkur eða látum það a.m.k. líta út fyrir að það sé þannig. Stöngin er hins vegar alltaf til ●● Lokahnykkurinn●á●þremur●sýningum●hjá●Hafnamanninum●Helga●Hjaltalín● sem●heldur●einkasýninguna●Horfur●í●listasafni●Duus●á●Ljósanótt ■Listamaðurinn Helgi Hjaltalín heldur einkasýninguna Horfur í Duus húsum og er sýningunni lýst þannig; (Jaðarsettur) miðaldra kalmaður staðsettur í Höfnum reynir að útskýra fyrir sér ástand heimsins og hverjar horfunar séu. Í gegnum miðla myndlistarinnar þreifar hann á og gerir tilraun til að skilja og læra meira um þessa veröld sem við byggjum. staðar þar sem við segjumst tilheyra ákveðnum flokk.“ Önnur stöng í raunstærð sem Helgi er búinn að renna og pússa er á sýn- ingunni og er sú stöng sú sama og er á myndunum, fyrirmyndin. Önnur stöng hangir á vegg í salnum og hana er Helgi er ekki búinn að renna, bara líma en báðar eru þær límdar með lituðu lími. Hún er akkúrat lengdin á vinnustofunni hans en hann þurfti að koma henni út um gluggann á vinnu- stofunni sinni vegna lengdarinnar. Þegar Helgi er spurður hvort vinnan á bakvið stöngina sé ekki mikil þá segir hann að þetta taki furðu stuttan tíma, hann noti alls kyns saman- safn af viðarbútum og lími stöngina saman. Það tekur tvær til þrjár vikur að vinna hana, mesti tíminn fari í að laga búta sem brotna og þarf að líma aftur saman. Mikil vinna að baki Vatnslitamynd prýðir einn vegg sýn- ingarinnar og hefur farið mikil vinna í að mála hana. „Myndin er úr mörgum bútum og úr alls kyns pappír, þetta er búið að taka langan tíma eða sirka ár þar sem þetta er kvöld og helgar vinna. Ég teiknaði myndina upp, bjó til fleka og skipti henni niður í fjóra parta, ég vildi vinna hana í minni einingum og vann hvern part alveg sér. Myndin er vatnslitamynd þann- ig að litirnir koma mismunandi út, áferðin er alltaf ný og stundum vissi ég ekki nákvæmlega hvar ég var staddur í ferlinu og þurfti jafnvel stundum að giska. Aðrir litir eru meira áberandi í henni vegna þess að ég notaði aldrei sama grunninn, gerði það meðvitað.“ Svokölluð „áróðursskilti“ verða einnig til sýnis á sýningunni, og munu þau hanga í lausu lofti, þetta eru ýmis skilti með alls kyns slagorðum á ensku. Sýningin verður opnuð fimmtudag- inn 31. ágúst kl. 18:00 í Duus Safna- húsum og eru allir hjartanlega vel- komnir. Þegar við fæðumst þá fáum við á okkur ákveðinn stimpil Ég hef velt þessum svokölluðu stimplum fyrir mér lengi og tengingu þeirra við ofbeldi. Verkin eru í raun og veru opin, ég set undir- tóninn og svo getur hver og einn túlkað þetta á sinn hátt.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.