Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Síða 8

Víkurfréttir - 30.08.2017, Síða 8
8 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222 Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili fjarri skóla). Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is). Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd Jöfnunarstyrkur til náms Umsóknarfrestur á haustönn 2017 er til 15. október n.k. 20% Ljósanæturafsláttur miðvikudag til mánudags Opnunartími Miðvikudaginn, fimmtudaginn, föstudaginn 11:00 - 22:00 Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykja- nesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Sigfús Aðal- steinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is // Umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á þriðjudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á þriðju- dögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga færist fram um einn sólarhring. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga. Blað sem kemur út á fimmtudegi er dreift á þeim degi og föstudegi inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. ■ Í upphafi þessa árs voru alls 1.206 íbúar skráðir til heimilis í sveitar- félaginu Vogum. Til samanburðar voru þeir 1.148 árið 2016 og 1.102 árið 2015. Samkvæmt íbúaskrá er fjöldinn nú 1.233. Íbúum hefur því fjölgað um 131 á tæpum þremur árum, eða um tæp 12%. Með út- hlutun lóða til nýbygginga og að því gefnu að eftirspurn eftir lóðum verði eins og búist er við, má því gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun íbúa á næstu misserum. Sveitarfélagið mun því þurfa að huga vel að öllum inn- viðum og uppbyggingu þeirra svo unnt sé að taka á móti væntanlegri fólksfjölgun. Í sumar hafa staðið yfir framkvæmdir á hinu s.k. miðbæjarsvæði í Vogum, þar sem unnið er að gatnagerð og lagnavinnu svo unnt sé að úthluta lóðum undir nýjar íbúðir. Verklok eru áætluð í lok september á þessu ári. Deiliskipulag svæðisins gerir ráð fyrir u.þ.b. 90 íbúðum alls, í blandaðri byggð. Verkinu var áfangaskipt, og kemur u.þ.b. helmingur svæðisins til úthlutunar nú í ár. Lóðirnar verða væntanlega auglýstar lausar til um- sóknar í september. Talsvert hefur verið um fyrirspurnir af hálfu áhuga- samra aðila, einkum byggingafyrir- tækja sem sækjast eftir lóðum undir fjölbýlishús. Í þessum áfanga verður úthlutað 5 lóðum undir 6 íbúða fjöl- býlishús, auk lóðar undir tvö fimm hæða fjölbýlishús með 20 íbúðum í hvoru húsi. Þá verður einnig nokkrum einbýlishúsa- og parhúsalóðum út- hlutað. Það hyllir því loks undir að framboð af minni íbúðum fari vax- andi. Framkvæmdir við endurnýjun Hofgerðis standa yfir, og ganga sam- kvæmt áætlun. ●● Talsvert●um●fyrirspurnir●um●lóðir●í●Vogum Íbúum Voga hefur fjölgað um 12% á þremur árum Kæru Suðurnesjamenn og gestir Ljósanætur, hittumst hress og kát á Ljósanótt. Verðum með opið alla dagana frá fimmtudegi. Allir velkomnir /Lobster-Hut // s. 772-1709 Frá Vogum. Ljósmynd: Steinar Smári Guðbergsson

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.