Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Page 22

Víkurfréttir - 30.08.2017, Page 22
22 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222 Við hvað starfar þú? „Ég vinn í farþegaþjónustu IGS en byrja bráðum aftur í háskólanum.“ Hvað ætlarðu að gera á Ljósanótt? „Ætli ég verði ekki bara um- kringdur fjölskyldu og vinum, horfi á flugeldasýninguna og skelli mér svo á Ljósanæturballið á laugardeg- inum. Verð að sjálfsögðu edrú, enda íþróttamaður.“ Er eitthvað sem þú gerir á hátíðinni á hverju ári? „Ég hef sjaldan misst af flugelda- sýningunni.“ Hvað finnst þér vanta á Ljósanótt? „Hátíðin hefur að mínu mati heppnast mjög vel síðustu árin. Það eina sem vantar þetta árið er fornbílaaksturinn niður Hafnar- götuna. Mér finnst mega endur- skoða það að hætta við hann.“ Söngkonan og Keflvíkingurinn Marína Ósk Þórólfs- dóttir hefur síðustu ár lært jazz í söngskóla í Amster- dam en hljómsveitin hennar, Marína & Mikael, gaf á dögunum út hennar fyrstu plötu sem ber heitið „Beint heim“. Marína & Mikael hafa komið víða við en dúettinn varð til árið 2014 í skólanum í Amsterdam. „Það eru ekki margir Íslendingar sem stunda nám við skólann svo það var ein- staklega skemmtilegt að rekast á íslenskan gítarleikara,“ segir Marína, en í dag hafa þau Mikael spilað á um hundrað viðburðum saman. „Það er rosalega gott að spila með Mikael og einstaklega gefandi.“ Mikael á heiðurinn af út- setningunum á plötunni en Marína semur textana. Viðbrögðin við plötunni hafa verið góð en Marína segir þau hafa komið skemmtilega á óvart. „Við lögðum hjarta og sál í þetta verkefni og okkur þykir rosalega vænt um „af- kvæmið“ okkar. Við erum alveg hrærð yfir því hversu vel okkur hefur verið tekið.“ Efniviður plötunnar er gamaldags sveiflu- og söngleikjalög. Í haust mun Marína starfa sem söngkennari í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. „Það var ótrúleg tilviljun að kennslustaða í mínum heimabæ hafi losnað. Ég ólst sjálf upp í Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar. Ég kláraði burtfararpróf þaðan og kenndi í nokkur ár svo þetta er svolítið eins og að koma heim. Þar að auki er aðstaðan í Hljómahöll alveg til fyrir- myndar og metnaðurinn mikill sem gerir þetta enn meira spennandi.“ Plata Marínu & Mikaels er hlý og sumarleg en dúettinn hélt tvenna útgáfutónleika. Plötuna sjálfa er hægt að nálgast í ýmsum verslunum, til dæmis í Smekkleysu á Laugarvegi og hjá þeim persónulega í gegnum Facebook. Ragnar Jónasson, fyrrverandi slökkvi- liðsmaður á Keflavíkurflugvelli, verður 90 ára 5. sept. nk. Synir Ragn- ars og fjölskyldur þeirra ætla að halda afmælisveislu sunnudaginn 3. sept- ember nk. og verða með opið hús kl. 16 í Garðaholti í Garðbæ, þar sem allir eru velkomnir. Ragnar er fæddur og uppalinn á Suðureyri við Súgandafjörð en flutti ungur að árum til Keflavíkur þar sem hann hitti lífsförunaut sinn, hana Bjarnheiði Hannesdóttur sem nú er látin. Þau hjón áttu miklu barna- láni að fagna og eignuðust níu syni. Marína & Mikael gefa út sína fyrstu plötu Ragnar vill góða veislu á 90 ára afmælinu Ragnar hefur undanfarin 17 ár dvalið á Hrafnistu í Hafnarfirði og líkar afar vel. Hann vonast til að sjá sem flesta í af- mælisveislunni. „Ég vil halda góða veislu sem ég get verið í sjálfur, ekki verð ég til viðtals í erfidrykkjunni,“ sagði þessi síungi strákur og hló. Ragnar afþakkar blóm og aðrar gjafir í tilefni dagsins en þætti vænt um ef þeir sem vilja gleðja hann létu MND félagið á Íslandi njóta þess. Bankaupp- lýsingar félagsins eru: 0516 05 410900, kennitala: 630293-3089. Íþróttamaðurinn verður edrú ●● Kristófer●Sigurðsson●sundkappi●verður● með●fjölskyldu●og●vinum●á●Ljósanótt Hvað ætlarðu að gera á Ljósanótt? „Ég er að vinna á ljósanótt en ég ætla með fjölskyldunni á laugar- dagskvöldinu niður í bæ að sjá tón- leikana og flugeldasýninguna. Ég er líka spennt að sjá Valdimar spila.“ Er eitthvað sem þú gerir á hátíðinni á hverju ári? „Ég hef alltaf verið að vinna þessa helgi þannig ég hef ekki almenni- lega náð að njóta hátíðarinnar.“ Hvað finnst þér vanta á Ljósanótt? „Í raun og veru ekkert. Ég held að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Hvaða viðburði ætlarðu að kíkja á? „Ég ætla allavega að sjá flugelda- sýninguna. Svo ætla ég að reyna að sjá Valdimar og kíkja á sýningar með mömmu og ömmu.“ SPENNT AÐ SJÁ VALDIMAR ●● Þórdís●Halla●Gunnarsdóttir●ætlar●að● fylgjast●með●flugeldunum●á●Ljósanótt LJÓSANÓTT 2017 Hringbraut 99 - 577 1150 FAGLEG, TRAUST OG PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA VIÐ BJÓÐUM MEDISMART RUBY BLÓÐSYKUR- MÆLA, STRIMLA, BLÓÐHNÍFA OG NÁLAR FRÍTT FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ SKÍRTEINI FRÁ TR. Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00. MJÖG EINFALDUR Í NOTKUN, STÓR SKJÁR, LÉTTUR OG HANDHÆGUR - „No coding“ þarf ekki að núllstilla - Þarf mjög lítið magn til mælinga, aðeins 0,6µl - Mælir blóðsykur á bilinu 1.1 - 35 mmol/L - Mæling tekur aðeins 5 sek. - Geymir 480 mælingar í minni - Hægt að tengja við tölvu Apótek Suðurnesja leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf á lágmarks- verði, þar sem fagmennska, heiðarleiki og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi. Hvaða viðburði ætlarðu að kíkja á? „Ég mun að öllum líkindum fara niður í bæ og bara rölta um. Ekk- ert sérstakt í huga fyrir utan Ljósa- næturballið.“ LJÓSANÓTT 2017 Við hvað starfar þú? „Ég vinn í gæslu hjá Bláa Lóninu en við notumst yfirleytt við „life-guard“ sem starfsheiti.“ Hvað ætlarðu að gera á Ljósanótt? „Á Ljósanótt verð ég í verkefnum með björgunarsveitinni Suðurnes, sem sér um lokanir, sjúkra- og öryggisgæslu og flugeldasýninguna. Hjá okkur rauðstökkum byrjar undirbúningur- inn mánuðum fyrir sjálfa Ljósanótt en gæslan byrjar snemma á föstu- deginum þegar við fylgjum sunddeild ÍRB í sjósundi frá Víkingaheimum til Keflavíkurhafnar.“ Er eitthvað sem þú gerir á hátíðinni á hverju ári? „Ég hef verið í gæslu á Ljósanótt í fimm ár en ég reyni alltaf að komast heim í kvöldmat með fjölskyldunni. Kjúklingasúpan hennar mömmu er yfirleitt í matinn.“ Hvað finnst þér vanta á Ljósanótt? „Tillitssemi og samhug. Þótt lokanir á og í kringum Hafnargötuna geti valdið óþægindum þá eru þær til þess að tryggja öryggi gesta á hátíðinni og við verðum bara öll að hjálpast að til þess að helgin gangi sem best.“ Hvaða viðburði ætlarðu að kíkja á? „Ég næ að fylgjast vel með allri úti- dagsskrá á Ljósanótt í gæslunni en ég hef sérstaklega gaman af handverks- básunum og flugeldasýningunni.“ Gætir gestanna á landi og sjó ●● Stefán●Örn●Ólafsson●vill●að●bæjarbúar● hjálpist●að●svo●helgin●gangi●sem●best●fyrir●sig LJÓSANÓTT 2017

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.