Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Page 58

Víkurfréttir - 30.08.2017, Page 58
58 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222 Erum orðin langþreytt á orgelleysi í Keflavíkurkirkju Orgel Keflavíkurkirkju er orðið slappt að sögn Arnórs B. Vilbergssonar organista. „Nú er svo komið að aðeins vantar herslumun upp á svo hægt sé að hefja viðgerðir á hljóðfærinu en við erum orðin langþreytt á orgelleysi í Keflvíkurkirkju og nú þurfum við öll að leggjast á eitt en það vantar aðeins fjórar milljónir upp á.“ Arnór átti hugmyndina að kóngareið- inni en hann hjólar allra sinna ferða og á ekki bíl. „Við bara áttuðum okkur á því þegar við vorum bíllaus um tíma að við þyrftum ekki bíl og það hefur bara gengið ágætlega hjá okkur hjónum að komast okkar leiða,“ segir organistinn sem á það til að hjóla í útfarir, jafnvel út í Útskálakirkju. Að öðrum kosti getur hann fengið far hjá útfarastjóranum nú eða einhverjum í Kóngunum. ●● Kóngareið●um●kirkjur●á●Suðurnesjum Kóngar, brúðkaup og hjól Karlakvartettinn Kóngar, sem stundum breytist í kvintett, tók sig til í sumar og hjólaði í allar kirkjur á Suðurnesjum en um leið var safnað áheitum í orgelsjóð Keflavíkurkirkju. Hjólaleiðin var alls 113 km og tóku Kóngar lagið í hverri kirkju. Þeir sem treystu sér ekki að hjóla með gátu fengið far með strætó og amerískur hertrukkur geymdi lúin hjól á milli kirkna. Kvartettinn skipa þeir Elmar Þór Hauksson, Kristján Jóhannsson, Sólmundur Friðriksson og Sveinn Sveinsson en stjórnandi er organisti Keflavíkurkirkju, Arnór B. Vilbergsson. Kóngar syngja í útförum og við önnur tækifæri og því var gert grín að því á leiðinni að flest lögin væru útfararsálmar en því neituðu þeir félagar og sögðu lögin eiga við á öllum stundum. Tveir kóngar tóku að sér annað hlut- verk á leiðinni og má þar nefna Elmar Þór Hauksson sem mætti með for- láta hertrukk í sinni eigu en þar gátu hjólreiðamenn hvílt hjólin sín á milli kirkna ef þeir óskuðu þess. Þá ók Kristján Jóhannsson strætó fyrir þá sem kusu að sleppa hjólinu alfarið. Óvæntur söngur í brúðkaupi Kóngareiðin hófst í Útskálakirkju í Garði en þaðan var haldið sem leið lá í Hvalsneskirkju þar sem góðir gestir tóku á móti Kóngunum og gestum þeirra. Eftir það lá leiðin í Kirkju- vogsskirkju í Höfnum, Grindavíkur- kirkju og því næst Kálfatjarnakirkju í Vogum. Þegar hópurinn kom að Kálfatjarnakirkju kom hinsvegar í ljós að kirkjan var upptekin því þar stóð yfir brúðkaup. Fannst því með- hjálparanum alveg tilvalið að Kóng- arnir myndu koma brúðhjónunum á óvart og syngja fyrir þau þegar þau kæmu út í kirkjunni. Það var auð- sótt mál og gaman að sjá undrunar- svipinn á brúðhjónunum þegar þeim mætti fimm herramenn í hjólabuxum syngjandi lagið `Heyr mína bæn` í kappi við Tjaldinn sem taldi sig eiga kirkjulóðina. Eftir það var lagið að sjálfsögðu tekið í kirkjunni og þá tóku við kirkjurnar í Njarðvík, fyrst Innri- og síðan Njarðvíkurkirkja en kóngareiðinni lauk í Keflavíkurkirkju eftir um tíu klukkustunda reið. Voru hjólreiðamenn þá orðnir nokkuð þreyttir en sáttir við daginn enda söfnuðust um 300.000 í orgel- sjóðinn. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning 0121-15- 350005 kt. 680169-5789. Arnór hjólagarpur Vilbergsson fór fyrir hópnum. Hér er hann auðvitað á hjólinu. Kóngarnir við söng inni í kirkju. All nokkrir fylgdu hópnum. Hópurinn fyrir framan Keflavíkurkirkju. Alls söfnuðust um 300 þús. kr. Stuð í rútunni. STÆ RST A ÍSBÚ Ð Á SUÐ UR- NES JUM Eitthvað fyrir alla fjöl-skylduna FJÖLBREYTT TILBOÐ Á GRILLINU! KÓK MEÐ ÖLLUM TILBOÐUM Verið velkomin í glæsilegu ísbúðina okkar að Iðavöllum 14 20% LJÓS ANÆ TUR- AFSL ÁTTU R AF K RAPI 5 tegundir af krapi Vanilluís Jarðaberjaís Vanillu-jarðaberjaís Gamaldags ís Yfir 50 tegundir af kurli Karamelluís Gamaldags-karamelluís Súkkulaði-bananaís Bananaís Súkkulaðiís

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.