Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Síða 54

Víkurfréttir - 30.08.2017, Síða 54
54 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222 Loddugangan bönnuð innan 18! Regnblaut bæjarhátíð Loddugangan nýtur ávallt vinsælda á Sandgerðis- dögum en þar fara bæjarbúar og gestir, sem náð hafa 18 ára aldri, í fróðlegan göngutúr um Sand- gerði. Stoppað er víða á leiðinni þar sem sagðar eru sögur frá fyrri tímum úr Sandgerði og boðið upp á veitingar fyrir fullorðna. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Loddugöngunni sl. föstudag. Þar sagði m.a. Axel Jónsson frá Nonna og Bubba í Sandgerði og Hafdís Garðarsdóttir sagði frá Rauða kross húsinu í Sandgerði. Fleiri tóku til máls, enda frá mörgu að segja. Sandgerðisdagar fóru fram í síðustu viku en hátíðin náði hámarki sl. laugardag. Veðurguðirnir þurftu einnig að ná ákveðnu hámarki þann dag og skvettu talsverðri vætu og vindi úr suð-austri og svo suð-vestri. Bæjarbúar og gestir létu það ekki á sig fá og klæddu sig eftir veðri og nutu skemmtilegrar dagskrár. Myndirnar tók Hilmar Bragi á hátíðarsvæðinu á laugar- daginn þegar hinn hafnfirski Jón Jónsson tróð upp. Hann sagði Sand- gerðinga vera hreystimenni og átti von á að aðeins væru þrír á hátíð- arsvæðinu, því veðrið var svo blautt og leiðinlegt. Norðurbær - Suðurbær Lið Norðurbæjar sigraði lið Suðurbæjar eftir bráðabana í vítakeppni. Liðin höfðu endað jöfn að stigum, hvort lið vann einn leik og sá þriðji endaði með jafntefli. Margir veltu því fyrir sér á meðan keppninni stóð hvort leikmenn beggja liða hafi fitnað svona mikið frá því á sama tíma fyrir ári. Því er til að svara að liðin fengu víst búninga í minni númerum er í fyrra og það skýrir bumburnar sem voru meira áberandi í ár en oft áður.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.