Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 8
8 9. febrúar 2018fréttir
D
V heldur áfram að skoða
hvernig fulltrúar hinna
ýmsu stétta hafa komið
sér fyrir á fasteignamark-
aði. Áður hefur DV skoðað hvern-
ig stjórnendur bankanna búa, sem
og fulltrúar launþega. Næst er
komið að forstjórum skráðra fyrir-
tækja hérlendis, sem óneitanlega
tróna á toppi íslensks viðskipta-
lífs. Tekjur þeirra eru háar og því
þarf ekki að koma á óvart að mörg
heimilin séu glæsileg. Aðrir eru
hófsamari og berast ekki mikið á.
DV fletti upp á heimilum
fimmtán forstjóra og kaupvirði
eignanna. Kennir þar ýmissa
grasa. Til dæmis vekur athygli að
forstjórarnir búa ekki eingöngu í
miðbæ Reykjavíkur, Seltjarnarnesi
og Garðabæ heldur búa ófáir í
Grafarvoginum, þá eiga Hafnar-
fjörður og Kópavogur einn fulltrúa
hvor. Mosfellsbær er eina sveitar-
félagið á höfuðborgarsvæðinu þar
sem enginn forstjóri í skráðu félagi
er búsettur. Það er mjög óáhuga-
verður fróðleikur. n
Hér búa forstjórarnir
Flestir búa í Miðbænum og Grafarvoginum
Ásvallagata 8 Í þessu glæsilega 286 fermetra húsi býr Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. Árni og eiginkona hans, Eyrún Lind
Magnúsdóttir, keyptu húsið í september 2004 og var kaupverðið 56 milljónir króna. Óhætt er að segja að það hafi verið góð kaup.
Laufásvegur 69 Í þessu stórglæsilega húsi, sem er 362 fermetrar að stærð, býr Orri Hauksson, forstjóri Símans, ásamt eiginkonu
sinni, Ingigerði S. Ágústsdóttur. Húsið var um langt skeið í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar en Orri og Ingigerður festu kaup á því í nóvember
2015. Kaupverðið var 190 milljónir króna.
Bergstaðastræti 38 Í þessu fallega húsi í miðbænum býr Helgi S. Gunnarsson,
forstjóri Regins, ásamt sambýliskonu sinni, Katrínu Bryndísi Sverrisdóttur. Húsið er rúmlega 194
fermetrar að stærð. Parið keypti húsið um mitt ár 2015 og var kaupverðið 86 milljónir króna.
Sóleyjarrimi 51 Í þessu húsi í Rimahverfi býr Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri
Granda. Húsið er um 192 fermetrar að stærð og keyptu Vilhjálmur og eiginkona hans,
Steinunn Ósk Guðmundsdóttir, eignina í október 2012. Kaupverðið var 48 milljónir króna.
Leiðhamrar 46 Í þessu fallega húsi býr Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, ásamt eiginkonu sinni, Hildi Hauksdóttur. Þau keyptu
húsið, sem er um 269 fermetrar, í nóvemberlok 2009 og var kaupverðið 66,2 milljónir króna.
Æsuborgir 9 Í þessu húsi í Grafarvoginum býr Finnur Oddsson, forstjóri Origo,
ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Þorgeirsdóttur. Húsið er 252 fermetrar að stærð en parið
fjárfesti í því í maí 2001. Kaupverðið var 21,5 milljónir króna.
Þverási 23 Árbærinn á að sjálfsögðu sinn fulltrúa á forstjóralistanum. Helgi Bjarnason,
sem nýlega settist í forstjórastól VÍS, býr í þessu einbýlishúsi ásamt eiginkonu sinni Alidu Jakobs-
dóttur. Um er að ræða 209 fermetra hús sem hjónin keyptu á 19,8 milljónir króna í janúar 2003.
bestu kaupin
lægsta verð
hæsta verð