Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 50
50 9. febrúar 2018 Íbúar María Pétursdóttir, 49 ára, Gunnar Bergur Runólfsson, 37 ára, Tómas Runi 10 ára og Pétur Dan, 8 ára. stærð 450 fermetra einbýlishús með bílskúr og íbúð í kjallara. staður Heiðarvegur í Vestmannaeyjum. byggingarár 1942. Inn lit Undanfarin ár höfum við alltaf verið átta í heimili en elsta dóttir mín flutti út á þessu ári og hinar tvær eru í námi, önnur í Reykjavík og hin í Kína,“ segir María Pétursdóttir, hárgreiðslumeistari í Vestmanna- eyjum. Hún býr í stórglæsilegu húsi við Heiðarveg en þangað flutti hún ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Bergi, og börnum, þeim Henný Dröfn, Evu Dögg, Söru Dís og Tómasi Runa, á því herrans ári 2007. „Húsið var í algerri niðurníðslu og við Gunnar þurftum að taka allt í gegn bæði að innan og utan, fengum afhent í febrúar og fluttum svo inn 20. júlí. Þá vorum við búin með það mesta að innan, eða tvær efstu hæðirnar; innréttingar, hita, rafmagn og svona þetta helsta,“ út- skýrir María en húsið er á þremur hæðum. Á jarðhæð er íbúð í útleigu ásamt tveimur svefnherbergjum og þvottahúsi, á annari hæð er eldhús, stofa og sjónvarpsherbergi en á þriðju hæðinni eru fjögur stór svefnherbergi, eitt lítið og glæsilegt baðherbergi með nuddbaðkari. María segist laðast mest að gömlu og klassísku útliti sem hefur voldugt yfirbragð og heimili fjöl- skyldunnar ber þess augljós merki. Sjálf á hún heiðurinn að breyting- um og teiknaði jafnframt allar inn- réttingarnar enda með eindæmum skapandi fagurkeri. „Mér finnst fátt skemmtilegra en að dunda mér við þetta að loknum vinnudegi og um helgar þótt það styttist í að ég sé að verða búin að klára öll herbergin,“ segir hún glöð í bragði en á myndunum, sem voru teknar af Guðbjörgu Guðmanns- dóttur, má sjá að Maríu er augljós- lega margt til lista lagt. Þriggja hæða höll við heiðarveg í eyjum elstu börnin flogin burt en allt klárt fyrir barnabörnin í fallegri 450 fermetra glæsihöll í eyjum Margrét H. gústavsdóttir margret@dv.is svarthvÍtur draumur Glerhurðin í ganginum felllur inn í vegginn og er hluti af upprunalegri innréttingu hússins. Veggfóðr- ið er svarta útgáfan af því hvíta sem er á baðherberginu en ljósið í loftinu kemur úr Lumex. Á veggnum má sjá fallega mynd af þessari stóru fjölskyldu en undir stendur kertaarinn sem María útbjó sjálf og málaði með áðurnefndri kalkmálningu. Fágað yFirbragð á einFöld- um gangi Til að útbúa vegginn með þessum hætti keypti María lista eftir máli og fékk svo smið til að festa upp á vegginn. „Gangurinn gerbreyttist alveg og ég er mjög ánægð með útkomuna enda hefur mig langað til að gera þetta í svona tuttugu ár.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.