Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 7
9. febrúar 2018 fréttir 7
Óvinir fyrri tíma
Viktor Kortsnoj
Rússneski skákmeistarinn vakti hneykslan margra þegar hann mætti Jóhanni
Hjartarsyni í einvígi í undankeppni heimsmeistaramótsins árið 1988. Þar
beitti Kortsnoj ýmsum brögðum til þess að koma ungum andstæðingi sínum úr
jafnvægi. „Hann truflaði mig með þrennum hætti. Hann ruggaði sér fyrir framan mig, sem
var gamalt bragð úr sovéska skákskólanum. Síðan var teflt á lausu sviði og um það þrammaði
Kortsnoj á meðan ég hugsaði þannig að sviðið nötraði og skalf. Það sem vakti hins vegar
mesta eftirtekt var að Kortsnoj keðjureykti meðan á einvíginu stóð og blés reyknum
framan í mig. Íslenska þjóðin varð æf yfir framkomunni en í sannleika sagt truflaði þetta
mig minnst,“ sagði Jóhann um atvikið í viðtali við DV í fyrra. Þá var Viktor nýlátinn, 85
ára að aldri.
Richard Nixon
Richard Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseti,
var ekki mjög hrifinn af Keflavík þegar
hann heimsótti landið árið 1956. Þá var
Nixon að vísu varaforseti undir
Eisenhower og hingað kominn
til að hitta bandaríska her-
menn í Keflavík og íslenska
ráðamenn. Síðar þegar Nixon
kom til Íslands, árið 1973,
minntist hann þessarar heimsóknar og þeirrar
hlýju móttöku sem hann fékk frá hermönnum í
Keflavík, „þeim guðsvolaða stað“ eins og hann
orðaði það. Þetta vakti ekki beint mikla kátínu
hjá Suðurnesjamönnum sem fannst að sinni
heimabyggð vegið.
Halim Al
Þjóðin fylkti sér á bak
við Sophiu Hansen í
forræðisdeilu hennar
og Halims Al, fyrrverandi
eiginmanns hennar, þeirri
allra þekktustu í Íslandssögunni.
Sumarið 1990 fór Halim með dætur
þeirra, Rúnu og Dagbjörtu, sem þá voru
7 og 9 ára, í nokkurra daga frí til Tyrklands.
Hann sneri ekki aftur. Sophia reyndi hvað hún gat
að fá dæturnar aftur en hafði ekki erindi sem erfiði. Tuttugu og þrjú ár
liðu þar til Rúna, yngri dóttir Sophiu, kom aftur til Íslands í heimsókn. Það
gerðist árið 2013.
Staffan Olson
Staffan Olson, eða Faxi eins og hann var gjarnan kallaður, var í
rauninni Svíagrýlan holdi klædd. Olson gerði íslenska hand-
boltalandsliðinu ítrekað lífið leitt á árum áður enda þótti hann frá-
bær handboltamaður. Íslendingar hreinlega hötuðu Olson. Í landsleik
Íslands og Svíþjóðar í Laugardalshöll, líklega í upphafi tíunda áratugarins,
bauluðu áhorfendur í hvert sinn sem hann fékk boltann. Staffan gerði það að
leik sínum að glotta og líta upp í stúkuna í hvert sinn sem hann skoraði. Íslendingar
fyrirgáfu Staffan að lokum, en það var þó ekki fyrr en hann hætti að spila handbolta.
Vladimir Zhirinovsky
Rússneski stjórnmálamaðurinn vakti ugg hjá mörgum Íslendingum árið 1992 þegar hann stakk
upp á því að Ísland gæti orðið fanganýlenda Rússlands. Á þessum árum var Zhirinovsky í
baráttu um að komast til valda í Rússlandi. Ástæðu þess að Zhirinovsky vildi Íslandi þessi örlög
má rekja til viðurkenningar Íslands á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna þriggja. „Þið hafið kveikt í
púðurtunnu. Ísland verður fangelsi fyrir Evrópu,“ sagði hann í samtali við RÚV. Zhirinovsky, sem
er 71 árs, er enn í fullu fjöri í rússneskum stjórnmálum.
Gordon Brown
Af hverju? Setti á okkur hryðjuverkalögin
Staða: Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands
Íslendingar munu aldrei gleyma þeirri ákvörðun Gordons
Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, að setja
hryðjuverkalög á Ísland eftir bankahrunið 2008. Setti hann
þar með Ísland í hóp með talíbönum og al-Kaída. Ólafur
Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, komst ágætlega að
orði í viðtali við Sky-sjónvarpsstöðina árið 2013 þegar hann
sagði að jafnvel þegar Bretar verði búnir að gleyma Brown
muni Íslendingar muna vel eftir honum. Ákvörðunin um
að setja Ísland á lista með hryðjuverkasamtökum verði
honum og ríkisstjórn hans til skammar um aldur og ævi.
Roosh Vorek
Af hverju? Skrifaði bók
sem fjallaði um hvernig væri
auðveldast að komast í rúmið
með íslenskum konum
Staða: Rithöfundur
Bandaríkjamaðurinn Roosh
Vorek dvaldi hér á landi í
nokkra mánuði árið 2011
þar sem hann rannsakaði
meðal annars hvernig væri
auðveldast að komast í
rúmið með íslenskum konum.
Afraksturinn var bók sem
heitir Bang Iceland. Roosh,
sem er yfirlýstur andfemínisti,
er ekki beint vinsæll á Íslandi
og í janúar í fyrra boðaði
hann fylgismenn sína hér á
landi að Skólavörðuholti þar
sem markmiðið var að halda
einhvers konar samstöðufund.
Þessu var mótmælt harðlega
hér á landi, meðal annars
á Facebook, og fór svo að
fundurinn var blásinn af.
Cristiano Ronaldo
Af hverju? Talaði íslenska landsliðið niður á EM 2016
Staða: Besti fótboltamaður heims
Ronaldo vakti reiði margra Íslendinga eftir að
Portúgal mætti Íslandi í fyrsta leik okkar í lokakeppni
stórmóts. Íslenska liðið náði jafntefli, 1-1, og lék vel.
Ronaldo vandaði íslenska liðinu ekki kveðjurnar eftir
leik. „Ísland reyndi ekkert. Það var bara vörn, vörn,
vörn og skyndisóknir. Þeir fengu færi og skoruðu eitt
mark. Þeir voru heppnir í kvöld,“ sagði Ronaldo sem
bætti við að það væri erfitt að spila fótboltaleiki þar
sem aðeins annað liðið reynir að vinna. Þess má geta
að sóknarleikur Íslands var í raun lítið síðri en sóknar-
leikur Portúgals á mótinu; Ísland skoraði 8 mörk í 5
leikjum en Portúgal 9 í 7 leikjum.