Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 24
24 umræða 9. febrúar 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Ritstjóri: Sigurvin Ólafsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur fréttaskot 512 7070 abending@dv.is Ferskur andblær í verkalýðsbaráttuna Borðar þú súrmat?Spurning vikunnar „Nei, ég er búinn að smakka það allt saman en líkar ekki“ Sigurjón G. Arnarsson „Já, allt mjög gott“ Sigfús Guðlaugsson „Já, mér finnst hann góður“ Svana Jónsdóttir „Ég borða súran hval og súra sviðasultu“ Gerður Einarsdóttir M erkilegt að í miðju blússandi góðæri þar sem ljúfur ilmur af grill- uðu nautakjöti liggur yfir borginni og iitala-kertastjakar hrannast upp í stofugluggum við hliðina á 50 tommu 4K sjónvarp- inu sé gróska í verkalýðsmálum. Ég og mín kynslóð höfum aldrei heyrt um Gvend jaka og höfum haft tak- markaðan áhuga á verkalýðsbar- áttu og vitum varla um hvað þetta snýst. Líklega má rekja það til þess að verkalýðsforingjar og fótgöngu- liðar þeirra hafa haldið verkalýðs- félögunum út af fyrir sig og erfitt fyrir almenning að hafa áhrif. En nú blása ferskir vindar og nýtt fólk með mikla réttlætiskennd hefur stigið fram, alþýðufólk sem tal- ar mannamál. Um daginn tók ég meira að segja þátt í spjalli þar sem verkalýðsmál bar á góma, það hef- ur aldrei gerst áður. Það eina sem við þekkjum er já- kvætt tal um stöðugleika og nei- kvætt tal um höfrungahlaup. Þeir sem hafa rænu á að sækja um styrk hjá stéttarfélagi sínu eru göldróttir. Það væri forvitnilegt að vita hversu margir á vinnumarkaði vita ekki hvaða stéttarfélagi þeir tilheyra. Þú mætir til vinnu, færð borgað og vonandi launahækkun einn góðan veðurdag. Sólveig Anna Jónsdóttir, fram- bjóðandi til formanns Eflingar, er nýjasta dæmið um gróskuna í verkalýðsbaráttunni. Í viðtali við DV segir hún að fólk þurfi að hætta að skammast sín fyrir hvað það fær í laun. Þegar kjararáð afhendi toppunum í þjóðfélaginu margar milljónir í afturvirk laun þá eigi láglaunafólk ekki að skammast sín heldur einfaldlega biðja um slíkt hið sama. Skömmin sé þeirra sem finnst það fráleitt að Gunna leik- skólaliði fái sömu krónutöluhækk- un og séra Jón. Það verður vissulega erfitt að ná fram miklum launahækkun- um fyrir þá sem hafa lægstu launin og enginn veit hvort Sólveig Anna og hennar fólk fái yfirleitt brautar- gengi innan Eflingar. Þótt maður taki svona háleitum markmiðum með miklum fyrirvörum þá kem- ur Sólveig inn sem ferskur and- blær í verkalýðsbaráttuna með tal um auðvaldið, arðrán og firr- ingu. Ragnar Þór í VR og Vilhjálm- ur Birgisson á Akranesi hafa verið beittir en alvöru verkalýðsforingj- ar eiga að tala mál sem alþýðan skilur. Ábyrgðartal um verðbólgu og stöðugleika fellur um sjálft sig þegar Sólveig fer að tala um óstöðug leikann sem fylgir því að lifa á lágum launum. Hvað sem manni kann að finnast almennt um róttækan sósíalisma þegar maður er upptekinn við að græða á daginn og bíða eftir almennilegu veðri til að grilla þá eru spennandi tímar framundan í verkalýðsbar- áttunni. Stofnanavædda verka- lýðshreyfingin, sveitarfélögin, ríkið og atvinnurekendur þurfa að hafa góð svör reiðubúin þegar ómenntaða láglaunafólkið sem getur slökkt á samfélaginu með verkfalli heimtar hækkun sem dugar til að safna fyrir íbúð. n N úna eru í gildi lög á Íslandi frá 2005 sem banna um- skurð á stúlkum og konum. Ég fór að skoða þetta eftir að barnaverndarsamtök hér og á hin- um Norðurlöndunum kölluðu eft- ir því að banna einnig umskurð á drengjum þar sem um sé að ræða brot á mannréttindum og brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Frumvarpið breytir orðinu „stúlka“ í „barn“ þannig að sömu lög gilda um bæði drengi og stúlkur. Umskurður er ónauðsynleg að- gerð og er óafturkræf. Það er sýk- ingarhætta og margir karl- menn sem hafa verið umskornir eiga í alls kyns vandamál- um alla ævi. Það eru dæmi þess að ungir drengir hafi dáið í kjölfar umskurðar. Þetta er yfirleitt gert á mjög ungum drengjum, allt upp í 10 ára, iðulega án deyfingar. Börn- in annaðhvort gráta eða verða stjörf af áfallinu og sársaukanum sem þau verða fyrir. Það allt mælir gegn því að þetta sé gert. Þetta kemur trúarbrögðum ekk- ert við, þetta er barnaverndarmál. Sú réttlæting að þetta sé hrein- lætismál og komi í veg fyrir kynsjúk- dóma stenst ekki skoðun. Þeir sem hafa sett sig á móti þessu eru smeykir við að lögin okkar verði for- dæmisgefandi. Þetta er eldgömul hefð sem er byggð á hindurvitnum og við eigum að vera komin lengra en þetta í dag. Við Íslendingar eig- um bara að taka frumkvæðið og breyta þessum lögum. U mskurður drengja er réttur okkar sem múslima. Þetta er ekki eitthvað sem við getum bara sleppt. Við fylgjum og virðum íslensk lög eins og við fylgjum lögum í öðrum löndum, en þetta er okk- ar réttur sem múslimar á Íslandi. Umskurður er ekki eitthvað sem er bundið við Ísland, þetta er um allan heim og hefur viðgengist í þúsundir ára. Ef þetta frumvarp verður að lögum þá mun gerast það sem við í Stofnun múslima á Íslandi viljum ekki, að fólk geri þetta samt. Hvort sem umskurð- urinn eigi sér stað á Ís- landi eða annars stað- ar. Eða þá að það flytji inn einhvern lækni til að gera þetta heima hjá þeim. Það vilj- um við ekki. Við viljum gera þetta löglega á spítala eða heilbrigðis- stofnun með lækni sem tryggir að umskurðurinn heppnist vel. Það sem skiptir öllu er heilsa barnsins, ef þetta er gert heima hjá fólki, bak við luktar dyr, þá er heilsu barnsins stefnt í hættu. Það er ósann- gjarnt að líkja þessu við umskurð stúlku- barna, það er bara eitthvað sem á sér stað í sumum lönd- um og við stundum ekki slíkt. Umskurður drengja einskorð- ast ekki við íslam heldur tíðkast einnig meðal gyðinga og hef- ur gert í árþúsund, einnig með- al sumra kristinna, ég skil ekki hvernig á að vera hægt að koma í veg fyrir þetta. Karim Askari, framkvæmdastjóri Stofnunar múslima á Íslandi Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins MEð oG á Móti – UMskUrðUr dreNgja með á móti Orðið á götUNNi Leiðari Ari Brynjólfsson ari@pressan.isFlokkseigendur fá sitt Hafi einhverjir talið mögulegt að Framsóknar- og Miðflokkurinn myndu sameinast aftur telja þeir sem til þekkja í flokkunum að slík- ar vangaveltur séu nú endanlega úr sögunni. Margir þeirra sem hættu stuðningi við Framsóknarflokkinn og stofnuðu Miðflokkinn litu ekki á Sigurð Inga sem höfuðandstæðing sinn heldur sem leiksopp flokks- eigendafélagsins. Þeir sem hafi verið einna virkastir í að undirbúa flokksþingið og atburðina sem þar urðu hafi verið vinirnir Ásmundur Einar Daðason og Helgi Haukur Hauksson. Þeir hafa verið sam- starfsmenn í viðskiptum til margra ára og eru nátengdir Kaupfélagi Skagfirðinga. Miðflokksmenn segja Helga Hauk hafa verið leiðandi í að breyta kjörskrám flokksþingsins með þeim afleiðingum að fjölda stuðn- ingsmanna Sigmundar Davíðs hafi verið vísað frá við kjörklefana. Einnig hafi hann hringt hundruð, frekar en tugi, símtala til að bera út gróusögur um Sigmund og sannfæra fólk um að kjósa Sigurð Inga. Þegar ríkisstjórnin var mynduð grínaðist Gunnar Bragi Sveins- son, þingmaður Miðflokksins, með það á samfélagsmiðlum að Framsóknarflokkurinn þyrfti þrjú ráðherrasæti, eitt fyrir formann, eitt fyrir varaformann og eitt fyrir flokkseigandann. Svo fór að Ásmundur Einar Daðason var gerður að félags- málaráðherra, flestum konum í þingflokknum til mikillar armæðu. Nú er svo búið að ráða nýjan framkvæmdastjóra Framsóknar- flokksins. Sá heitir Helgi Haukur Hauksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.