Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 56
56 9. febrúar 2018 „Ekki erfiðara að stýra fundi í pólitísku ráði en æfingu hjá pönk- hljómsveit“ Það var fleira sem rann upp fyrir meðlimum Besta flokksins þegar fram liðu stundir. Viku fyrir kosn- ingar varð þeim til að mynda ljóst að þau þurftu að fylla upp í svona áttatíu til hundrað og tuttugu stöður en Óttarr starfaði meðal annars sem borgarfulltrúi, formaður í hverfisráði miðborgar, varafor- maður borgarráðs, varaformaður skóla- og frístundaráðs og eins konar utanríkisráðherra flokksins í stjórn Sambands íslenskra sveitar- félaga og erlendum samskiptum ásamt fleiru. „Þegar dyrnar lokuðust á eftir okkur þarna inn í ráðhúsið þá þurftum við bara að bretta upp ermar og setja okkur inn í málin. Í mínum huga var þetta alltaf eins konar þegnskylduvinna enda eiga stjórnmálamenn alltaf að starfa sem fulltrúar almennings, líkt og þegar menn eru valdir af handahófi í kviðdóm í Bandaríkjunum. Mér fannst gaman að koma svona inn í nýjar aðstæður og þurfa að læra á þær. Aftur held ég að það sé þessi bakgrunnur í pönkinu og þessum „do it yourself “-kúltúr Íslendinga sem ég kann svo vel við. Að læra hlutina með því að ráðast í verkið. Þetta var algjörlega þannig en svo vorum við líka góður, vel mannaður og samstilltur hópur sem Jón hafði smalað saman. Allt fólk með reynslu af því að þurfa að sjá fyrir sér sjálft á eigin forsendum. Seinna áttaði ég mig á að það er ekkert erfiðara að stýra fundi í pólitísku ráði en æf- ingu hjá pönkhljómsveit enda sama dýnamík að mörgu leyti.“ Getur ekki hugsað sér að vera gaur sem hangir í pólitík af gömlum vana Undanfarin átta ár hefur Óttarr haft það að aðalstarfi að vera at- vinnupólitíkus eins og hann kallar það. Þótt hann hafi aldrei stefnt á þá braut í lífinu segist hann flokka þetta undir tilraunagleði sína, sem hefur meðal annars fengið útrás í fatastíl hans, tónlist og annarri sköpun. Óttarr elskar nefnilega að ögra sjálfum sér og fara út fyrir eigin þægindamörk. „Þegar ég lít um öxl þá grunar mig að þetta hafi verið hluti af bæði tilraunagleði og fífldirfsku en ég sé ekki eftir því. Á sama tíma er ég mjög ánægður með að hafa aldrei orðið atvinnupólitíkus í þeim skilningi að gera allt til að reyna að verja mína stöðu heldur velja frekar að leggja allt undir og keyra áfram. Það var ekki fyrr en alveg undir lokin að ég lærði hvernig maður ætti að passa sig, velja slagina og svo framvegis, sem er lógískt í þessu vinnuumhverfi, en getur í raun verið alveg ban- vænt í því sem ég kalla ábyrgð á pólitísku starfi. Pólitík er einhvers konar leikur, eða aðferðafræði, en vettvangurinn snýst um að sýsla með almannahagsmuni og það er mikill ábyrgðarhluti. Þegar pólitíski leikurinn fer að skipta meira máli en ábyrgðin sem fylgir starfinu þá er maður kominn á hálan ís,“ segir hann og vísar meðal annars til ástandsins í borgarpólitíkinni árið 2010. Þá höfðu fjórir borgarstjórar starfað á einu kjörtímabili og alls konar vitleysa fékk að viðgangast sem bæði meðlimir Besta flokksins, og aðrir borgarbúar, upplifðu að hefði verið á kostnað almannahags- muna. „Þegar maður sjálfur er svo orðinn þingmaður, eða ráðherra, þá kemur í ljós hvað það getur verið auðvelt að byrja að spila pólitík; maður lærir að vanda sig við að velja orðin til þess fá vinnufrið svo maður geti komið einhverju góðu til leiðar, nú eða til að komast hjá rifrildi og svo framvegis. Nú, þegar ég hef haft einhverjar vikur til að velta þessu fyrir mér, þá sé ég að ég var kannski aðeins orðinn þreyttur og ómeðvitað byrjaður að hugsa mig út úr þessum hlutverkum. Ég get ekki hugsað mér að vera svona gaur sem hangir í pólitík af gömlum vana. Hvað þá fyrrverandi pólitíkus sem er síröflandi um hvernig hann myndi gera hlutina. Það er það hallærislegasta sem ég veit. Eiginlega eins og gamall pönk- ari sem vælir yfir því hvað rapp sé ömurleg tónlist!“ Ætlarðu alfarið að stimpla þig út úr stjórnmálum eða langar þig að snúa til baka? „Nei, ég upplifi að nú sé rétti tíminn til að láta gott heita enda er ég búinn að vera vakinn og sofinn yfir pólitík í fleiri ár. Undir það síðasta upplifði ég að persóna mín og gulu fötin væru byrjuð að taka athyglina frá hugsjónum Bjartrar framtíðar og það þótti mér miður. Ég hef alltaf litið á starf stjórnmála- mannsins sem þjónustustarf og persóna viðkomandi ætti ekki að fá meiri athygli en þau verkefni sem hann eða hún eru að sinna. Það er líka gaman að sjá framtíðina fyrir sér sem óskrifað blað og vita ekki hvað tekur við næst,“ segir hann en eftir að hann lét af störfum sem heilbrigðisráðherra hefur helsta verkefni Óttars verið að taka upp nýja plötu með hljómsveitinni Dr. Spock. „Hún kemur út eftir nokkra daga og við ætlum að halda svakalega útgáfutónleika á Húrra á föstudaginn eftir viku,“ segir hann spenntur. Greinilega feginn að vera aftur kominn á fullt í tónlistar- bransann. Barnlaus, reyklaus og án áfengis Við vendum kvæði okkar í kross og ræðum aðeins einkalíf og lífsstíl Óttars sem líkt og annað í hans tilveru er ekki sérlega hefðbundið. Hann er bæði hættur að reykja og drekka og reynir að forðast sykur en elskar hins vegar kaffi. „Ég hef í mér hið alræmda fíknigen og reyni því að losa mig við einn löst í einu. Hætti að drekka um aldamótin og það er orðið nokkuð normalt ástand núna. Þetta var auðvitað löngu hætt að vera partí og byrjað að trufla annað sem ég hefði átt að vera að gera,“ segir Óttarr sem hætti drykkjunni á eigin forsend- um, án þess að fara í áfengismeð- ferð. „Eftir því sem maður verður eldri og sköllóttari þá finnur maður meira fyrir neikvæðum afleiðing- um lastanna. Mér fannst ekki erfitt að hætta að drekka og ég sakna hvorki bragðsins né áhrifanna en þó kemur það fyrir, þegar maður sér einhvern drekka viskí á mjög töff hátt í bíómynd að maður hugsi: Djöfull er þetta töff. Ég segi það sama með reykingar. Mig langar aldrei í sígarettu, en þegar ég sé einhverja töffara reykja þá kemur stundum þessi gamla tilfinning yfir mig. Það erfiðasta við að láta af löstum er kannski að sætta sig við að maður ætli ekki að taka þátt í þessu partíi lengur.“ Barnleysið aldrei truflað Fyrir tæpum þrjátíu árum kynntist Óttarr sambýliskonu sinni, Svan- borgu. Hann segir hvorugt þeirra muna hvar eða hvernig leiðir þeirra lágu saman en líklegast hafi það verið einhvers staðar á tónleikum. Þau eiga engin börn en heimili þeirra er stútfullt af heilbrigðum og fallegum plöntum og svo eru þau með fínasta fiskabúr. Hann segir sameiginleg áhugamál og svipaðan smekk binda þau sterkum böndum og hann er þakklátur fyrir þá gæfu að þau hafi fengið að uppgötva hlutina saman. Hvað barneignir varðar segir Óttarr þau eiginlega ekki hafa pælt sérstaklega í því: „Við höfum aldrei sest niður og ákveðið að eignast ekki börn og við höfum heldur ekki sest niður og talað um hvað það sé ömurlegt að hafa aldrei eignast þau og að við þyrftum að gera eitthvað í því. Við höfum bara notið þess afskaplega vel að vera frænka og frændi barnanna í fjölskyldum okkar og barnleysið hefur aldrei truflað okkur. Kannski er það uppreisnargjarna genið í okkur sem hefur ekki viljað gera neitt eins og allir hinir? Eitthvað ómeðvitað? Á pönktímanum gekk ég til dæmis alltaf með bindi en um leið og ég varð stjórnmálamaður tók ég það af mér og vildi vera fulltrúi þeirra sem ganga aldrei með bindi. Við Svanborg fengum bæði borgaralegt úthverfauppeldi en það er eitthvað í okkur báðum sem streitist á móti straumnum. Þegar ég segi það þá hljómar þetta kannski svolítið mótsagnakennt. Við búum jú í steinhúsi við Garðastræti, söfnum myndlist og eigum fallegan sófa. Samt er alltaf þessi litli pönkari inni í mér sem sem steytir hnefa móti norminu og æpir: Eigi skal bogna!“ „Við höfum aldrei sest niður og ákveðið að eignast ekki börn og við höfum held- ur ekki sest niður og talað um hvað það sé ömurlegt að hafa aldrei eignast þau og að við þyrftum að gera eitthvað í því „Sem krakki var ég alltaf að stússast eitthvað í tónlist. Spilaði á evfóníum með lúðra- sveit og var eflaust hálfundarlegur. Ári á undan í skóla, dvergvaxinn og þrammandi um með risastóra túbu í lúðra- sveit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.