Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 22
22 9. febrúar 2018fréttir Veganforeldrar og veganbörn A nna Karen Kolbeins er 24 ára námsmaður og móð- ir. Hún og unnusti henn- ar, Kjartan Jónsson, urðu vegan fyrir tveimur árum. Saman eiga þau tvö börn, Anitu Rós, sem verður fimm ára í ágúst, og Frey, sem verður þriggja ára í febrúar. Anita Rós og Freyr eru bæði vegan. Anna Karen segist finna mikinn mun á heilsu og hegðun barna sinna eftir að þau urðu vegan. Hún segir þau sofa betur og líða betur. Hvað kom til að börnin urðu vegan? „Fyrst um sinn voru það ég og Kjartan sem vorum vegan, enda vorum við að fikra okkur áfram í þessu. Börnin urðu ekki alveg strax vegan. Það leið ekki á löngu þar til þau urðu alveg vegan heima og á leikskólanum. Þegar maður er orðinn upplýstur um dýraiðnað- inn og þjáningu dýra er erfitt að horfa upp á börnin sín borða dýr og afurðir þeirra.“ Borða betur og sjaldnar veik Hvenær urðu börnin alveg vegan? „Þau voru vegan heima hjá okkur og í fjölskyldumatarboðum þegar við höfðum verið vegan í tvo mánuði. En þau voru ekki vegan í leikskólanum. En svo bauð leik- skólinn upp á veganvalkost fyrir þau stuttu fyrir sumarfrí 2016. Síð- an þá hafa þau bæði verið vegan.“ Fannst börnunum það eitthvert mál? „Nei. Börn eru fljót að venjast, þau aðlagast svo fljótt. Þau byrj- uðu líka að borða mikið betur eftir að þau fóru á plöntumiðað fæði.“ Hefur veganfæðið haft einhver heilsufarsleg áhrif á þau? „Já. Mér finnst þau sofa bet- ur. Þau verða miklu minna veik, sjaldnar veik og í styttri tíma. Þegar Freyr var lítill þá var hann mikið eyrnabarn, hann var alltaf með slím í hálsinum, það fór ekki. En um leið og við tókum út mjólk- urvörur hvarf það. Sömu sögu má segja um exemið hjá dóttur minni, það hvarf eftir að hún varð vegan. Þetta hefur bara haft góðar af- leiðingar á þau.“ Fjölskyldan efins fyrst Hvernig tók fjölskylda ykkar því að börnin væru orðin vegan? „Fyrst um sinn voru þau ekkert sérstaklega ánægð, þannig séð, en það var af því að þau þekktu ekki veganisma. Þau voru áhyggjufull fyrst og sögðu að börnin þyrftu kalk úr mjólk og prótein úr kjöti. Sem mér finnst að sjálfsögðu mjög eðlilegt þar sem við erum alin upp við þær upplýsingar. En með tímanum sáu þau hvað við vorum að elda og hvernig börnin voru að þrífast. Þau sjá nú að það eru ákveðnir hlutir, eins og kjöt og mjólk, sem maður þarf ekki og getur borðað annað í staðinn til að fá sömu næringarefni. Þau eru sjálf byrjuð að elda vegan og hafa enga fordóma gagnvart þessu.“ Verða áhugasamari með aldrinum Eruð þið búin að eiga „samtalið“ við börnin. Vita þau af hverju þau borða ekki kjöt? „Já. Dóttir mín er rosalega klár og skilur mikið. Fyrst um sinn töl- uðum við ekki ítarlega um þetta en útskýrðum fyrir henni að við værum vegan, sem þýddi að við borðuðum hvorki dýr né afurðir þeirra. Við sögðum henni að það væri í lagi ef aðrir væru ekki vegan og það skipti ekki máli, það sem skipti máli væri hvað við gerðum. Nú, þegar hún er að verða fimm ára, erum við byrjuð að útskýra meira fyrir henni, enda er hún orðin áhugasamari og forvitnari um veganisma. Við útskýrum fyr- ir henni að dýrin væru vinir okk- ar, og kjöt væri partur af dýri sem var lifandi og nú dáið. Ég veit að ég mun örugglega vera hengd fyr- ir þetta, en ég spurði hana hvort hún myndi borða kisurnar okk- ar og bar það saman við að borða til dæmis svín. Ég vil kenna henni að fyrir okkur er enginn munur á þessum tveimur dýrategundum. Mér finnst fólk ekki eiga að geta borðað eitt dýr en elskað ann- að. Ég er að reyna að sýna dóttur minni að þessi tegundarhyggja eigi ekki að eiga sér stað. Allavega ekki á okkar heimili. Hún skilur þetta mjög vel og er mjög stolt af því í leikskólanum að vera vegan. Við fræðum hana smám saman, en förum mjög rólega í það. Strák- urinn pælir ekkert í þessu, hann er bara ótrúlega sáttur að fá tófú og baunir. Honum finnst það mjög gott,“ segir Anna Karen. Ertu hrædd um að þeim verði strítt fyrir að vera vegan? „Já, að sjálfsögðu. Maður veit aldrei. Börn heyra það sem for- eldrar tala um á heimilinu og það er það sem gerir mig stressaða; hvernig viðhorf fólks til vegan- fólks er hér á landi og hvernig um- ræðan er. En það er 2018 og fólk er svo fjölbreytt. Ég ætti ekki að hafa áhyggjur af þessu en að sjálfsögðu spái ég í það. En það er á ábyrgð foreldra að fagna fjölbreytileika og ala börnin sín við að það séu ekki allir eins og fólk hafi mismunandi skoðanir.“ Afmælisveislur hjá öðrum börnum Hvernig er þegar þau fara í afmæl- isveislur hjá öðrum börnum? „Á þessum aldri er yfirleitt aldrei kjöt í boði í barnaafmæl- um, heldur kaka og eitthvert snarl. Þau eru bæði með mjólkuróþol og við látum alltaf vita af því. En hins vegar ef það eru egg í kökunni þá er ég ekki að fara að segja: „Nei, barnið mitt má ekki borða þetta.“ Það eru vissar aðstæður þar sem ég hef það ekki í mér að banna eitthvað slíkt. Þótt við séum alveg hörð á þessu á það ekki að bitna á barninu okkar á þennan hátt – að það sé eina barnið í afmælisveisl- unni sem fær ekki köku. Ég ætla heldur ekki að mæta með sér köku fyrir börnin. Ég segi algjört nei við kjöti og þau eru með mjólkuróþol, en þau fá af og til afmælisköku sem er með eggjum.“ Hafið þið rætt hvað þið ætlið að gera ef þau koma einn daginn heim og segjast hafa fengið sér pylsu í skólanum eða vilji fá sér pylsu? „Það er þeirra ákvörðun. Þegar þau verða komin á ákveðinn ald- ur verður þetta ekki lengur í okk- ar höndum. Þau verða sjálfstæð- ar manneskjur og taka sínar eigin ákvarðanir. Þótt það sé alltaf vegan hér á þessu heimili þá finnst okk- ur við ekki ráða því hvað þau gera utan heimilisins þegar þau verða komin á ákveðinn aldur.“ Fordómar Finnurðu oft fyrir fordómum vegna lífsstíls ykkar? „Það er aðallega ef einhver spyr mig að einhverju. Ég geng ekki upp að fólki og tala um fæðu þess að mínu eigin frumkvæði og spyr hvort fólkið viti hvað þetta sé slæmt fyrir það. En fólk er stund- um með fordóma en það er ekki mitt mál. Það skiptir engu máli, svona er þetta. Það er meira að segja veganfólk með fordóma á hinn bóginn. Þegar fólk segir að veganfólk sé að þröngva sín- um skoðunum upp á aðra, þá eru þetta aðeins örfáir einstaklingar en meirihluti af veganfólki ger- ir þetta ekki. Þetta kemur mikið frekar frá hinni hliðinni. En það sem ég hugsa er að ég dæmi ekki þig, ekki þú dæma mig. Einnig er mikill misskilningur að vegan- fólk kalli fólk sem borðar dýr morðingja og níðinga. Við gagn- rýnum iðnaðinn í heild sinni, ekki endilega fólkið sem er neytendur iðnaðarins.“ Algengar spurningar Hvaðan fær barnið næringu? „Það er næring í nánast öllu. Við fylgjumst með því og pöss- um upp á að börnin fá afskaplega hollan og fjölbreyttan mat. Við eldum mikið tófú. Börnin borða mikið grænmeti og eru sérstak- lega hrifin af fersku grænmeti. Þau elska einnig baunir. Þau fá afar fjölbreytta fæðu. Við erum held- ur ekki að einblína á rosalega hollt mataræði, þau fá kjötlíki, samlok- ur og pítsur. En það sem skiptir máli er að þau fái næringu úr öll- um fæðuflokkunum. Það er hægt að fá kalk úr öðru en mjólk og prótein úr öðru en kjöti. Það þarf að endurskipuleggja máltíðirn- ar með það í huga og það er ekk- ert mál.“ Finnst þér í lagi að taka þessa ákvörðun fyrir barnið þitt? „Ég hef mjög oft verið spurð að þessu. Ég segi á móti, er mað- ur ekki alltaf að taka einhverjar ákvarðanir fyrir börnin sín? Aðrir foreldrar taka sömu ákvörðun fyr- ir börnin sín – að þau borði kjöt. Þetta er alveg eins með trú eða ef barn fæðist í fjölskyldu sem hefur ákveðin gildi og reglur. Foreldrar eru sífellt að taka ákvarðanir fyrir börnin sín eftir því sem þeir telja vera rétt.“ n „Plöntumiðað fæði hefur bara haft góð áhrif á þau“ Matseðill Önnu Karenar Dæmi um það sem fjölskyldan borðar um helgar Laugardagur Morgunmatur: Hafragrautur með rúsínum og plöntumjólk, oatly er vinsælust. Hádegismatur: Eitthvað létt, flatkökur, jógúrt, stundum smá pasta, brauðsneið. Síðdegis: Epli/maískökur/banani/hrökkbrauð. Kvöldmatur: Gardein „chicken patties“ veganborgari með veganmajónesi, grænmeti og frönskum. Sunnudagur Morgunmatur: Kjúklingabauna-„ommeletta“ með grænmeti. Hádegismatur: Afgangur frá kvöldinu áður eða sama og á laugardögum. Síðdegis: Sama og á laugardögum og stundum popp ef við erum í kósífíling. Kvöldmatur: Tófú, edamame og kjúklingabaunir, ofnbakað blómkál, kínóa og ferskt grænmeti. Vegan fjölskylda Anna Karen Kolbeins og Kjartan Jónsson, unnusti hennar, ásamt börnum sínum, Anitu Rós og Frey. Anna Karen segir börnin borða mikið betur eftir að þau fóru á plöntumiðað fæði. DV hafði samband við veganforeldra til að fræðast betur um veganisma og hvernig er að vera veganforeldri. Blaðamaður ræddi við Önnu Karen Kolbeins og Jónínu Ásdísi. Þær eru báðar vegan, tveggja barna mæður og eiga veganbörn. Börn Önnu Karenar hafa verið vegan síðan sumarið 2016. Yngri drengur Jónínu hefur verið vegan frá fæðingu og sá eldri borðaði fisk, ost og egg frá fæðingu til 21 mánaða aldurs, síð- an þá hefur hann verið vegan. Anna Karen og Jónína voru sammála um að bæði heilsa þeirra og barnanna hafi orðið mikið betri eftir að þau urðu vegan. Báðar eiga þær barn sem var með exem, sem hvarf eftir að þær tóku mjólkurvörur úr fæðu barns síns. DV spurði Önnu Karen og Jónínu einnig algengra spurninga sem vegan- foreldrar fá oft að heyra, eins og hvaðan börnin fái næringu. Álit næringarfræðings DV ræddi við næringarfræðing og spurði hvort börn geti verið vegan og fengið alla þá næringu sem þau þurfa á því fæði. „Já. Ef foreldrarnir eru rosalega meðvitaðir og vel lesnir. En flestir þurfa að taka B12 aukalega. En ef maður er mjög vel að sér í næringunni og fylgist vel með hvað barnið e r að borða þá á það að vera hægt. Maður þarf bara að passa sig rosalega vel.“ Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.