Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 55
 9. febrúar 2018 55 „Get ekki huGsað mér að vera svona Gaur sem hanGir í pólitík af Gömlum vana“ fyrstu tónleika í Lækjartungli árið 1988. Þessi sérstaka óperuskotna og ofurdramatíska þungarokksveit er ávöxtur þeirra listbræðra, Sigurjóns Kjartanssonar og Óttars, en Óttarr er með þá kenningu að margir af þeirra kynslóð hafi verið undir gríðarlegum áhrifum frá Rokki í Reykjavík. Myndin, og ekki síst tónlistin, varð gríðarlega vinsæl á sínum tíma enda tilbreytingin sem fylgdi pönkinu og nýbylgjunni eins og ferskur andvari í einsleitt samfé- lagið. Hann segir að þessi kreatíva sprengja hafi örvað ungmenni af hans kynslóð til að vera skapandi og búa til tónlist, þrátt fyrir að sköpunargleðin hafi á vissan hátt náð hátindi með Rokki í Reykjavík. „Sem krakki var ég alltaf að stússast eitthvað í tónlist. Spilaði á evfóníum með lúðrasveit og var eflaust hálfundarlegur. Ári á undan í skóla, dvergvaxinn og þrammandi um með risastóra túbu í lúðrasveit. Svo þegar maður komst á unglings- árin þá var þetta eðlilega ekki nógu töff svo ég lagði blásturshljóðfær- inu, keypti leðurjakka og fór að hljómsveitast. Við Björn Blöndal og Örn Arnarsson vorum miklir músíkbræður í Flensborg en svo tók bröltið á sig alvörubrag þegar við kynntumst hópi af rugludöll- um úr Kópavoginum. Þeim fylgdi þessi furðulegi maður, Sigurjón Kjartans son, sem þá var nýfluttur frá Ísafirði. Hann var náttúrulega mjög skrítinn; með svakalega stór- an hárlokk sem hékk fram á ennið og skögultennur sem hann barðist fyrir því að halda upprunalegum því hann ætlaði að gerast hryllings- myndaleikari,“ segir Óttarr glúrinn. Álversmenguðu djöflarnir og söguleg frumraun HAM með Sálinni hans Jóns míns Hann segir að með Sigurjóni hafi tónlistarbrölt þeirra félaganna fyrst orðið boðlegt þótt planið hafi alltaf verið að gera bíómyndir, enda báðir af VHS-kynslóðinni. „Við horfðum báðir á b-myndir út í eitt og því lá beinast við að fyrsta samvinnuverkefni okkar yrði kvikmynd í fullri lengd. Við byrjuð- um að skrifa handritið að meistara- verkinu Álversmenguðu djöflarnir sem fékk strax þýðinguna „The contaminated devils of aluminum,“ og réðumst í að mynda,“ rifjar hann upp. Sagan, sem var mjög undarleg, fjallaði um brjálaða sígauna sem áttu heima í bílakirkjugarði við álverið í Straumsvík. Í þessu meistaraverki kom Jón Gnarr til sögunnar í auka- hlutverki furðulegs Englendings sem ráfaði óvart inn á svæði hinna álversmenguðu djöfla en Jóni kynnt- ust þeir í gegnum Hafnfirðinga sem höfðu verið í heimavist á Núpi og komu til baka með sögur af þessum skrítna rauðhærða strák. „Við Sigurjón komumst þónokkuð fljótt að því að það var hægara sagt en gert að taka upp mynd í fullri lengd á 8 millimetra filmu og því drifum við bara í að semja tónlistina. Um leið rann það upp fyrir okkur að það væri mikið auðveldara að vera í hljómsveit en standa í þessu kvikmyndabrölti og þannig fór HAM bara sjálfkrafa í gang,“ útskýrir Óttarr um leið og hann fær sér sopa af espresso kaffi úr fallegum rósarbolla sem hann fékk að gjöf frá systur sinni Huldu. Óttarr segir að með Sigurjóni hafi tónlistarbröltið tekið á sig alvöru mynd og því ekki eftir neinu að bíða. Næsta skref skyldi vera að sigra heiminn. „Sigurjón er náttúrulega bara einhvers konar séní og með hans liðsauka vildum við gera meiri alvöru úr þessu enda mjög inn- blásnir af Einari Erni sem átti þau fleygu orð í Rokki í Reykjavík að málið væri ekki hvað maður gæti heldur hvað maður gerði. Okkur var eiginlega sama hvað það var, við vildum bara gera eitthvað.“ Þann 10. mars árið 1988 hélt HAM sína fyrstu tónleika á Lækjartungli þar sem sveitin hitaði upp fyrir Bleiku Bastana. „Þetta sama kvöld hélt reynd- ar önnur hljómsveit sína fyrstu tónleika í kjallara hússins, en það var Sálin hans Jóns míns,“ segir Óttarr og dregur annað augað í pung. „Svona leynast nú þræðirnir í íslensku tónlistarlífi.“ Langar að vera með puttana úti um allt „Strax um páskana tókum við upp smáskífuna Hold sem kom út um sumarið og um haustið vorum við búnir að væla okkur inn á að fá að hita upp fyrir Sykurmolana á tónleikaferðalagi um Þýskaland. Okkur fannst þetta alls ekkert of hratt enda strax byrjaðir að taka upp næstu plötu. Okkur lá mikið á enda alltaf að bíða eftir ein- hverju kjarnorkustríði og enginn tími í hangs. Sú pæling að fara að eyða einhverjum árum í að klára nám áður en maður færi að gera eitthvað af viti var gersamlega óhugsandi, – og ég er eiginlega ennþá þar … er enn ekki búinn að ákveða hvaða fag mig langar að læra í háskóla þótt ég velti því stundum fyrir mér. Mér finnst líka eitthvað skrítið að velja bara eitt fag til að einbeita mér að það sem eftir er ævinnar. Mann langar ein- hvern veginn að vera með puttana úti um allt.“ Skuldar átta einingar í Flensborg Þótt þú viljir vera með puttana úti um allt varstu lengi mjög reglu- samur í vinnu. Stóðst vaktina í bókabúð Máls og menningar árum saman? „Já, ég skulda enn átta einingar í Flensborg af því að ég hætti í skóla og fór að vinna sem afgreiðslu- maður hjá Almenna bókafélaginu. Ég sá auglýsingu í Mogganum, hr- ingdi og blaðraði mig í starfið sem ég held að hafi tekist af því ég var tvítyngdur. Þetta er reyndar eina atvinnuviðtalið sem ég hef farið í á ævinni,“ segir Óttarr sem starfaði í bókabransanum frá því hann var nítján ára eða frá árinu 1987 til ársins 2010, eða í rúmlega tuttugu ár. Lengst sem innkaupastjóri í erlendu bókadeildinni hjá Máli og menningu við Laugaveg. „Á árabilinu 1990 til 2000 var mikið fjör í bókabransanum, lífleg útgáfa og alls konar skemmti- leg tilraunastarfsemi. Verslunin stækkaði og varð fljótlega að líflegu menningarsetri. Maður hitti alla sem voru menningarlega þenkj- andi í þessari borg og alltaf var nóg að gerast. Næstu tíu ár á eftir, eða frá aldamótum til 2010 breyttist stemningin hins vegar og ég var þarna á tíu kennitölum án þess að færast úr stað. Maður var ýmist seldur, yfirtekinn eða færður en samt alltaf á sama stað,“ rifjar hann upp. Reiknuðu ekki með að vera allt í einu kosin Eftir hið margfræga hrun breyttist margt í lífi Óttars sem annarra Íslendinga. Hann upplifði, líkt og fleiri, að það hefði verið ákveðið ábyrgðarleysi að skipta sér ekki meira af stjórnmálum. Við hefðum á margan hátt látið okkur fljóta sofandi að pólitískum feigðarósi og að í hans eigin lífi væri einnig kominn tími á róttækar breytingar enda búinn að vera í sama starfinu í rúm tuttugu ár. „Þegar ég uppgötvaði allt í einu að ég vissi nákvæmlega hvernig væri best að bregðast við þessari rosalegu niðursveiflu sem fylgdi hruninu, af því að ég var búinn að gera það svo oft áður, fannst mér kominn tími til að skipta um starfsvettvang,“ útskýrir Óttarr en það var einmitt á þessum kross- götum sem rauðhærði strákurinn frá Núpi pikkaði í hann og viðraði hugmyndina um að stofna Besta flokkinn. Var þessi flokkur ekki aðallega grínádeila á stjórnmálin eins og þau höfðu verið fram að þessu? Eitthvert djók? „Kannski ekki alveg djók en allavega gjörningur. Að einhverju leyti var þetta satíra en undir niðri lá mikil alvara og við vorum með sterkar skoðanir þó fæst hefðum við gert ráð fyrir því að vera allt í einu kosin. Síðustu vikurn- ar fyrir kosningarnar, þegar sá raunveruleiki byrjaði að renna upp fyrir okkur, þá lá auðvitað beinast við að taka fulla ábyrgð á þessum verkefnum sem okkur var treyst fyrir,“ segir hann og bætir við að stór þáttur í framboði Besta flokksins, og síðan stefnu Bjartrar framtíðar, hafi snúist um að alls konar fólk ætti að hafa aðgengi að stjórnmálum og samfélaginu almennt. Að mönnun ráðherra- og borgarstjórastóla hafi fram að því verið mjög einsleit, áratugum saman, og löngu kominn tími á meiri fjölbreytileika. Með þessu má segja að þarna hafi þau unnið stóran sigur því á síðustu tíu árum hefur umburðarlyndi landsmanna fyrir því sem er öðruvísi, eða sker sig úr, aukist mjög, og andstaða við misrétti og ofbeldi fengið sífellt hærri rödd: „Þetta var löngu tíma- bært enda algjörlega nauðsynlegt fyrir samfélagið.“ „Hann var náttúrulega mjög skrítinn; með svakalega stóran hárlokk sem hékk fram á ennið og skögultennur sem hann barðist fyrir því að halda uppruna- legum því hann ætlaði að gerast hryllings- myndaleikari. Myndir DV ehf / Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.