Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 30
30 fólk - viðtal 9. febrúar 2018 Ótrúleg grimmd gagnvart þeim sem ljúka ekki námi Menningin var aldrei langt undan og hún lærði snemma að lesa sér til gagns. „Það má segja að ég sé heimaskóluð, mér leiddist í alvöru skóla og vildi frekar vera heima að lesa. Ég vildi fá að vera í friði, leit­ aði inn í bókaheim og eyddi mikl­ um tíma þar.“ Sólveig lauk aldrei stúdentsprófi. „Ég flosnaði bara upp úr námi, þegar ég var ungling­ ur var ég bæði þunglynd og kvíð­ in, það var meginástæða þess að ég hætti í skóla. Ég fann mig bara aldrei í skóla, það var bara ekki staður fyrir mig. Það er ótrúleg grimmd í ís­ lensku samfélagi gagnvart fólki sem hefur af einhverjum ástæð­ um ekki lokið námi. Ástæðurnar eru margvíslegar, geðræn vanda­ mál, fátækt á heimilum, neysla. Þessi grimmilega láglaunastefna gagnvart ómenntuðu fólki er eitt­ hvað svo sjúk, hugsaðu þér, það á að refsa fólki alla ævi fyrir það að hlutirnir gengu illa á unglings­ árunum. Það er eins konar kvala­ losti í samfélaginu, að láta fólk skrimta alla ævi á launum sem eru ekki boðleg fólki,“ segir Sólveig. Hún segir það siðferðislega rangt að borga fólki lág laun og það geti ekki staðist að flestir vilji það, en til að breyta því þurfi sam­ stöðu. „Við sem erum í láglauna­ störfum þurfum að hætta að láta eins og við getum sjálfum okkur um kennt eða að það skipti engu máli hvað við segjum því við séum svo leiðinleg, vitlaus og ómennt­ uð.“ Skömmin er hjá þeim sem finnst lág laun vera í lagi Þú ert búin að vera aðgerðasinni í mörg ár, nú ertu að bjóða þig fram í embætti formanns í rótgrónu fé- lagi, má segja að það hafi ekki skil- að tilætluðum árangri? „Ég varð fyrir pólitískri vakn­ ingu 2013, enn ein vakningin, ég hef fengið mjög margar. Þá fór ég að hugsa um stöðu láglauna­ kvenna sem eru nýttar til að vinna mikilvæg störf sem samfélagið kemst ekki af án, eins og að manna leikskólana, án þess að einhver segi að það þurfi að greiða þessum konum mannsæmandi laun. Þær eiga að sinna mennta­ og menn­ ingarlegu uppeldi á kærleiksríkan hátt en fá greidd laun sem er ekki hægt að lifa af. Allt í einu sá ég svo skýrt hversu fráleitt þetta er. Láglaunafólk vinnur alla sína ævi störf sem verður að vinna en er alveg ósýnilegt, það er ekki talað um okkur, við sjáumst ekki og eig­ um svona augnablik þegar við lít­ um í spegilinn og áttum okkur á að þetta bara verður svona. Það þýð­ ir ekkert að skipta um vinnustað því það bíða manns ekki betri laun því samfélagið, atvinnurekendur, borg, ríki og verkalýðsfélögin hafa samþykkt að það sé í lagi að nýta mann til vinnu alla ævi á ömurleg­ um launum.“ Þrátt fyrir þessa vakningu hefur Sólveig ekki alveg hætt sem róttækur aðgerðasinni, hún tekur þátt í ýmsu starfi, þar á meðal skipulagningu Róttæka sumar háskólans. „Ég las mér mik­ ið til um baráttu kvenna og sótti mjög í reynslu kvennanna sem ég vann með. Það er mjög sárt að horfast í augu við að það er bara verið að nota þig til vinnu og fá lítið í staðinn. Það er hins vegar mjög hollt fyrir fólk að horfast í augu við aðstæðurnar eins og þær eru. Fyrsta skrefið er að tala opin­ skátt um hvað maður fær í laun og viðurkenna að eina ástæðan fyrir því að hægt sé að leyfa sér að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum er sú að maður er með VISA­kort. Hætta að þykjast vera hluti af einhverri millistétt þegar maður er það ekki. Skömmin er ekki hjá okkur sem fáum þessi lé­ legu laun. Skömmin er hjá þeim sem halda að það sé boðlegt að borga fullorðnu fólki laun, fyrir unna vinnu, sem duga ekki til að komast af. Skömmin er hjá þeim sem sjá ekkert athugavert við að kapítalistum sé afhent allt sem þeir girnast á silfurfati. Þeir fengu húsnæðismarkaðinn á meðan það er enginn vilji til að afhenda láglaunafólki nokkurn skapaðan hlut.“ Stöðugleikinn er ekki fyrir verkafólk Hefur stjórn Eflingar og Alþýðu- sambandið ekki barist fyrir ykkar hagsmunum? „Nei. ASÍ og Efling hafa tekið þátt í því að samþykkja láglauna­ stefnu gagnvart verkafólki. Það er ekkert hægt að tala sig í kringum það.“ Hverju þarf að breyta hjá Efl- ingu? „Það er svo ótrúlega margt. Það þarf að bæta samskipti stéttarfé­ laganna við félagsmenn sína og samskiptin við þá sem er samið við. Það gengur ekki lengur að láglaunafólk sé látið axla ábyrgð á einhverjum stöðugleika þegar það ríkir aldrei neinn stöðugleiki í lífi láglaunafólks. Stöðugleikinn er fyrir auðvaldið sem getur þá haldið áfram að auðgast. Það er enginn stöðugleiki hjá þeim sem eru alltaf með fjárhagsáhyggjur, þurfa að leita til ættingja og vina eftir láni út mánuðinn eða hús­ næði. Það er enginn stöðugleiki að þurfa að flytja á hverju ári og þurfa að setja börnin í nýjan skóla. Það er svo kostuleg þessi skoðun og þessi veraldarsýn að allir séu í sama bátnum sem megi ekki rugga. Við höfnum þessu alfarið, við erum ekki í sama báti, okkar bátur lekur á meðan hinir eru um borð í snekkju á leiðinni í skatta­ skjólin sín. Verkalýðshreyfingin á að vera löngu hætt að taka þátt í þessu stöðugleikatali.“ Reiðin er réttlætanleg Sólveig segir að nýleg ákvörðun kjararáðs um að hækka laun æðstu ráðamanna og greiða þeim laun afturvirkt sé til marks um firringu valdsins. „Þeim er alveg sama. Þeir skilja ekki og þekkja ekki alþýðufólk. Vita ekkert hvað okkur finnst um þetta og hversu mikið láglaunafólk fyrirlítur kerf­ ið. Reiði okkar er réttlætanleg, valdið fær milljónir í afturvirk laun til að tryggja sig í sessi sem einhverja yfir stétt á kostnað okk­ ar, á meðan það er kastað til okkar nokkrum þúsundköllum.“ Þetta sé staða þar sem ekki eigi að lýsa yfir hneykslun. „Þarna þarf verkafólk einfaldlega að segja „þrjár millj­ ónir í afturvirk laun, flott, þá vit­ um við hvað við eigum að fá“, við verðum að sameinast í baráttunni gegn þessum eignatilfærslum í samfélaginu því annars verður það of seint.“ Sólveig gefur ekki mikið fyrir vinstrimenn og yfirlýsta femínista sem eru nú við völd í samfélaginu. „Ég hef alltaf litið á mig sem sósíal­ ískan femínista en það hefur trufl­ að mig yfirgengilega mikið þegar sumir segjast berjast fyrir frels­ un kvenna en ætla alveg blákalt og kerfisbundið að líta framhjá stöðu kvenna í samfélaginu. Mað­ ur þarf að vera alveg sérstaklega blindur eða óheiðarlegur til að sjá þetta ekki, það er margt sem stuðar mig en það stuðar mig mjög að sjá Dag B. Eggertsson mæta í Druslugöngu og tala sem karlmaður sem sé umhugað um stöðu kvenna en ætlar alls ekki að stuðla að efnahagshagslegu frelsi kvenna. Það er frelsið sem skipt­ ir öllu máli, þá getur konan staðið á eigin fótum og þarf ekki að vera föst í ömurlegu sambandi án þess að lenda á götunni.“ Ekki að skipuleggja hallarbyltingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur gagnrýnt lífeyrissjóða­ kerfið harðlega, Sólveig tekur undir að þetta sé kerfi sem þurfi að breyta. „Þetta er fé vinnandi fólks sem er notað á ólýðræðislegan hátt til að fjármagna verkefni auð­ valdsins. Það er ekki verið að fara í nein verkefni sem bæta líf okkar eins og að byggja húsnæði. Nú er Ragnar Þór að tala fyrir leigufélagi á vegum VR, en í arðránssamfé­ lagi eins og okkar er alltaf unnið gegn hugmyndum sem geta bætt líf láglaunafólks. Það er strax byrj­ að að tala um að hann viti ekk­ ert um hvað hann sé að tala, viti ekki hvernig markaðurinn virkar og svo framvegis. Bankar og fyrir­ tæki mega svo alltaf fá hugmynd­ ir um hvernig má græða á fólki. Krafan á vinnandi fólk er að það sætti sig við þetta. Það er svo brjál­ að að hugsa þetta í sögulegu sam­ hengi, það verður hérna hrun, almenningur tekur á sig miklar skerðingar, niðurskurð, atvinnu­ leysi og barnafátækt, svo segir valdið að það sé fáránlegt að ræða lausnir sem geta komið verkafólki til góða.“ Hvað er hægt að gera, hver er lausnin? „Þegar nógu mörg okkar upp­ götva mikilvægi sitt í samfélaginu þá eru okkur allar leiðir færar.“ Ert þú að skipuleggja hallar- byltingu í ASÍ með Ragnari Þór og Vilhjálmi Birgissyni, verka- lýðsleiðtoga á Akranesi? „Nei. Ég og fólkið sem er með mér á listanum erum Eflingar­ fólk og erum að þessu út frá hags­ munum félagsmanna. Það er að­ dáunarvert að fylgjast með þeim Ragnari og Vilhjálmi og baráttu þeirra, stuðningur þeirra við mitt framboð er alveg ómetanlegur. Ég sæki til þeirra innblástur því þeir hafa sýnt að það er hægt að ná ár­ angri með því að fara aðra leið en ASÍ boðar. Nú er þessi kosningabarátta hafin innan Eflingar, ég og mitt fólk ætlum að vinna heiðarlega Ég ætla ekki að draga þetta ofan í ein­ hverja persónulega baráttu held­ ur sýna félagsmönnum að okk­ ar stefna er það sem verður þeim til hagsbóta. Málstaður okkar er bara það góður og það augljós að ég tel að það þurfi ekki meira til. Ég er ekki að selja neinn leik, ég hef bara lifað sem láglaunakona og býð mig fram því ég treysti mér til að ná árangri fyrir þá sem eru í sömu stöðu.“ n „Þarna þarf verka- fólk einfaldlega að segja „þrjár milljónir í afturvirk laun, flott, þá vitum við hvað við eigum að fá“. Alin upp við pólitík og menningu Sólveig Anna er dóttir útvarpsþulanna Jóns Múla Árnasonar og Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur, á heimilinu var stöðugt talað um stjórnmál. „Ég er svo sannar- lega ekki í þessu af einhverjum hégómleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.