Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 37
Valentínus 9. febrúar 2018 KYNNINGARBLAÐ Hágæða sængurfatnaður úr náttúrulegum efnum sem sérstaklega miðar að góðum svefni eru helstu einkennin á vöru- úrvali í vefversluninni Sofðu rótt. Verslunin er hluti af fyrirtækinu Vitar ehf. sem hefur sérhæft sig í sængur- fatnaði og líni fyrir hótel og gisti- hús en býður nú almenningi upp á sængurvörur í gegnum vefverslunina sofdurott.is. „Í tengslum við hótelbransann áttaði ég mig á því að ég var kominn með framleiðendur í hæsta klassa og fannst ég verða að bjóða hluta af þeirra vörum til sölu til einstaklinga. Sérstaða vöruframboðsins í þessari vefverslun er sú að almennt eru þetta vörur úr náttúrulegum efnum, dún, ull, hör eða bómull. Dúnninn er flokkaður eftir stærð og gæðum sem skýrir verðmun á sængum. Við erum með sængur frá þýska fyrirtækinu Kauffmann sem er einn af virtari sængurframleiðendum í heimi og hefur verið starfandi í tæp 200 ár. Velferð dýra skiptir Kauffmann miklu máli og er fyrirtækið með vottun upp á að allur dúnn sem fer í sængurnar og koddana þeirra sé af dauðum fuglum,“ segir Arnar Þór Jónsson hjá Vitum ehf. Mikil áhersla á góðan svefn einkennir þessar vörur: „Þegar þú leggst upp í rúm er mikilvægt að hitastigið sé rétt. Margir velja sér mjög hlýja eða heita sæng þar sem þeim þykir hún notaleg. En svo sefurðu kannski ekki nógu vel undir henni þar sem þér verður of heitt. Við bendum fólki á að velja réttu sængina miðað við svefnherbergishita og líkamsþyngd,“ segir Arnar en á vefsíðunni sofdurott. is undir liðnum „Upplýsingar“ er að finna góðar leiðbeiningar um þetta. Sængin Climabalance frá Kauff- mann er sérhönnuð með góðan svefn í huga. „Kauffmann selur þessa sæng undir einkaleyfi um allan heim. Svefn- rannsóknarstöð háskólasjúkrahússins í Regensburg í Þýskalandi gerði rannsókn á áhrifum hita á svefngæði þar sem Climabalance-sængin var borin saman við hefðbundna, sam- bærilega sæng. Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi: Þú ert fljótari að sofna undir Climabalance- sænginni, svefninn verður rólegri, þú vaknar sjaldnar, REM-svefn- inn lengist og djúpsvefn lengist um allt að 50%. Það svitna allir á næturnar, mismikið þó, og um leið og þú nærð að losa svitann betur í gegnum sængina verður jafnara hitastig undir sænginni.“ Á sofdurott.is er bæði lögð áhersla á há gæði og hagstætt verð. „Við erum ekki í verð- samkeppni við sængur úr gerviefnum en verðlagið á þessum vörum er það sama og úr verslun í Þýskalandi eða annars staðar í Evrópu,“ segir Arnar. Forvitnilegar nýjungar eru framundan í versluninni á næstu vikum og mánuðum. Þannig eru væntanlegar sængur fyrir þá sem hafa ofnæmi fyrir dún en vilja samt sæng úr náttúrulegum efnum. Enn fremur er væntanlegur vatnsheldur rúmfatnaður sem andar mjög vel og hentar því börnum sem væta rúmið og öðrum með sama vandamál. Það er því um að gera að fylgjast reglulega með síðunni sofdurott.is. SoFDURott.iS: VEFVERSlUN FyRiR ÞÁ SEM VilJA SoFA bEtUR Hágæðasængur frá þýska merkinu Kauffmann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.