Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 19
9. febrúar 2018 fréttir 19 talaði ágætt íslenskt mál. Í öðru lagi var hann mjög handlaginn maður. Það lék allt í höndunum á honum ef hann vildi.“ Séra Hreinn segir að venja sé að merkja öll leiði og ekki megi fara í manngreinarálit með slíkt. Hann kveðst muna að um tilf­ inningamál hafi verið að ræða þegar Steingrímur var jarðaður og að ekki hafi allir verið sátt­ ir við að fá hann sem nágranna fallinna ættingja. „Það kem­ ur alltaf upp, hver vill vera við hliðina á viðkomandi. Þetta nær nú allt yfir gröf og dauða. Svo er það hitt, menn eru kannski smeykir við að gröfinni verði sýnd vanvirðing.“ Þegar andinn er farinn, skipt- ir þá máli hvar maður liggur? „Þetta er, eins og margt annað, smekksatriði. Sumir velja sér grafar stæði og vilja jafnvel hafa gott útsýni yfir fjörðinn sinn.“ Hreinn rifjar upp að brota­ menn fyrri alda voru jarðað­ ir utan garðs. Steinunn Sveins­ dóttir sem dæmd var fyrir morð árið 1805, var dysjuð á Skólavörðuholtinu og þóttist fólk oft sjá hana ganga um bæinn eft­ ir andlát hennar. Hún hafi ekki hætt flakki sínu fyrr en hún fékk að hvíla í vígðri mold í Hólavalla­ kirkjugarði. „Mannvirðingastiginn virðist ná út yfir gröf og dauða. Menn eru hégómlegir með það allt saman,“ segir Hreinn. „Ekki veit ég hvað menn gera þegar Karl nokkur Vignir Þorsteinsson gefur upp öndina.“ Munt þú jarða hann? „Það veit nú enginn hver ann­ an grefur eins og sagt er.“ Kirkjugarðarnir höfnuðu því að færa Steingrím Samkvæmt heimildum DV hvarf krossinn af leiði Steingríms fljót­ lega eftir að hann var jarðaður og var settur nýr kross í staðinn. Plat­ an með nafni Steingríms var síð­ ar tekin af hinum nýja krossi og er gröfin því ómerkt sem stendur. Engu að síður vilja sumir ættingj­ ar þeirra sem hvíla í nágrenni við Steingrím að hann verði fluttur og hafa leitað til forsvarsmanna kirkjugarðanna með beiðni um slíkt. „Þetta voru þreifingar, fólk innan fjölskyldunnar hafði verið að ræða málin og varpaði fram spurningu hvort hægt væri að flytja Steingrím. Slíku hef ég ekki lent í áður,“ segir Þórsteinn, for­ stjóri KGRP. „Það olli óánægju að látnir ættingjar hvíldu þarna við hliðina á honum og spurt var hvort það væri mögulegt að flytja hann til. Því var hafnað.“ Þórsteinn tekur fyrir að nokkur starfsmanna hans hafi breytt minningarmerkinu eða fjarlægt það en segir að dæmi séu um að grafir séu ómerktar. „Það er allir gangur á þessu. Sumir eiga fáa aðstandend­ ur þegar þeir falla frá. Það getur stafað af aðgerðarleysi aðstand­ enda eða þeir sjá ekki ástæðu til að merkja krossinn.“ Hefur það gerst áður á þinni vakt að fólk hafi viljað láta grafa upp lík og fá það fært til? „Ekki vegna þess að viðkom­ andi hafi þá verið ógeðfelld persóna,“ segir Þórsteinn og bæt­ ir við: „Það er oft verið að færa til lík. Það eru ákvæði í lögum sem þarf að uppfylla og þá er hægt að færa til lík á milli garða, jafnvel landshluta.“ Fyrir slíku geta verið ýmsar ástæður. Sem dæmi þegar fólk flytur og vill hafa hinn látna með sér til að annast um og sinna gröfinni. „Önnur ástæða getur verið sú að það sé allt í einu komin þörf til að sameina einstaklinga sem hafa verið í Reykjavík og Akureyri svo dæmi sé tekið. Þá er viðkom­ andi fluttur í bæinn eða öfugt,“ segir Þórsteinn. Í slíkum tilfellum er kistan grafin upp með leyfi ráðuneytis og biskups. Jarðvistarleifar eru þá fluttar á þann stað sem sam­ þykktar hafa verið af hálfu kirkju­ garðsins. Um nokkur tilvik á ári er að ræða. „Það getur verið snúið að færa til gamlar kistur,“ segir Þórsteinn. „Oft eru þá líkamsleifar settar í nýjar kistur eða byggt utan um þær gömlu.“ Aðspurður hvort fólk þurfi að hafa áhyggjur af því að afkom­ endur taki líkamsleifar á flakk á milli landshluta segir Þórsteinn: „Ef það liggur fyrir skrifleg beiðni getur enginn ættingi neytt þig til Akur eyrar eða á Suðurnes eftir dauða þinn.“ Hvílir ekki í friði Einn heimildarmanna DV segir að fólkið sem átti leiðið við hliðina á Steingrími hafi verið mjög ósátt og setti DV sig í sam­ band við nokkra ættingja þeirra sem eiga svefnstað í námunda við hann. Tveir könnuðust við að hafa haft samband við Þórstein og kannað eða óskað eftir að lík Steingríms yrði fjarlægt. Margir gerðu þó ekki athugasemdir við legstað Steingríms og sætta sig við að honum verði ekki breytt. „Við vildum láta grafa hann upp og færa hann. Það var ekki hægt að verða við því. Við ótt­ uðumst að fólk myndi draga þá ályktun að hann væri í fjöl­ skyldunni og væri þá að skemma leiði í kring vegna fortíðar hans,“ segir ættingi manns sem hvílir í garðinum í samtali við DV. „Það voru nokkrir ósáttir þegar kross með nafni hans var settur þarna niður. Ég myndi vilja að hann yrði færður ef kostur væri á því en ég hef náð að sætta mig við þetta að mestu.“ n Taka með sér lakkrísrör og kók Útfararstjórinn Rúnar Geir­ mundsson hefur rekið útfararþjón­ ustu í um 28 ár. Að mörgu er að huga þegar kemur að jarðarförum. Rúnar tjáði sig við Pressuna um hluti sem fólk vill oft hafa með sér í kistuna. Þar eru bréf algengust, fjölskyldumyndir og teikningar eftir börn eða barnabörn. Þá vilja sumir hinna eldri taka með sér tóbaksklút eða neftóbaksdós. Reykingamenn taka með sér síga­ rettupakka. Rúnar sagði einnig að það kæmi fyrir að fólk hefði beðið um að fá að taka með sér litla kók í gleri og lakkrísrör. Hundurinn grafinn með eigand- anum Furðulegustu hlutir sem Rúnar hefur verið beðinn um að setja ofan í kistu með hinum látna er hundur. Og hefur slíkt komið fyrir? „Hundar hafa fengið að fara með ef það hefur verið búið að brenna þá. Stundum hafa verið spekúlasjónir með að svæfa hundana svo þeir geti farið með. En mér vitandi hafa hinir sem eftir lifa ekki haft brjóst í sér til þess að svæfa dýrið.“ Það sem er bannað að grafa Ýmsir hlutir mega ekki fara með ofan í líkkistur. Reglurnar eru einfaldlega þær að ekki má grafa neitt sem jörðin nær ekki að vinna á. Þá má ekki setja hluti sem menga eða gætu mögulega sprungið. Því eru gaskútar og kveikjar­ ar á þeim lista. Blása með vindinum út í loftið Það hefur færst í aukana að fólk láti brenna sig. Aðspurður hvað Rúnar ætlar að láta gera við sínar líkams­ leifar þegar hans jarðvist líkur svarar hann: „Ég er búinn að ákveða að láta brenna mig. Sennilega verður öskunni dreift upp á jökli eða úti á sjó. Það væri glettni að sökkva mér í sjó en ég reyndi að fara á sjóinn en ég var alltaf sjóveikur. Ætli það kæmi ekki vel á vondan. Það væri góð tilhugsun að vera dreift upp á jökli og fá að blása með vindinum eitthvert út í loftið.“ n Hvílir ekki í friði n Flutningsbeiðni hafnað n Liggur í ómerktri gröf í Gufunesi Hver var Steingrímur njálSSon? Úr umfjöllun DV 2013: Steingrímur Njálsson, er einn þekktasti barnaníðingur landsins. Brotaferill hans nær aftur til ársins 1960. Hann hefur hlotið fjölda dóma fyrir níðingsverk sín gagnvart börnum auk annarra brota. Mál Steingríms komu fyrst inn á borð lögreglunnar árið 1963 þegar hann var 21 árs en þá var hann dæmdur til refsingar fyrir kynferðislega misnotkun á tveimur ellefu ára piltum. Árið 1977 var hann aftur kærður og þá fyrir að brjóta gegn níu ára dreng. Ári síðar réðst hann á tólf ára pilt og fyrir þessi tvö brot hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm. Árið 1985 lokkaði hann blaðburðar­ dreng inn í íbúð sína, hélt honum þar í nokkurn tíma og kom fram vilja sínum við hann. Árið 1998 var Steingrímur svo dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir brot gegn þremur ungum piltum og að því loknu skyldi hann vistaður á „viðeigandi hæli“ í 15 mánuði. Það hæli var þó ekki til og er ekki enn. Steingrímur fékk því ekki viðeigandi vistun og braut af sér aftur. Rúnar Geirmundsson Útfararstjóri til margra ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.