Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 63
menning 63Helgarblað 9. febrúar 2018 Í slenskt rapp hefur verið í miklum blóma undanfarin ár. Margir hafa líkt óhefluðu viðhorfinu, gróskunni og kraft- inum sem hefur verið viðloðandi rappsenuna við pönkið og rót- tæka andspyrnuna við borgara- legt siðferði sem kristallaðist í þeirri menningu. Mörg fyrirtæki sjá sér leik á borði, vilja nudda sér upp við hina ungu listamenn í þeirri von að ára ungæðingslegr- ar orku og ferskleika smitist yfir á vörumerki þeirra, og ólíkt flestum þeim sem kenna sig við pönkið virðast margir íslenskir rapparar vera tilbúnir í að lána fyrirtækjum ímynd sína. Þau fyrirtæki sem hafa verið hvað mest áberandi í tengslum sínum við rapp- senuna eru strigaskófram- leiðendur. Það kem- ur kannski ekki á óvart en tengsl alþjóðlegrar rapptónlistar og striga- skóframleiðenda hafa að mörgu leyti verið sam- tvinnuð síðustu ára- tugi, eða allt frá því að RUN DMC gerði Adidas að einkennismerki sínu snemma á níunda ára- tugnum. Á Íslandi hafa Adidas og Nike barist um að fá að klæða rapptón- listarmennina undanfar- in ár, og ýmist haldið eða greitt fyrir stórtónleika rapptónlistarmanna, til dæmis má nefna mikla rappveislu Adidas í Listasafni Íslands fyrir tveimur árum og Nike (og Coca Cola)-styrktastórtón- leika KBE-rapphópsins í Gamla bíói í desember. Eftir því sem vinsældir íslensks rapps hafa aukist og það hefur náð meginstraumsvinsældum hafa fyrirtæki með íhaldssam- ari ímynd einnig farið að sækja í rappið, eflaust til að gefa fyrir- tækjum sínum áru ferskleika og andspyrnu. Nú síðast hafa allir ís- lensku viðskiptabankarnir fengið rappara í ýmiss konar samstarf í auglýsingatilgangi. Lands- bankinn hef- ur um nokkurt skeið fram- leitt stutt tónlistarmyndbönd í tengslum við Iceland Airwaves- tónlistar hátíðina. Þar stíga ungir tónlistar menn á svið og mynd- bönd af flutningnum eru fram- leidd og dreift af bankanum. Í ár fékk Landsbankinn meðal annars að frumflytja lagið „Út í geim“ með rappar- anum Birni, en lag- ið hefur notið mikilla vinsælda í kjölfarið og myndbandið, sem hýst er á Youtube-rás Lands- bankans, fengið yfir 120 þúsund áhorf. Íslandsbanki hefur fengið rappara í ýmiss konar sam- starf. Í febrúar mun Arnar Freyr úr rappsveitinni Úlfur Úlfur til dæm- is halda rappnámskeið á veg- um bankans í einu útibúa þess. Þá hefur bankinn birt stuttar frá- sagnir tónlistarfólks á Facebook- síðu sinni undir yfirskriftinni „Bransasögur.“ Í desember birt- ist myndband þar sem rappar- inn Herra Hnetusmjör rifjar upp söguna á bakvið lag hans og Birn- is, „Já, ég veit“, vinsælasta rapplag landsins þann mánuðinn. Frá- sögn rapparans var lífleg og hef- ur myndbandið verið spilað yfir 71 þúsund sinnum. Fyrr í vikunni birtist svo frásögn nýstirnisins Króla af velgengni hans og sam- starfsmannsins JóaPé. JóiPé hefur sjálfur nýlega birst í auglýsingu annars banka. Arion- banki tók þátt í framleiðslu lags og tónlistarmyndbands JóaPé. Brot úr laginu og myndbandinu birt- ist fyrst í sjónvarps- auglýsingu bankans sem sýnd var á með- an Evrópumeistara- mótið í handbolta stóð yfir. Eftir að mótinu lauk kom myndbandið svo loksins út á Youtube-rás bank- ans, og á streymisveitunni Spoti- fy er lagið enn fremur skráð sem höfundaverk bankans. n Rapp, bankaRapp n Bankarnir nýta sér íslenska rappara í auglýsingaskyni n Lána bönkum ímynd sína Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Birnir og bankinn Landsbankinn framleiddi myndband við lagið Út í geim með rapparanum Birni í aðdraganda tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves í nóvember. Mynd LandsBanKinn Bransasögur Íslandsbanka Herra Hnetusmjör og Króli hafa tekið þátt í myndböndum sem birtast á vefsíðu Íslandsbanka. Mynd ÍsLandsBanKi auglýsir arion Rapparinn JóiPé samdi lagið Áfram fyrir auglýsingu Arion-banka. U ppáhaldslagið mitt frá Afganistan er líklega „Heimalandið mitt“,“ segir Fatima Hossaini, en hún mælir sérstaklega með útgáfu söngvarans Dawood Sarkhoosh af laginu, sem nefnist á frummál- inu Sarzamine-man. Fatima er fædd og uppalin í Íran en er dóttir afganskra flóttamanna. Hún flutti til Afganistan eftir fall talí- banastjórnarinnar og menntaði sig þar. Árið 2010 flutti hún til Íslands og er í dag íslenskur ríkisborgari. „Þetta lag er það fyrsta til að hreyfa við mér þannig að ég tók ástfóstri við upprunaland for- eldra minna – en ég er fædd í Íran og hafði litla tengingu við Afganistan áður. Í laginu tjá- ir skáldið ást sína, áhyggjur og sorgir varðandi heimaland sitt, hvernig lífið hefur enga merkingu án heimalands eða eigin staðar, hversu vansælt lífið verður þegar maður þarf að yfirgefa heima- landið, hvernig aðrir svíkja það fyrir græðgi og rífa það í sundur – það er enginn sem getur læknað sár heimalandsins. Dagar skálds- ins eru myrkir án heimalands og hann bíður þess dags þegar hann getur snúið aftur. Lag- ið fjallar um að- skilnað og þrá eftir heim- ili, stað til að öðlast frið. Það varpar ljósi á líf og ástand fólks sem þarf að yfir- gefa heimili sín við erfiðar að- stæður,“ segir Fatima. Hún mælir einnig með laginu Qahramaan, eða „Sigurvegari“, með poppsöng- konunni Aryana Sayeed. „Hún er sú söngkona sem getur hvað helst talist rödd kvenna í Afganistan, því á síð- ustu árum hefur hún ögrað steríótýpum og hefðbundinni ímynd kvenna í Afganistan. Hún hefur ítrekað ver- ið gagnrýnd fyrir það hvernig hún kemur fyrir á opinberum vett- vangi, en það hefur ekki tekist að hræða hana. Hún er alltaf tilbúin að svara gagnrýnendum og tekur harða afstöðu gegn gildum feðra- veldisins sem bitna á konum. Ég virði þessa viðleitni hennar en ég hef líka gaman af verkum hennar – sérstaklega þeim lögum sem fjalla um konur.“ n Rödd kvenna í Afganistan Fatima Hossaini mælir með lögunum Sarzamine man og Qahramaan frá Afganistan Tónlist að heiman Fatima Hossaini Lög- og kynjafræðingur mælir með tónlist frá Afganistan. Mynd siGtryGGur ari dawood sarkhoosh aryana sayeed Metsölulisti Eymundsson Vikuna 28. janúar–3. febrúar Vinsælast í bíó Helgina 2.–4. febrúar 1 Þorsti - Jo Nesbø 2 Óvelkomni maðurinn - Jónína Leós 3 Uppruni - Dan Brown 4 Elín, ýmislegt - Kristín Eiríksdóttir 5 Undur Mývatns - Unnur Þ. Jökulsdóttir 6 Súrkál fyrir sælkera - Dagný Hermannsdóttir 7 Stígvélaði kötturinn - Stella Gruney 8 Iceland in a Bag - Ýmsir höfundar 9 Sigraðu sjálfan þig - Ingvar Jónsson 10 Gatið - Yrsa Sigurðardóttir 1 Lói - Þú flýgur aldrei einn 2 Maze Runner: The Death Cure 3 Paddington 2 4 Winchester 5 Jumanji 6 Darkest Hour 7 Three Billboards Outside Ebbing, Missouri 8 The Post 9 Den of Thieves 10 Svona er lífið (C'est la vie) 1 Floni - Floni 2 Migos -Culture II 3 JóiPé & Króli - GerviGlingur 4 Herra Hnetusmjör - KÓPBOI 5 Ýmsir - The Greatest Showman 6 Ed Sheeran - ÷ 7 Sam Smith - The Thrill Of It All 8 Post Malone - Stoney 9 Camila Cabello - Camila 10 XXXTentacion - 17 Vinsælustu plöturnar Vikuna 28. janúar–3. febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.