Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Síða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Síða 63
menning 63Helgarblað 9. febrúar 2018 Í slenskt rapp hefur verið í miklum blóma undanfarin ár. Margir hafa líkt óhefluðu viðhorfinu, gróskunni og kraft- inum sem hefur verið viðloðandi rappsenuna við pönkið og rót- tæka andspyrnuna við borgara- legt siðferði sem kristallaðist í þeirri menningu. Mörg fyrirtæki sjá sér leik á borði, vilja nudda sér upp við hina ungu listamenn í þeirri von að ára ungæðingslegr- ar orku og ferskleika smitist yfir á vörumerki þeirra, og ólíkt flestum þeim sem kenna sig við pönkið virðast margir íslenskir rapparar vera tilbúnir í að lána fyrirtækjum ímynd sína. Þau fyrirtæki sem hafa verið hvað mest áberandi í tengslum sínum við rapp- senuna eru strigaskófram- leiðendur. Það kem- ur kannski ekki á óvart en tengsl alþjóðlegrar rapptónlistar og striga- skóframleiðenda hafa að mörgu leyti verið sam- tvinnuð síðustu ára- tugi, eða allt frá því að RUN DMC gerði Adidas að einkennismerki sínu snemma á níunda ára- tugnum. Á Íslandi hafa Adidas og Nike barist um að fá að klæða rapptón- listarmennina undanfar- in ár, og ýmist haldið eða greitt fyrir stórtónleika rapptónlistarmanna, til dæmis má nefna mikla rappveislu Adidas í Listasafni Íslands fyrir tveimur árum og Nike (og Coca Cola)-styrktastórtón- leika KBE-rapphópsins í Gamla bíói í desember. Eftir því sem vinsældir íslensks rapps hafa aukist og það hefur náð meginstraumsvinsældum hafa fyrirtæki með íhaldssam- ari ímynd einnig farið að sækja í rappið, eflaust til að gefa fyrir- tækjum sínum áru ferskleika og andspyrnu. Nú síðast hafa allir ís- lensku viðskiptabankarnir fengið rappara í ýmiss konar samstarf í auglýsingatilgangi. Lands- bankinn hef- ur um nokkurt skeið fram- leitt stutt tónlistarmyndbönd í tengslum við Iceland Airwaves- tónlistar hátíðina. Þar stíga ungir tónlistar menn á svið og mynd- bönd af flutningnum eru fram- leidd og dreift af bankanum. Í ár fékk Landsbankinn meðal annars að frumflytja lagið „Út í geim“ með rappar- anum Birni, en lag- ið hefur notið mikilla vinsælda í kjölfarið og myndbandið, sem hýst er á Youtube-rás Lands- bankans, fengið yfir 120 þúsund áhorf. Íslandsbanki hefur fengið rappara í ýmiss konar sam- starf. Í febrúar mun Arnar Freyr úr rappsveitinni Úlfur Úlfur til dæm- is halda rappnámskeið á veg- um bankans í einu útibúa þess. Þá hefur bankinn birt stuttar frá- sagnir tónlistarfólks á Facebook- síðu sinni undir yfirskriftinni „Bransasögur.“ Í desember birt- ist myndband þar sem rappar- inn Herra Hnetusmjör rifjar upp söguna á bakvið lag hans og Birn- is, „Já, ég veit“, vinsælasta rapplag landsins þann mánuðinn. Frá- sögn rapparans var lífleg og hef- ur myndbandið verið spilað yfir 71 þúsund sinnum. Fyrr í vikunni birtist svo frásögn nýstirnisins Króla af velgengni hans og sam- starfsmannsins JóaPé. JóiPé hefur sjálfur nýlega birst í auglýsingu annars banka. Arion- banki tók þátt í framleiðslu lags og tónlistarmyndbands JóaPé. Brot úr laginu og myndbandinu birt- ist fyrst í sjónvarps- auglýsingu bankans sem sýnd var á með- an Evrópumeistara- mótið í handbolta stóð yfir. Eftir að mótinu lauk kom myndbandið svo loksins út á Youtube-rás bank- ans, og á streymisveitunni Spoti- fy er lagið enn fremur skráð sem höfundaverk bankans. n Rapp, bankaRapp n Bankarnir nýta sér íslenska rappara í auglýsingaskyni n Lána bönkum ímynd sína Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Birnir og bankinn Landsbankinn framleiddi myndband við lagið Út í geim með rapparanum Birni í aðdraganda tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves í nóvember. Mynd LandsBanKinn Bransasögur Íslandsbanka Herra Hnetusmjör og Króli hafa tekið þátt í myndböndum sem birtast á vefsíðu Íslandsbanka. Mynd ÍsLandsBanKi auglýsir arion Rapparinn JóiPé samdi lagið Áfram fyrir auglýsingu Arion-banka. U ppáhaldslagið mitt frá Afganistan er líklega „Heimalandið mitt“,“ segir Fatima Hossaini, en hún mælir sérstaklega með útgáfu söngvarans Dawood Sarkhoosh af laginu, sem nefnist á frummál- inu Sarzamine-man. Fatima er fædd og uppalin í Íran en er dóttir afganskra flóttamanna. Hún flutti til Afganistan eftir fall talí- banastjórnarinnar og menntaði sig þar. Árið 2010 flutti hún til Íslands og er í dag íslenskur ríkisborgari. „Þetta lag er það fyrsta til að hreyfa við mér þannig að ég tók ástfóstri við upprunaland for- eldra minna – en ég er fædd í Íran og hafði litla tengingu við Afganistan áður. Í laginu tjá- ir skáldið ást sína, áhyggjur og sorgir varðandi heimaland sitt, hvernig lífið hefur enga merkingu án heimalands eða eigin staðar, hversu vansælt lífið verður þegar maður þarf að yfirgefa heima- landið, hvernig aðrir svíkja það fyrir græðgi og rífa það í sundur – það er enginn sem getur læknað sár heimalandsins. Dagar skálds- ins eru myrkir án heimalands og hann bíður þess dags þegar hann getur snúið aftur. Lag- ið fjallar um að- skilnað og þrá eftir heim- ili, stað til að öðlast frið. Það varpar ljósi á líf og ástand fólks sem þarf að yfir- gefa heimili sín við erfiðar að- stæður,“ segir Fatima. Hún mælir einnig með laginu Qahramaan, eða „Sigurvegari“, með poppsöng- konunni Aryana Sayeed. „Hún er sú söngkona sem getur hvað helst talist rödd kvenna í Afganistan, því á síð- ustu árum hefur hún ögrað steríótýpum og hefðbundinni ímynd kvenna í Afganistan. Hún hefur ítrekað ver- ið gagnrýnd fyrir það hvernig hún kemur fyrir á opinberum vett- vangi, en það hefur ekki tekist að hræða hana. Hún er alltaf tilbúin að svara gagnrýnendum og tekur harða afstöðu gegn gildum feðra- veldisins sem bitna á konum. Ég virði þessa viðleitni hennar en ég hef líka gaman af verkum hennar – sérstaklega þeim lögum sem fjalla um konur.“ n Rödd kvenna í Afganistan Fatima Hossaini mælir með lögunum Sarzamine man og Qahramaan frá Afganistan Tónlist að heiman Fatima Hossaini Lög- og kynjafræðingur mælir með tónlist frá Afganistan. Mynd siGtryGGur ari dawood sarkhoosh aryana sayeed Metsölulisti Eymundsson Vikuna 28. janúar–3. febrúar Vinsælast í bíó Helgina 2.–4. febrúar 1 Þorsti - Jo Nesbø 2 Óvelkomni maðurinn - Jónína Leós 3 Uppruni - Dan Brown 4 Elín, ýmislegt - Kristín Eiríksdóttir 5 Undur Mývatns - Unnur Þ. Jökulsdóttir 6 Súrkál fyrir sælkera - Dagný Hermannsdóttir 7 Stígvélaði kötturinn - Stella Gruney 8 Iceland in a Bag - Ýmsir höfundar 9 Sigraðu sjálfan þig - Ingvar Jónsson 10 Gatið - Yrsa Sigurðardóttir 1 Lói - Þú flýgur aldrei einn 2 Maze Runner: The Death Cure 3 Paddington 2 4 Winchester 5 Jumanji 6 Darkest Hour 7 Three Billboards Outside Ebbing, Missouri 8 The Post 9 Den of Thieves 10 Svona er lífið (C'est la vie) 1 Floni - Floni 2 Migos -Culture II 3 JóiPé & Króli - GerviGlingur 4 Herra Hnetusmjör - KÓPBOI 5 Ýmsir - The Greatest Showman 6 Ed Sheeran - ÷ 7 Sam Smith - The Thrill Of It All 8 Post Malone - Stoney 9 Camila Cabello - Camila 10 XXXTentacion - 17 Vinsælustu plöturnar Vikuna 28. janúar–3. febrúar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.