Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Page 50
50 9. febrúar 2018 Íbúar María Pétursdóttir, 49 ára, Gunnar Bergur Runólfsson, 37 ára, Tómas Runi 10 ára og Pétur Dan, 8 ára. stærð 450 fermetra einbýlishús með bílskúr og íbúð í kjallara. staður Heiðarvegur í Vestmannaeyjum. byggingarár 1942. Inn lit Undanfarin ár höfum við alltaf verið átta í heimili en elsta dóttir mín flutti út á þessu ári og hinar tvær eru í námi, önnur í Reykjavík og hin í Kína,“ segir María Pétursdóttir, hárgreiðslumeistari í Vestmanna- eyjum. Hún býr í stórglæsilegu húsi við Heiðarveg en þangað flutti hún ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Bergi, og börnum, þeim Henný Dröfn, Evu Dögg, Söru Dís og Tómasi Runa, á því herrans ári 2007. „Húsið var í algerri niðurníðslu og við Gunnar þurftum að taka allt í gegn bæði að innan og utan, fengum afhent í febrúar og fluttum svo inn 20. júlí. Þá vorum við búin með það mesta að innan, eða tvær efstu hæðirnar; innréttingar, hita, rafmagn og svona þetta helsta,“ út- skýrir María en húsið er á þremur hæðum. Á jarðhæð er íbúð í útleigu ásamt tveimur svefnherbergjum og þvottahúsi, á annari hæð er eldhús, stofa og sjónvarpsherbergi en á þriðju hæðinni eru fjögur stór svefnherbergi, eitt lítið og glæsilegt baðherbergi með nuddbaðkari. María segist laðast mest að gömlu og klassísku útliti sem hefur voldugt yfirbragð og heimili fjöl- skyldunnar ber þess augljós merki. Sjálf á hún heiðurinn að breyting- um og teiknaði jafnframt allar inn- réttingarnar enda með eindæmum skapandi fagurkeri. „Mér finnst fátt skemmtilegra en að dunda mér við þetta að loknum vinnudegi og um helgar þótt það styttist í að ég sé að verða búin að klára öll herbergin,“ segir hún glöð í bragði en á myndunum, sem voru teknar af Guðbjörgu Guðmanns- dóttur, má sjá að Maríu er augljós- lega margt til lista lagt. Þriggja hæða höll við heiðarveg í eyjum elstu börnin flogin burt en allt klárt fyrir barnabörnin í fallegri 450 fermetra glæsihöll í eyjum Margrét H. gústavsdóttir margret@dv.is svarthvÍtur draumur Glerhurðin í ganginum felllur inn í vegginn og er hluti af upprunalegri innréttingu hússins. Veggfóðr- ið er svarta útgáfan af því hvíta sem er á baðherberginu en ljósið í loftinu kemur úr Lumex. Á veggnum má sjá fallega mynd af þessari stóru fjölskyldu en undir stendur kertaarinn sem María útbjó sjálf og málaði með áðurnefndri kalkmálningu. Fágað yFirbragð á einFöld- um gangi Til að útbúa vegginn með þessum hætti keypti María lista eftir máli og fékk svo smið til að festa upp á vegginn. „Gangurinn gerbreyttist alveg og ég er mjög ánægð með útkomuna enda hefur mig langað til að gera þetta í svona tuttugu ár.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.