Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Page 10
10 2. mars 2018fréttir Kl. 15:22:59 má sjá hvar bifreiðin MH-208 hefur stöðvað við enda heimreiðar og Fríður Sólveig stíg- ur út úr bifreiðinni og gengur að lokun. Kl. 15:22:10 má sjá hvar bifreiðin MH-208 er ekið áfram í sömu mund og Fríður gengur að öðrum enda lokunar og fyrir framan bif- reiðina. Kl. 15:23:18 má sjá hvar Fríður leggur af stað gangandi inn heim- reiðina og dregur gaddavír á eftir sér. Í sömu mund er bifreiðinni MH-208 ekið aftur á bak Kl. 15:23:24 byrjar Fríður að hlaupa við fót og Hreggviður Her- mannsson kemur í mynd og tekur á rás á eftir Fríði. Kl.15:23:27 má sjá hvar Hreggvið- ur Hermannsson stígur á gadda- vír, Fríður Sólveig stöðvar og snýr að Hreggviði og bakkar. Í sömu mund má sjá hvar bifreiðinni MH-208 er ekið af stað inn heim- reiðina. Kl.15:23:30 má sjá hvar Hreggvið- ur Hermannsson beygir sig fram og teygir hægri hendi að rúllu- plasti sem er fast á gaddavír. Fríð- ur Sólveig hörfar aftur á bak und- an Hreggviði og bifreiðin MH-208 stefnir á Hreggvið sem snýr baki í bifreiðina. Kl. 15:23:31 má sjá hvar Hregg- viður kastast upp á vélarhlíf MH- 208 og lendir á bakinu. Fríður Sól- veig snýr að bifreiðinni MH-208 hægra megin við bifreiðina. Kl. 15:23:35 er bifreiðin MH-208 kyrrstæð og Hreggviður stendur fyrir framan bifreiðina. Kl.15:23:35 má sjá hvar bif- reiðinni MH-208 er ekið af stað og í sömu mund má sjá hvar Hregg- viður Hermannsson lyftir upp hægri hendi og reiðir til höggs Kl.15:23:36 hörfar Hreggviður Hermannsson undan bifreiðinni MH-208 sem er ekið áfram og er beygt til vinstri. Kl.15:23:37 er bifreiðinni MH-208 ekið áfram til hægri í átt að öspum utan við heimreiðina Kl.15:23:38 má sjá hvar hvar Hreggviður Hermannsson styður hendi á vélarhlíf en hann hörfar aftur á bak undan MH-208. Sjá má hvar snjór þeytist undan aft- urenda bifreiðarinnar er stefnir á aspir. Fríður Sólveig er á þessu augnabliki hægra megin við bif- reiðina, fyrir miðju hennar. Kl.15:23:39 er framendi bifreiðar- innar MH-208 á milli aspa og sjá má hvar snjór þeytist undan aft- urenda bifreiðarinnar inn á heim- reiðina. Sjá má hvar Fríður Sól- veig ber við afturenda MH-208. Kl.15:23:41 er bifreiðin komin fram hjá öspum inn á svokallaða eyju og sjá má hvar Hreggviður Hermanns- son liggur á vélarhlíf bifreiðarinnar og fótur/fætur eru á lofti. Kl.15:23:43 má sjá greinilega hvar Hreggviður Hermannsson liggur á vélarhlíf bifreiðarinnar sem ekið er greitt og má sjá hvar ökumaður, Ragnar Valur Björgvinsson, byrjar að beygja bifreiðinni. Á sömu sek- úndu er bifreiðinni beygt til hægri og sjá má hvar snjór þeytist und- an bifreiðinni. Á sömu mund má sjá hvar Hreggviður er að falla af bifreiðinni Kl.15:23:44 er Hreggviður fallinn af bifreiðinni. Vinstri hlið bif- reiðarinnar og Hreggviður Her- mannsson falla saman, ekki er hægt að greina Hreggvið í mynd af þeim sökum. Bifreiðin rásar til hægri í krappri beygju. Sjá má síðan hvar afturendi MH-208 fer upp að aftan og greina má lík- ama Hreggviðs við afturenda bifreiðarinnar. Ekki er hægt að greina hvaða líkamshluti Hregg- viðs sést á myndskeiðinu. Sjá má hvar aftur endi MH-208 fer aftur niður og sjá má Hreggvið sem þúst upp við vinstri afturenda bif- reiðarinnar. Kl.15:23:45 má sjá hvar afturendi MH-208 þeytist til vinstri í hægri beygju og sjá má hvar Hreggviður er sem þúst við afturenda bif- reiðarinnar. Á þessum tímapunkti má sjá hægri hlið bifreiðarinnar. Síðan má sjá hvar Hreggviður ber saman við afturenda bifreiðar- innar og sjá má hvar snjór þeytist undan afturenda bifreiðarinn- ar, spól í krappri hægri beygju. Kl.15:23:46 má greina Hreggvið Hermans- son sem þúst við afturenda bifreiðarinnar Kl.15:23:47 má sjá hvar Hregg- viður krýpur á fjórum fótum og framendi MH-208 vísar að öspum, stefnir að öspum og sjá má hvar snjór þeytist undan aft- urenda bifreiðarinnar. Kl.15:23:50 má sjá hvar Hreggvið- ur Hermannsson reisir sig upp. Kl.15:23:52 er Hreggviður stað- inn upp og þá er framendi MH- 208 milli aspa. Kl.15:23:53 er bifreiðinni MH- 208 ekið á milli aspa í átt að heim- reið. Hreggviður leggur af stað, stingur við fót, áleiðis til baka af eyju sömu leið. Kl.15:23:58 er bifreiðin MH-208 stöðvuð á heimreið, bílstjórahurð opin og Fríður gengur heimreið í átt að Langholti 2. Kl.15:24:10 er bifreiðin MH-208 og Fríður Sólveig komin úr mynd og Hreggviður er þá kominn að heimreið og gengur til baka Kl.15:24:40 er Hreggviður kom- inn úr mynd. LögregLuskýrsLa staðfestir að ekið var yfir Hreggvið DV birtir atburðarás meintrar líkamsárásar í Árnessýslu þar sem ótrúlegar nágrannaerjur geisa R annsókn lögreglu á meintri alvarlegri líkamsárás við bæina Langholt 1 og 2 í Árnessýslu er lokið og hef- ur málið verið sent til ákærusviðs. Fórnarlamb hinnar meintu árásar, Hreggviður Hermannsson, tjáði sig um árásina í viðtali við DV í byrjun janúar á þessu ári. Sakaði Hregg- viður nágranna sinn, Ragnar Val Björgvinsson, um að hafa reynt að keyra yfir hann á bifreið. „Hann reyndi að drepa mig,“ sagði Hregg- viður í umræddu viðtali en segja má að árásin hafi verið lokahnykk- urinn í nágrannadeilum sem eiga sér vart hliðstæðu hérlendis. Ásakanirnar hafa gengið á víxl milli nágrannanna undanfarin ár og hefur lögregla þurft að hafa ítrekuð afskipti af málinu. Það sem greinir þessa meintu árás frá öðrum er sú að hún náðist á upp- töku nokkurra öryggismynda- véla sem lögreglan lagði hald á. Myndavélarnar voru í eigu meints árásarmanns. Hreggviður hefur freistað þess að fá afrit af mynd- Hreggviður Hermannsson Sak- aði nágranna sinn, Ragnar Val Björgvins- son, um morðtilraun. Mynd dV eHf / Sigtryggur Ari Áverkar Það stórsá á Hreggviði eftir árásina. Mynd HreggViður HerMAnnSSon Áverkar Hreggviður var lemstraður eftir árásina. Mynd HreggViður HerMAnnSSon Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Atburðarásin var orðrétt þessi samkvæmt skýrslu lögreglu: bandsupptökunum til þess að höfða einkamál gegn nágranna sínum. Verklagsreglur lögreglu heimila ekki slíkt en þess í stað fékk Hreggviður atburðarás mynd- bandsins skrifaða upp af lögreglu- manni. Þá skýrslu hefur DV undir höndum og birtir hér orðrétt. „Ég hef verið þeirra skoðun- ar að lögreglan hafi dregið taum nágranna minna í deilum okkar. Allur tittlingaskítur er tíndur til um mig og keyrður í gegnum réttarkerfið,“ segir Hreggviður í samtali við DV. Eins og DV fjall- aði um hlaut hann 30 daga fang- elsisdóm á dögunum fyrir litlar sakir að eigin sögn. „Ég áfrýjaði þeim dómi og málið verður fljót- lega tekið fyrir í Landsrétti,“ segir Hreggviður. Hann segist hafa leit- að til fjölmiðla því hann treystir ekki málsmeðferð lögreglunnar. „Dóttir nágranna minna starfar á ákærusviði lögreglunnar og ég tel að það sé ástæðan fyrir því að ákærum mínum, meðal annars um líkamsárásir, er vísað frá. Rannsókn þessarar árásar er lok- ið og málið er því komið til ákæru- sviðs lögreglunnar. „Ég hef ekki mikla trú á því að nágranni minn verði ákærður, jafnvel þótt óyggj- andi sönnunargögn liggi fyrir. Ég þarf að leita réttlætis með öðrum hætti,“ segir Hreggviður. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.