Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Qupperneq 12
12 2. mars 2018fréttir Dalvegi 2, 201 Kópavogi Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 Æ var Freyr Eðvaldsson var stuttu fyrir áramót dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir gróf brot gegn fyrrverandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Helgu Halldórs- dóttur. Dómur Ævars Freys hefur aldrei birst á vef dómstóla og furð- ar Ingibjörg sig á því í samtali við DV. Ævar Freyr var dæmdur fyrir kynferðislega áreitni, líkamsárás, húsbrot, hótanir, ærumeiðingar og ólögmæta nauðung en þarf þó í mesta lagi að sitja í fangelsi í þrjá mánuði, haldi hann skilorð. Hann var líka ákærður fyrir nauðgun en var sýknaður af henni, þó allt ann- að í frásögn Ingibjargar hafi verið samþykkt af dómara. Ingibjörg segir í samtali við DV að henni þyki Ævar raunar sleppa ótrúlega vel frá málinu í ljósi þess sem hún gekk í gegnum yfir langt skeið. „Mér fannst hann sleppa af- skaplega vel miðað við hvað hann lét mig ganga í gegnum trekk í trekk. Og svo fannst mér undarlegt að hann var sýknaður af nauðgun en dæmdur fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Í ljósi #metoo-um- ræðunnar þá hélt maður að þetta yrði litið alvarlegri augum. En sumt breytist seint,“ segir Ingibjörg. Mörg brot einn sunnudag Ákæra gegn Ævari Frey var í mörg- um liðum og varðaði fjölmörg at- vik sem áttu sér öll stað árið 2015. Hann var dæmdur fyrir að hafa sunnudaginn 22. febrúar það ár áreitt Ingibjörgu með því að girða niður buxur hennar, rífa af henni nærbuxur og bol og svo strjúka ber kynfæri hennar. Ævar Freyr var enn fremur dæmdur fyrir að hafa þetta sama kvöld slegið hana þrisvar sinnum með flötum lófa í andlitið og nokkru síðar sparkað þrisvar sinnum í bak hennar þar sem hún lá í rúmi í svefnherbergi. Hann herti svo peysu, sem Ingi- björg klæddist, að hálsi hennar. Að lokum ýtti hann henni á skáp í svefnherbergi og hótaði að brjóta á henni andlitið. Sýknaður af nauðgun Ævar Freyr var að lokum ákærð- ur fyrir að hafa þetta sama kvöld nauðgað henni, eftir að hann sló hana en áður en hann sparkaði í hana upp í rúmi. Hann var sýkn- aður af þeim hluta ákærunnar. Ingibjörg segir að hann hafi hót- að henni að ef hún stundaði ekki munnmök með honum myndi hann nauðga henni í endaþarm- inn. Ólíkt öðrum liðum dómsins er mörgum orðum varið í að túlka það atriði og er sérstaklega talað um að Ævar Freyr hafi þurft að gera sér grein fyrir því að hún hafi ekki verið samþykk mökum. Með öðrum orðum þá er dæmt honum í vil þar sem hann hafi mögulega haft réttmæta ástæðu til að halda að hún vildi eiga mök við hann. Ævar Freyr var þó dæmdur fyrir stórfelldar ærumeiðingar með því að hafa eftir þessi mök hrækt á fyrrverandi eiginkonu sína þar sem hún lá á rúminu. „Ég hafði ekkert val eftir að búið var að rífa af mér fötin og ógna mér. Ég gerði einfaldlega það sem hann sagði mér. Ég þurfti bara að komast lifandi frá þessu og kom- ast út með börnin mín,“ segir Ingi- björg. Tvær árásir utan dyra Ævar Freyr var dæmdur fyrir fleiri brot en þau sem áttu sér stað 22. febrúar. Hann var dæmdur fyr- ir ólögmæta nauðung með því að hafa utan dyra þann 26. apríl árið 2015 tekið utan um Ingibjörgu, lyft henni upp, sett hana inn í bifreið og reynt að loka bíldyrunum en hún náði að koma í veg fyrir það með að setja fót sinn fyrir hurðina. Hann var svo dæmdur fyrir að hafa í júlí 2015 veist að Ingibjörgu utan dyra við Engihjalla í Kópa- vogi. Ævar Freyr var dæmdur fyrir að hafa hrint henni þannig að hún féll á jörðina, gripið í kjálka henn- ar og kreist, hrækt framan í hana, tekið í hægri handlegg hennar og snúið upp á handlegginn, rif- ið í jakka hennar, þrýst henni upp að vegg og tekið hana kverka- taki. Nokkrum mánuðum síðar, í september, réðst Ævar Freyr inn á heimili þáverandi tengdamóð- ur sinnar og veittist að Ingibjörgu. Hann hrækti framan í hana og sló hana með flötum lófa í andlitið. Ingibjörg segir að dómurinn sýni að nokkru leyti brotalamir ís- lensks réttarkerfis. Ævar fær hvort tveggja mjög stuttan dóm og hann er sýknaður af nauðgun þótt dóm- ur hafi talið allt annað sem gerð- ist það kvöld sannað. „Mér finnst mjög mikilvægt að vekja athygli á því hvernig þetta kerfi ef. Það er svo erfitt fyrir konur í minni stöðu að halda svona út til lengdar og verða svo fyrir vonbrigðum þegar svona dómur fellur,“ segir Ingi- björg. n „Vonbrigði þegar svona dómur fellur“ Sýknaður af nauðgun þótt dómari hafi metið að allt annað í framburði Ingibjargar stæðist Ævar Freyr fékk stuttan dóm fyrir hrottalegt heimilisofbeldi: Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.