Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Qupperneq 14
14 2. mars 2018fréttir Þ að stefnir í spennandi borg­ arstjórnarkosningar í vor. Aldrei hafa jafn margir verið í framboði og aldrei jafn mörg sæti í boði. Áhugi ungs fólks á stjórnmálum fer dvínandi en sam­ kvæmt tölum Hagstofunnar var kosningaþátttaka fólks á aldrinum 20 til 29 ára undir 50 prósentum í síðustu sveitarstjórnarkosningum samanborið við kosningaþátttöku fólks á aldrinum 65 til 69 ára sem var yfir 80 prósent. DV ræddi við nokkra frambjóðendur undir þrí­ tugu í Reykjavík til að komast að því hvað vakti áhuga þeirra á pólitík og hvað þeir vilja gera fyrir borgina. n Unga fólkið sem vill breyta borginni Spennandi sveitarstjórnarkosningar fram undan Einstaklingurinn í forgangi Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir - Sálfræðinemi 11. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Ragnhildur Alda María, iðulega kölluð Alda, þjáist af óbilandi bjartsýni og þolinmæði, því ætlar hún að ná langt í stjórn­ málum. „Hingað til hef ég aðallega verið að bardúsa í gras­ rótinni en þegar ég byrjaði fyrir þremur árum var markmiðið að stuðla að því að það væru ferlar í samfélaginu sem tækju með markvissari hætti á geðheilbrigðismálum,“ segir Alda. Hún vill að einstaklingar séu í forgangi. „Í stuttu máli þá fylgi ég þeirri forsendu að velferð samfélagsins, efnahagslega sem og félagslega, sé fólgin í mannauði einstaklinga og ef samfélagið býr þannig í haginn að allir fái tæki­ færi til að styðja sjálfa sig í gegnum lífið þurfa ákveðnar forsendur að vera fyrir hendi. Þær eru tækifæri til bæði menntunar sem og að hafa þak yfir höfuðið án þess að finna sig í fátækragildru fyrir vikið, tækifæri til atvinnu og tækifæri til skilvirkrar heilbrigðisþjónustu.“ Alda segir húsnæðisvandann í Reykjavík vera til skammar. „Ég veit um mörg dæmi þess að ungir sem aldnir og einstæðir foreldrar séu að lenda á götunni með jafnvel engan annan kost en að leigja herbergi í kjallara fjölbýlis fyrir 80.000 krónur á mánuði, þar sem ekki er einu sinni sturtuaðstaða. Það er hægt að benda í margar áttir en staðreyndin er sú að þetta er framboðsvandi að mestu leyti, og hlutverk núver­ andi borgarstjórnarmeirihluta í því er til skammar. Þessu verður að breyta.“ Ari Brynjólfsson ari@dv.is Vill breyta íslenskri menningu Dóra Björt Guðjónsdóttir - Alþjóðafræðingur Frambjóðandi í 1.–2. sæti í prófkjöri Pírata í Reykjavík Dóra Björt er fyrrverandi formaður Ungra Pírata og býður sig fram sem oddvita Pírata í Reykjavík. Hún er al­ þjóðafræðingur og tók nýverið við sem formaður Femínistafélags Pírata. „Ég er Pírati og femínisti sem fer vel saman því að þú getur ekki haft lýðræði án jafnréttis.“ Dóra Björt ætlar sér stóra hluti. „Ég vil breyta íslenskri menningu, ég vil skapa lýðræðismenningu þar sem fólk er tilbúið að skipta um skoðun, taka mótrökum, kynna sér málin til hlítar og leggur áherslu á að lýðræði og tjáningarfrelsi skiptir máli,“ segir Dóra. Hún, sem bjó í Noregi í sjö ár. „Fólk talar miklu meira um lýðræði þar en hér. Ég tek sem dæmi einkafyrirtæki þar sem er engin formleg krafa um faglega ráðningu, þá er það almenningur sem gerir kröfu um gagnsæi og lýðræði. Þetta er það sem vantar hér. Hér horf­ um við alltaf á lagabókstafinn og reynum að fara framhjá honum. Ég er ung, ég hef séð hvernig hægt er að gera hlutina betur og tel mig vera með snertiflöt við kynslóðina sem er að vaxa úr grasi og hvernig hún vill sjá borgina. Við viljum nota almenningssamgöng­ ur, við viljum ekki þurfa að eiga bíl, við þurfum ekki risastórt hús og viljum lifa innihaldsríku lífi í borgarsamfélagi.“ Getur verið leikkona og í pólitík Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm - Leik- og söngkona 4. sæti á lista Vinstri – grænna í Reykjavík „Ég var lengi vel í hálfgerðri afneitun fyrir áhuganum á að taka þátt í póli­ tík. Ég hef alltaf fylgst grannt með öllu á hliðarlínunni en sannfærði sjálfa mig um að mig langaði ekkert að vera með. Einnig hef ég, eins og margar konur, lent í því að vera sagt að ég ætti ekkert endilega eitthvert erindi, ég væri alltof mikil tilfinn­ ingavera, ekki nógu mikill nagli og allt það sem við fáum að heyra. En eftir því sem ég hugsa það meira þá sé ég ekkert að því að vera tilfinningavera í pólitík. Pólitík snýst um fólk og fólk er tilfinningaverur,“ segir Hreindís Ylva. Hún er leik­ og söngkona og því eru listir og menning eitt af hennar stærstu hugðarefnum. „Reykjavík er um margt stórkostleg borg og það er ástæða fyrir því að ég valdi að flytja heim. Hér er fullt af möguleikum og það sem heillaði mig er að hér get ég verið með mörg járn í eldinum. Ég get verið leikkona OG í pólitík.“ Kynntist borgarmálunum í gegnum félagsstörf Ragna Sigurðardóttir - Læknanemi 9. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Ragna er fráfarandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Ís­ lands og býður sig fram í 9. sæti á lista Samfylkingarinn­ ar í Reykjavík. „Ég er þriðja árs læknanemi en hef verið í árs leyfi á meðan ég er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Ég er nýbúin að skrá mig í flokkinn, mér fannst best að vera óflokksbundin í störfum mínum í Stúdentaráði.“ Ragna var áður formaður Röskvu og kom meðal annars að stofnun geðfræðslufélagsins Hugrúnar, hún hefur lært mikið í gegnum félagsstörfin. „Ég hef kynnst vel húsnæðisvanda stúdenta og ungs fólks og hef unnið með núverandi forystu í borginni varðandi uppbyggingu stúdentaíbúða. Ég hef góða reynslu af því að vinna með Degi borgarstjóra. Það er að hluta til ástæða þess að ég gef kost á mér núna, ég vil að þetta góða starf meirihlutans í borginni haldi áfram.“ Hún upplifir ekki að ungt fólk hafi lítinn áhuga á stjórnmálum. „Ef við komum ekki inn í stjórnmálin til að benda á jákvæðu hliðarnar á stjórnmálum og virkja annað ungt fólk til þátttöku þá missum við okkar rödd, þá fyrst verður mikil hætta á að ungt fólk missi allan áhuga.“ Ætlar að slaufa skriffinnskunni Örn Bergmann Jónsson - Bóksali 10. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík „Ég er í Miðflokknum því við erum kerfisbreytingaflokkur, við viljum ekki að þeir sem eru ofsaríkir verði ofsaríkir endalaust og að lýðræðið sé fært nær fólkinu,“ segir Örn Bergmann, frambjóðandi Miðflokksins í Reykjavík. Hann hefur miklar áhyggjur af stöðu ungs fólks í borginni. „Í fyrsta skipti hefur unga kynslóðin það verr en kynslóðin á undan. Ef þetta heldur svona áfram þá missum við fólk úr landi. Unga fólkið vill vera í Reykjavík og því þurfum við að byggja. Það eru tólf sveitarfélög á Íslandi sem hafa byggt meira en Reykjavík, það er bagaleg staða.“ Örn segir nauðsynlegt að byggja húsnæði, er hann mjög hrifinn af hugmyndum um húsnæðissamvinnu­ félag. „Borgin getur þá útvegað íbúðir sem fólk getur leigt á viðráðanlegu verði, það er ekkert sérstaklega fyrir ungt fólk eða eldri borgara. Hann segir litlu máli skipta hvort byggt sé miðsvæðis eða í úthverfum. „Mér finnst borgin vera alveg nógu þétt, það má alveg þétta byggð en við eigum nóg af borgarlandi þar sem er hægt að byggja á mjög skömmum tíma. Það er hægt að útvega land strax í vor og afhenda íbúðirnar í janúar. Það þarf ekki alla þessa skriffinnsku.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.