Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 18
18 2. mars 2018fréttir É g er búinn að spila bumbu- bolta í Reykjavík í rúm fimm ár. Meirihlutinn í grúppunni er útlendingar; Pólverjar, Slóvenar, Litháar og Serbar. Það myndar áhugaverða dýnamík. Sumir tala hvorki ensku né ís- lensku. En við getum talað saman á vellinum. Þetta eru bestu sam- skiptin. Samskipti án orða.“ Þetta segir rithöfundurinn Bjarni Klemenz sem er einn þeirra sem halda utan um að skipuleggja knattspyrnuæfingar fyrir flóttamenn á Íslandi. Í Face- book-hóp félagsins eru um 150 manns. Bjarni segir að fastur kjarni af flóttamönnum mæti á æfingar. „Að einhverju leyti gefur fót- boltastíllinn til kynna hvers kon- ar karakter maður er. Eftir nokkra leiki veit maður nokkurn veg- inn hvers konar náungi liðsfélagi manns er. Egóisti á vellinum er það líka í lífinu. Það gildir einnig um vinnuhestana,“ segir Bjarni. Einn liðsfélagi hans heitir Sayed Ehsan Hoseiny (Ehsan Ísaks son á íslensku) sem kemur frá Afganistan. Hann hefur engan bakgrunn í fótbolta, byrjaði að spila sautján ára gamall og hef- ur óbilandi trú á fótbolta. Hann fæddist í Íran og tilheyrir út- brenndu kynslóðinni – börnum flóttamanna. Hann hefur mjög sterka framtíðarsýn og ætlar að snúa aftur til Afganistan og leggja sitt af mörkum við endur- byggja land sitt, svo ekkert ann- að barn þurfi að ganga í gegnum það helvíti sem hann hefur þurft að upplifa. Bjarni ræddi við Ehsan Ísaksson fyrir DV. „Ég er Afgani, ég fæddist reyndar í Íran. Foreldrar mín- ir bjuggu þar í rúm 35 ár,“ seg- ir Sayed Ehsan spurður um upp- runa sinn. Hann bætir við hann sé enn að bæta sig og hafi ekki náð markmiðum sínum. Þú hefur aldrei gefist upp? „Jú, það gerði ég. Ég er mann- legur, en ég reyni samt …“ Þú ert góður varnarmaður, er það þín uppáhaldsstaða? „Takk fyrir að segja það. Enginn hefur sagt mér það fyrr. Að vísu finnst mér gaman að sóla og skora, þannig að vörn er ekki beint óskastaða.“ Myndir þú vilja spila annars staðar? „Já, mér finnst gaman að vera frammi, óskastaða mín er að vera staðsettur framarlega á miðjunni. Svona eins og Marcelo.“ Vinur þinn Ra Ali (Ali Akbar) er góður. Spilar hann með alvöru liði? „Já, hann er mjög hæfileika- ríkur. Hann spilaði með heimaliði sínu í Íran. En hann náði aldrei að blómstra og nýta hæfileika sína til fulls af því írönsk stjórnvöld eru andsnúin innflytjendum. Ali Akbar er frá Afganistan eins og ég. Svo flutti hann til Noregs og spilaði knattspyrnu með liði þar, en þurfti að yfirgefa Noreg af því að þarlend yfirvöld synj- uðu beiðni hans um hæli. Hann langar að spila með liði á Íslandi, en það er flókið. Hann er jú ekki með neina samninga og talar hvorki ensku né íslensku. Ég er búinn að senda nokkrum liðum í fjórðu deildinni póst fyrir hans hönd í von um svör. En því miður var mér ekki svarað. Ali Akbar er mjög hæfileikaríkur og mér þykir leitt að vinur minn geti ekki nýtt hæfileika sína. En það eru fleiri rosalega góðir í grúppunni, eins og Ivan and Dominique.“ Fótbolti er alþjóðlegt tungu- mál. Að mínu mati skiptir öllu máli að vera læs á leikinn ekki satt? „Ja, að einhverju leyti er ég sammála þér. Félagslega séð verða samskiptin á fótboltavellinum að ganga upp jafnt innan sem utan. Ég held að bestu liðin samanstandi af leikmönnum sem geta hrein- lega lesið hugsanir liðsfélaga sinna og umbera galla þeirra. Líklega er það ástæðan fyrir því að Pólverjar vilja helst vera saman í liði og að við Afganarnir erum oftast saman í liði. Fótbolti er eitthvað miklu meira en bara fótbolti. Hann er lífsstíll. Í hinu fullkomna liði ríkir samkennd milli leikmanna.“ Er fótbolti góð leið til að kynn- ast fólki? Leiðin heim: „Ísland er æði, vildi að ég hefði komið hingað frekar en til Noregs“ n Aldrei að fara auðveldu leiðina í lífinu n Leið eins og úrgangi n Fékk tækifæri á Íslandi Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is „Ég fékk vinnu fljótlega og komst í skóla, ég er núna í Menntaskólanum í Hamrahlíð. „Maður á aldrei að fara auðveldu leiðina í lífinu heldur miða hátt og reyna að kom- ast sem allra lengst í lífinu. Ali Akbar og Eshan Ali Akbar þykir lunkinn og efnilegur knattspyrnumaður en hann hefur áhuga á að spila með íslenskum liðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.